Fara í efni

Gamla bryggjan við smábátabryggju, hönnun og skipulag

Málsnúmer 2204086

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd - 8. fundur - 24.11.2022

Kynnt er tillaga á hönnun og skipulagi við Gömlu bryggju við smábátahöfnina á Sauðárkróki. Tillagan er unnin af Teiknistofu norðurlands á Akureyri.
Verkefnið felur í sér skipulag og umhverfishönnun við smábátahöfnina og hafnargarðinn á Sauðárkróki. Við hönnun mannvirkja og umhverfis er lögð áhersla á aðlaðandi umhverfi sem styrkir staðaranda svæðisins. Svæðið býður upp á mikla möguleika fyrir bæjarlífið á Sauðárkróki sem opið svæði með sjávartengda frístundaiðkun þar sem vegfarendur geta upplifað miðbæjarstemningu í nálægð við sjóinn.

Nefndin samþykkir tillöguna og leggur til að verkið verði sett í frekari rýni. Sviðsstjóra er falið að annast frekari verkhönnun með tilheyrandi útboðsferli vegna jarð- og lagnavinnu.

Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri sat þennan lið.