Fara í efni

Innleiðing á farsældarlögum

Málsnúmer 2204179

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 12. fundur - 07.09.2022

Lögð fram drög að samningi um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsvísu ásamt erindisbréfi fyrir valnefnd.
Byggðarráð telur að þjónusta sveitarfélagsins í málaflokki nýrra farsældarlaga verði best veitt með því að verða aðilar að umdæmisráði barnaverndar á landsvísu og felur sveitarstjóra að vinna að samþykki samnings þar að lútandi og leggja fyrir sveitarstjórn til endanlegrar samþykktar.

Byggðarráð Skagafjarðar - 13. fundur - 14.09.2022

Erindið áður á 12. fundi byggðarráðs. Lagður fram samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsvísu ásamt erindisbréfi fyrir valnefnd.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 4. fundur - 14.09.2022

Lagður fram samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsvísu ásamt erindisbréfi fyrir valnefnd,sem samþykktur var á fundi byggðarráðs fyrr í dag, 14. september.
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, að standa að umdæmisráði barnaverndar með öðrum sveitarfélögum á landsbyggðinni líkt og lagt er til í erindinu. Sveitarstjórn veitir sveitarstjóra umboð til að vinna að framgangi málsins og í framhaldinu undirrita samning fyrir hönd sveitarfélagsins.