Byggðarráð Skagafjarðar
Dagskrá
1.Freyjugötureitur - Deiliskipulag
Málsnúmer 2105267Vakta málsnúmer
Fulltrúi Hrafnhóls ehf. Sigurður Garðarsson tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði. Hann veitti upplýsingar um stöðu vinnu við deiliskipulag Freyjugötureits og framkvæmdir á reitnum af hálfu fyrirtækisins. Fyrirtækið stefnir að því að auglýsa átta íbúðir fjölbýlishússins til leigu um mánaðamótin september/október n.k.
2.Innleiðing á farsældarlögum
Málsnúmer 2204179Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að samningi um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsvísu ásamt erindisbréfi fyrir valnefnd.
Byggðarráð telur að þjónusta sveitarfélagsins í málaflokki nýrra farsældarlaga verði best veitt með því að verða aðilar að umdæmisráði barnaverndar á landsvísu og felur sveitarstjóra að vinna að samþykki samnings þar að lútandi og leggja fyrir sveitarstjórn til endanlegrar samþykktar.
Byggðarráð telur að þjónusta sveitarfélagsins í málaflokki nýrra farsældarlaga verði best veitt með því að verða aðilar að umdæmisráði barnaverndar á landsvísu og felur sveitarstjóra að vinna að samþykki samnings þar að lútandi og leggja fyrir sveitarstjórn til endanlegrar samþykktar.
3.Jarðhitaréttindi á Steinsstöðum
Málsnúmer 2011045Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 2. september 2022 frá Sunnu Axelsdóttur lögmanni hjá Lögmannsstofu Norðurlands fyrir hönd ábúenda Laugarmýrar, varðandi heitavatnsréttindi að Steinsstöðum hinum fornu. Óskað er meðal annars eftir upplýsingum um stöðu mála hjá sveitarfélaginu varðandi heitavatnsréttindin og fundi með byggðarráði og sveitarstjóra vegna málsins svo fljótt sem unnt er.
Byggðarráð felur sveitarstjóra og lögmanni sveitarfélagsins að taka saman upplýsingar og bjóða ábúendum Laugarmýrar til næsta fundar ráðsins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra og lögmanni sveitarfélagsins að taka saman upplýsingar og bjóða ábúendum Laugarmýrar til næsta fundar ráðsins.
4.Skipan starfshóps um þjónustu við fólk af erlendum uppruna
Málsnúmer 2207070Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá fundar byggðarráðs þann 13. júlí 2022. Lögð fram drög unnin af starfsmönnum fjölskyldusviðs um skipan starfshóps um þjónustu við fólk af erlendum uppruna og verkefnum hans.
Byggðarráð samþykkir skipan starfshópsins í samræmi við fyrirliggjandi drög og felur sveitarstjóra að ræða við hlutaðeigandi aðila og upplýsa byggðarráð í kjölfarið um framgang málsins.
Byggðarráð samþykkir skipan starfshópsins í samræmi við fyrirliggjandi drög og felur sveitarstjóra að ræða við hlutaðeigandi aðila og upplýsa byggðarráð í kjölfarið um framgang málsins.
5.Ráðning aðgengisfulltrúa
Málsnúmer 2209033Vakta málsnúmer
Álfhildur Leifsdóttir leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks erum við skuldbundin til að "gera fötluðu fólki kleift að lifa sjálfstæðu lífi og taka fullan þátt á öllum sviðum lífsins [...] og útrýma hindrunum og tálmum sem hefta aðgengi, skulu meðal annars ná til bygginga, vega, samgangna og annarrar aðstöðu innan dyra sem utan, þar með talið skóla, íbúðarhúsnæðis, heilbrigðisþjónustu og vinnustaða."
Gott aðgengi skiptir okkur öllu máli, en slæmt aðgengi getur beinlínis komið í veg fyrir þátttöku fólks í samfélaginu. Skagafjörður er leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðs fólks og er því mikilvægt að sveitarfélagið sé til fyrirmyndar hvað málefnið varðar í hvívetna.
VG og óháð leggja til Skagafjörður ráði aðgengisfulltrúa sem sér til þess að gerðar séu úttektir á aðgengi, þ.e. á þjónustu og starfsemi sveitarfélagsins í víðum skilningi. Leiði úttekt í ljós að úrbóta sé þörf hlutast aðgengisfulltrúi til um að gerðar séu tímasettar áætlanir um úrbætur."
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir að Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs og jafnframt aðgengisfulltrúi sveitarfélagsins komi á fund byggðarráðs við fyrsta tækifæri til að upplýsa um stöðu mála. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að undirbúa að skipa að nýju fulltrúa í ráðgefandi hóp um aðgengismál í sveitarfélaginu.
"Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks erum við skuldbundin til að "gera fötluðu fólki kleift að lifa sjálfstæðu lífi og taka fullan þátt á öllum sviðum lífsins [...] og útrýma hindrunum og tálmum sem hefta aðgengi, skulu meðal annars ná til bygginga, vega, samgangna og annarrar aðstöðu innan dyra sem utan, þar með talið skóla, íbúðarhúsnæðis, heilbrigðisþjónustu og vinnustaða."
Gott aðgengi skiptir okkur öllu máli, en slæmt aðgengi getur beinlínis komið í veg fyrir þátttöku fólks í samfélaginu. Skagafjörður er leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðs fólks og er því mikilvægt að sveitarfélagið sé til fyrirmyndar hvað málefnið varðar í hvívetna.
VG og óháð leggja til Skagafjörður ráði aðgengisfulltrúa sem sér til þess að gerðar séu úttektir á aðgengi, þ.e. á þjónustu og starfsemi sveitarfélagsins í víðum skilningi. Leiði úttekt í ljós að úrbóta sé þörf hlutast aðgengisfulltrúi til um að gerðar séu tímasettar áætlanir um úrbætur."
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir að Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs og jafnframt aðgengisfulltrúi sveitarfélagsins komi á fund byggðarráðs við fyrsta tækifæri til að upplýsa um stöðu mála. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að undirbúa að skipa að nýju fulltrúa í ráðgefandi hóp um aðgengismál í sveitarfélaginu.
6.Fyrirspurn varðandi álagningarprósentu fasteignagjalda fyrir árið 2023
Málsnúmer 2208335Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 29. ágúst 2022 frá Verslunarmannafélagi Skagafjarðar þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvort ákvörðun hafi verið tekin um að lækka álagningarprósentu fasteignagjalda í sveitarfélaginu fyrir árið 2023 í ljósi þeirra miklu hækkana sem urðu á fasteignamati í sveitarfélaginu fyrr á árinu.
Byggðarráð skilur áhyggjur Verslunarmannafélags Skagafjarðar á hækkun fasteignagjalda en minnir á fasta tengingu við framlag Jöfnunarsjóðs við álagsprósentu fasteignaskatts, þ.e. framlag Jöfnunarsjóðs til sveitarfélagsins lækkar ef það fullnýtir ekki skattstofninn. Ljóst er að þetta fyrirkomulag þarfnast endurskoðunar við. Frekari umræða verður tekin í tengslum við vinnu vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar ársins 2023.
Byggðarráð skilur áhyggjur Verslunarmannafélags Skagafjarðar á hækkun fasteignagjalda en minnir á fasta tengingu við framlag Jöfnunarsjóðs við álagsprósentu fasteignaskatts, þ.e. framlag Jöfnunarsjóðs til sveitarfélagsins lækkar ef það fullnýtir ekki skattstofninn. Ljóst er að þetta fyrirkomulag þarfnast endurskoðunar við. Frekari umræða verður tekin í tengslum við vinnu vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar ársins 2023.
7.Grænir iðngarðar - greining innviða
Málsnúmer 2202080Vakta málsnúmer
Málið síðast á dagskrá byggðarráðs þann 24. ágúst 2022. Lögð fram lokaútgáfa af samantekt KPMG Ráðgjafar á "Grænum iðngörðum í Skagafirði".
8.Samstarfsnefnd fyrir friðland í Þjórsárverum
Málsnúmer 2208248Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. ágúst 2022 frá Umhverfisstofnun, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið skipi fulltrúa, til fjögurra ára, í samstarfsnefnd um friðland í Þjórsárverum.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna Hrefnu Jóhannesdóttur og Svein F. Úlfarsson.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna Hrefnu Jóhannesdóttur og Svein F. Úlfarsson.
9.Jafnaðartaxtar NPA samninga fyrir árið 2022
Málsnúmer 2208030Vakta málsnúmer
Lögð fram greiðsluviðmið vegna jafnaðarstunda í NPA samningum fyrir árið 2022 sem samþykkt voru á 2. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 8. ágúst 2022 og vísað til byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir greiðsluviðmiðin og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir greiðsluviðmiðin og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
10.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Skagafjarðar
Málsnúmer 2206198Vakta málsnúmer
Lögð fram samþykkt um stjórn Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir samþykktina og vísar henni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Byggðarráð samþykkir samþykktina og vísar henni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
11.Reglur um úthlutun lóða
Málsnúmer 2208274Vakta málsnúmer
Lagðar fram reglur um úthlutun byggingarlóða í sveitarfélaginu Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
12.Reglur um útnefningu heiðursborgara
Málsnúmer 2208235Vakta málsnúmer
Lagðar fram reglur um val og útnefningu heiðursborgara Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
13.Jafnlaunastefna
Málsnúmer 2208230Vakta málsnúmer
Lögð fram jafnlaunastefna Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir stefnuna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir stefnuna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
14.Reglur um heilsurækt
Málsnúmer 2208254Vakta málsnúmer
Lagðar fram reglur Skagafjarðar um heilsuræktarstyrki til starfsmanna sinna fyrir árið 2022.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
15.Reglur um skjávinnugleraugu
Málsnúmer 2208262Vakta málsnúmer
Lagðar fram reglur um kaup á skjávinnugleraugum.
Byggðarráð samþykkir framangreindar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir framangreindar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
16.Siðareglur starfsmanna
Málsnúmer 2208263Vakta málsnúmer
Lagðar fram siðareglur starfsmanna Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir ofangreindar siðareglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir ofangreindar siðareglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
17.Reglur um viðveruskráningu starfsmanna
Málsnúmer 2208265Vakta málsnúmer
Lagðar fram reglur um viðveruskráningu starfsmanna sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir framangreindar reglur og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir framangreindar reglur og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
18.Rammi að samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks
Málsnúmer 2208314Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 26. ágúst 2022 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til allra sveitarfélaga, varðandi ramma að samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks.
19.Tækifæri til áhrifa Ráðstefna UNICEF um þátttöku barna
Málsnúmer 2209015Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 1. september 2022 frá UNICEF á Íslandi varðandi tækifæri til áhrifa: Ráðstefna UNICEF um þátttöku barna þann 15. september 2022. Boðið verður upp á fjölbreyttar málstofur sem tengjast þátttöku barna í starfi sveitarfélaga, skóla og frístundavettvangsins. Þá geta þátttakendur valið milli þriggja mál- og vinnustofa um mikilvægi réttindafræðslu og þátttöku barna í starfi sveitarfélaga.
Fundi slitið - kl. 16:27.