Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd - 433

Málsnúmer 2205007F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 425. fundur - 25.05.2022

Fundargerð 433. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 12. maí 2022 lögð fram til afgreiðslu á 425. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 433 Málið áður á dagskrá á 413. og 431. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Þar m.a. bókað : “Skipulags- og byggingarnefnd harmar þau mistök sem áttu sér stað við fyrri úthlutun lóðarinnar við Kleifatún 9-11 og samþykkir að hluteigandi fái úthlutað þess í stað parhúsalóð við Nestún samkvæmt framlögðu minnisblaði. Dregið verður um úthlutun þeirrar lóðar í vitna viðurvist."
    Skúli Hermann Bragason mætti á fundinn og dróg um eina af parhúsalóðum í Nestúni. Útdráttur fór fram í samræmi við framangreinda bókun. Upp kom lóð nr. 20 í Nestúni, skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að úthluta Skúla Hermanni Bragasyni fyrir hönd SB byggir ehf. lóðinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 433 Fyrir liggur staðfest deiliskipulag fyrir 5 parhúsalóðir við Nestún á Sauðárkróki. Nefndin samþykkir að auglýsa 4 lóðir lausar (16, 18, 22 og 24) til umsóknar að fenginni staðfestingu sveitarstjórnar. Lóðirnar verða tilbúnar til afhendingar síðla árs 2022. Dregið verður úr umsóknum verði fleiri en einn umsækjandi um lóð. Skipulagsfulltrúa falið auglýsa lóðirnar í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins að fenginni staðfestingu sveitarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 433 Fyrir liggur staðfest deiliskipulag fyrir Birkimel í Varmahlíð með tíu einbýlishúsalóðum, tveimur raðhúsalóðum og þremur parhúsalóðum.
    Nefndin samþykkir að auglýsa þær lóðir sem verða aðgengilegar í fyrsta áfanga gatnagerðar við Birkimel, þrjár einbýlishúslóðir (25, 27 og 32), þrjár parhúsalóðir (13-15, 17-19 og 21-23) og eina raðhúsalóð (34-40) lausar til umsóknar. Lóðirnar verða tilbúnar til afhendingar síðla árs 2022. Dregið verður úr umsóknum verði fleiri en einn umsækjandi um lóð. Skipulagsfulltrúa falið auglýsa lóðirnar í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins að fenginni staðfestingu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 433 Dalvíkurbyggð óskar eftir umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar á tillögu að deiliskipulagi og tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir Hauganes í Dalvíkurbyggð.
    Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerðar athugasemdir við framlagðar breytingar á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Umsagnarbeiðni - Tillaga að deiliskipulagi og aðalskipulagi Hauganes í Dalvíkurbyggð. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 433 Farið yfir samantekt á innsendum athugasemdum/ábendingum við auglýst deiliskipulag.
    Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, Leik- og grunnskólasvæðið á Hofsósi og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar/samþykktar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Skólagata L146652 - Innkeyrsla á lóð, lóðarframkvæmdir - dsk. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 433 Farið yfir samantekt á innsendum athugasemdum/ábendingum við auglýsta skipulagslýsingu ásamt punktum skipulagsfulltrúa frá samráðsfundi sem haldinn var með fulltrúum sóknarnefndar Hofsóskirkju og sóknarpresti.
    Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 433 Farið yfir samantekt á innsendum athugasemdum/ábendingum við auglýsta skipulagslýsingu.
    Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 433 Farið yfir samantekt á innsendum athugasemdum/ábendingum við auglýsta deiliskipulagsbreytingu.
    Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, Reykjarhóll lóð (146062) og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar/samþykktar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar,Reykjarhóll lóð (146062) - Deiliskipulagsbreyting. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 433 Framlögð skipulagslýsing fyrir deiliskipulag íbúðarbyggðar við Víðigrund, Smáragrund og hluta Grundarstígs á Sauðárkróki unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu. Skipulagssvæðið nær yfir 5,4 ha svæði sem afmarkast af Skagfirðingabraut að vestan, að Öldustíg að norðan, Smáragrund að austan og Hegrabraut að sunnan. Á skipulagssvæðinu er íbúðarbyggð sem samanstendur af íbúðarblokkum og einbýlishúsum auk leikskóla við Víðigrund, félagsheimilis auk verslunar við Smáragrund. Svæðið byggðist upp á 7. og 8. áratug síðustu aldar, elstu húsin reist undir lok 6. áratugar en það yngsta leikskólinn, var byggt árið 1995. Helstu framkvæmdir síðustu ára hafa verið viðbyggingar og viðhaldsframkvæmdir á stöku húsum.

    Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja lýsinguna og senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Sauðárkrókur - Deiliskipulag - Víðigrund. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 433 Framlögð skipulagslýsing fyrir deiliskipulag fyrir frístundabyggð vestan Varmahlíðar unnin af Eflu verkfræðistofu. Um er að ræða svæði í landi Reykjarhóls, sem skráð er sem Reykjarhóll land L193616 í Landsskrá Þjóðskrár. Gert er ráð fyrir að skipulagssvæðið verði um 20 ha og liggur milli Víðimýrarár og Reykjarhólsvegar með aðkomu frá þjóðvegi nr. 1 um Birkimel en áætlað er að nýr vegur tengist þjóðvegi ofan byggðar sem verður þá helsta aðkomuleið að svæðinu. Nú þegar eru frístundalóðir austan Reykjarhólsvegar. Skipulagið er í samræmi við Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035.
    Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 433 Framlögð skipulagslýsing fyrir deiliskipulag við Sauðárkrókskirkjugarð unnin af Teiknistofu Norðurlands.
    Skipulagssvæðið er á Nöfum á lóð Sauðárkirkjugarðs og er 4,7 hektarar að stærð. Markmið deiliskipulagsins er að setja fram stefnu um umgjörð og skipulag kirkjugarðsins fyrir framtíðaruppbyggingu. Fyrirséð er að núverandi grafarsvæði verði uppurin á næstu árum og því er mikilvægt að setja fram framtíðarfyrirkomulag fyrir kirkjugarðinn. Gert er ráð fyrir nýju aðstöðuhúsi ásamt tilheyrandi aðkomu og bílastæðum.
    Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja lýsinguna og senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Sauðárkrókskirkjugarður - Deiliskipulag. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 433 Framlögð skipulagslýsing fyrir deiliskipulag tjaldsvæðis við Sauðárgil á Sauðárkróki unnin af Teiknistofu Norðurlands.
    Skipulagssvæðið er milli Sæmundarhlíðar og Sauðár og er 3,6 hektarar að stærð. Stutt er frá skipulagssvæðinu að sundlaug, fjölbreyttum íþróttasvæðum og í miðbæ Sauðárkróks eftir göngustígum. Markmið deiliskipulagsins er að setja fram stefnu um umgjörð og skipulag fyrir nýtt tjaldsvæði en fyrirhugað er að tjaldsvæði á Flæðum víki vegna fyrirhugaðs menningarhúss.
    Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 433 Lúðvík Rudolf Kemp eigandi fasteignar á Skagfirðingabraut 8 óskar eftir að gerður verði lóðarleigusamningur fyrir lóðina númer 8 við Skagfirðingabraut. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að gera lóðarleigusamning við lóðarhafa á grundvelli gagna og fundarsamþykktar Umhverfis- og tækninefndar frá 20. júní 2001. Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 433 Eggert Þór Birgisson og Þóranna Másdóttir fyrir hönd F-Borgar ehf. sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Fellsborg í Hegranesi landeignarnúmer L231851, óska eftir leyfi skipulagsyfirvalda til að skilgreina byggingarreit fyrir íbúðarhús á jörðinni, samkvæmt meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Uppdrátturinn er gerður af Ingvari Gýgjar Sigurðarssyni, númer S-101, verknúmer 3086 og dagsettur 14.03.2022.

    Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið að fenginni umsögn minjavarðar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 433 Jón Kolbeinn Jónsson og Jóhanna Ey Harðardóttir sækja um lóðina Faxatorg 4 til þess að byggja 2. hæða atvinnuhúsnæði í heildina 643 m² á 1072 m² byggingarlóð.
    Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu og óskar eftir að umsækjendur geri frekari grein fyrir ætlaðri starfsemi og byggingaráformum.
    Sveinn Þ. Finster Úlfarsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með átta atkvæðum. Jóhanna Ey Harðardóttir vék af fundi og óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 433 Magnús Tómas Gíslason og Margrét Berglind Einarsdóttir þinglýstir eigendur einbýlishússins að Kárastíg 16 á Hofsósi, landeignanúmer L146640, óska eftir að fá að stækka byggingareit sem áður var samþykktur 28.07.2021.
    Fyrirhuguð stækkun á bílskúr er um 12 m² til suðurs, heildarstærð viðbyggingar verður þá 81,31 m².
    Meðfylgjandi aðaluppdráttur gerður af Ingvari Gýgjari Sigurðssyni tæknifræðingi gerir nánari grein fyrir framkvæmdum. Meðfylgjandi er undirritað samþykki þinglýsts eiganda að húsi við Kárastíg 14.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 433 Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir hönd Skagafjarðarveitna, sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Steintún land, landnúmer 199118, á Neðribyggð, Skagafirði, óska eftir heimild til að stofna 69.248 m² spildu úr landi jarðarinnar, sem „Steintún 2“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 101503, útg. 4. maí 2022. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
    Landskipti samræmast aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og er á landbúnaðarsvæði.
    Landheiti útskiptrar spildu vísar til upprunajarðar.
    Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
    Steintún land (landr. 199118) er ekki skráð lögbýli skv. lögbýlaskrá 2021.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.

    Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 433 Friðrik Rúnar Friðriksson f.h. Árhvamms ehf. þinglýsts eiganda landeignarinnar Lambeyri ehf., landnúmer 196141, óskar eftir heimild til að stofna 2.475 m² byggingarreit á landinu, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki nr. 720468 útg. 16.12.2021. Afstöðuuppdráttur unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
    Um er að ræða byggingarreit fyrir geymsluhúsnæði. Fjöldi mannvirkja innan byggingarreits verði að hámarki tvö og hámarksbyggingarmagn verður 450 m² og hámarksnýtingarhlutfall byggingarreits því 0,18.

    Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið að fenginni umsögn minjavarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.