Fræðslunefnd - 179
Málsnúmer 2205010F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 425. fundur - 25.05.2022
Fundargerð 179. fundar fræðslunefndar frá 19. maí 2022 lögð fram til afgreiðslu á 425. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Fræðslunefnd - 179 Lagt fram erindi frá leikskólastjóra Tröllaborgar um að lengja opnunartíma skólans á Hofsósi til klukkan 16:00 á föstudögum í stað 15:00 eins og verið hefur. Samþykki foreldraráðs liggur fyrir. Fræðslunefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti enda rúmast þessi lenging opnunartíma innan fjárhagsáætlunar. Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar fræðslunefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 179 Minnisblað um þarfagreiningu og hönnun á nýjum leikskóla á Sauðárkróki lagt fyrir. Málinu vísað til umfjöllunar í nefndinni frá byggðarráði. Fræðslunefnd óskar eftir að ný nefnd, sem tekur við í júní, fjalli einnig um málið. Jafnframt telur nefndin skynsamlegt að stofnaður verði sérstakur starfshópur, líkt og gert var í tengslum við starfsumhverfi leikskóla, sem fjallar um málið m.t.t. framtíðaruppbygginu. Starfshópurinn verði skipaður starfsmönnum leikskóla undir forystu fræðslustjóra. Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar fræðslunefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 179 Á fundi sínum þann 22.03. s.l. óskaði fræðslunefnd eftir umfjöllun og greinargerð um hvernig innleiðing lestrarstefnu Skagafjarðar hefur gengið og undið fram. Ákveðið var að efna til könnunar meðal starfsmanna þeirra skólastiga sem stefnan nær til. Niðurstöður þeirrar könnunar liggja nú fyrir og fylgja í minnsblaði. Almennt telja starfsmenn að vel eða frekar vel hafi gengið að framfylgja lestrarstefnu í þeirra skólum. Þá má einnig geta þess að í innra mati grunnskólanna eru þættir lestrarstefnunnar reglulega metnir og jafnframt hafa spurningar um lestur komið fram í Skólapúlsi sem er árlegur spurningagrunnur á landsvísu. Þá má geta þess að í árlegri skimun grunnskólanna sem allir starfsmenn svara er jafnframt spurt um framgang lesturs. Fræðslunefnd hvetur til enn frekari umræðu um mikilvægi lesturs innan skólanna, meðal foreldra og hjá þeim aðilum í samfélaginu sem hafa tök á að efla lestur. Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar fræðslunefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 179 Óskar G. Björnsson, skólastjóri Árskóla, kom á fundinn og kynnti niðurstöður matsskýrslu Menntamálastofnunar á stöðu skólans með tilliti til styrkleika og tækifæra til umbóta í fjölþættum starfsskyldum skólans. Í stuttu máli koma allir matsþættir afar vel út. Niðurstöður matsins hafa verið rýndar í skólanum og fyrir liggur umbótaáætlun um þá þætti sem betur mega fara. Fræðslunefnd fagnar þessari úttekt og óskar Árskóla, stjórnendum og starfsmönnum, til hamingju með niðurstöðuna. Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar fræðslunefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 179 Tillaga að kennslukvóta grunnskólanna fyrir skólaárið 2022-2023 lögð fram. Afar litlar breytingar eru gerðar á milli ára en bent er á að enn ríkir örlítil óvissa með skipan nemenda í deildir við Grunnskólanum austan Vatna og kann kennslukvótinn að breytast örlítið við upphaf skólaárs. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu. Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar fræðslunefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 179 Skóladagatöl grunnskólanna lögð fram. Þau hafa verið yfirfarin af skólaráðum skólanna sem og fræðslustjóra sem kynnti dagatölin. Fræðslunefnd samþykkir dagatölin eins og þau eru lögð fyrir. Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar fræðslunefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 179 Lagt fram til kynningar erindi frá Velferðarvaktinni með ábendingum um ýmsa þætti sem stuðlað geta að minna brottfalli nemenda úr framhaldsskólum. Með erindinu fylgir skýrsla sem ber heitið ,,Félagsleg og efnahagsleg staða og brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum" sem unnin var í umboði félags- og vinnumarkaðsráðuneytis og mennta- og barnamálaráðuneytis. Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar fræðslunefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 179 Eitt mál tekið fyrir. Samþykkt Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar fræðslunefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.