Byggðarráð Skagafjarðar - 1015
Málsnúmer 2205011F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 425. fundur - 25.05.2022
Fundargerð 1015. fundar byggðarráðs frá 18. maí 2022 lögð fram til afgreiðslu á 425. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 1015 Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hönnun og útboðslýsingu á gatnagerð við Birkimel í Varmahlíð. Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að bjóða verkið út í lokuðu útboði. Bókun fundar Afgreiðsla 1015. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 1015 Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hönnun og útboðslýsingu á gatnagerð vegna norðurhluta Nestúns á Sauðárkróki. Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að bjóða verkið út í lokuðu útboði. Bókun fundar Afgreiðsla 1015. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 1015 Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2022-2025. Tilefni viðaukans eru reglugerðarbreytingar sem kveða á um að byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags, skuli færð inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags, þ.e. sveitarfélag skal færa hlutdeild þess í einstökum liðum rekstrar og efnahags, óháð stærð eignarhluta.
Viðaukinn hefur áhrif á rekstrarniðurstöðu samstæðunnar um 10.654 þús.kr. til gjalda. Áhrif á efnahag nema 704,7 mkr. til hækkunar.
Byggðarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2022-2025. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1015 Lögð fram eftirfarandi bókun 433. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 12. maí 2022:
"Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir hönd Skagafjarðarveitna, sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Steintún land, landnúmer 199118, á Neðribyggð, Skagafirði, óskar eftir heimild til að stofna 69.248 m² spildu úr landi jarðarinnar, sem „Steintún 2“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 101503, útg. 4. maí 2022. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Landskipti samræmast aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og er á landbúnaðarsvæði. Landheiti útskiptrar spildu vísar til upprunajarðar. Engin hlunnindi fylgja landskiptum. Steintún land (landr. 199118) er ekki skráð lögbýli skv. lögbýlaskrá 2021. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt."
Byggðarráð samþykkir að auglýsa landið Steintún 2 til sölu að fenginni staðfestingu sveitarstjórnar á stofnun landspildunnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar,S teintún 2 - sala lands
Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1015 Lagt fram bréf dagsett 6. maí 2022 frá Ólöfu P. Úlfarsdóttur afkomanda Erlings Pálssonar yfirlögregluþjóns í Reykjavík og sundkappa. Erindið varðar leyfisósk afkomenda Erlings Pálssonar um að fá að setja upp minningarskjöld um sundkappann í Drangey, en Erling var sá fyrsti á eftir Gretti "sterka" Ásmundarsyni að synda úr Drangey að Reykjanesi á Reykjaströnd. Í ár eru liðin 95 ár síðan Erlingur vann afrek sitt.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga hjá bréfritara. Bókun fundar Afgreiðsla 1015. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1015 Í fjárhagsáætlun ársins 2022 er heimild til að selja fasteignina Túngötu 10 á Hofsósi, F2143720. Lagt fram kauptilboð frá Ölmu Björk Ragnarsdóttur og Guðmundi Skúla Halldórssyni.
Byggðarráð hafnar tilboðinu og samþykkir að gera bjóðanda gagntilboð. Sveitarstjóra er falið að svara erindinu. Bókun fundar Afgreiðsla 1015. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1015 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 9. maí 2022 frá Þórhalli Erni Ragnarssyni þar sem hann lýsir áhuga á að bjóða í fasteign í eigu sveitarfélagsins við Austurgötu 9 eða 11 á Hofsósi.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið en vill skoða stöðuna í samráði við félagsþjónustu sveitarfélagins. Bókun fundar Afgreiðsla 1015. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1015 Sveitarfélagið auglýsti beitarland til leigu í landi Ártúna sunnan Hofsóss. Á dagskrá er að úthluta spildu austan Siglufjarðarvegar milli Deildardalsvegar og Grafarár, 13,3ha. Umsóknir bárust annars vegar frá Rúnari Þór Númasyni og hins vegar frá Rúnari Páli D. Hreinssyni.
Byggðarráð samþykkir að fenginni umsögn umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að leigja landið Rúnari Páli D. Hreinssyni. Bókun fundar Afgreiðsla 1015. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1015 Lögð fram annars vegar umsagnarbeiðni úr máli 2022-012615 hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsett 10. maí 2022, þar sem Miðtónn ehf., Grænumýri, 561 Varmahlíð, sækir um leyfi til reksturs, Veitingaleyfi-G Samkomusalir flokkur III, í Menningarhúsinu Miðgarði, Varmahlíð. Hins vegar umsagnarbeiðni úr máli 2022-015639 hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsett 10. maí 2022, þar sem Miðtónn ehf., Grænumýri, 561 Varmahlíð, sækir um leyfi til reksturs, Gististaðir í flokki II-E, svefnpokagisting tímabundið á vorin, í Menningarhúsinu Miðgarði, Varmahlíð.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 1015. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1015 Lögð fram umsagnarbeiðni úr máli 2022-015574 hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsett 9. maí 2022, þar sem Þuríður Kristjana Þorbergsdóttir, Glaumbæ III, 561 Varmahlíð, sækir um leyfi til reksturs, Gististaðir í flokki II-C Minna gistiheimili, að Glaumbæ III, 561 Varmahlíð.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 1015. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1015 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 6. maí 2022 frá mennta- og barnamálaráðherra til sveitarfélaga, varðandi stuðning ráðuneytisins við sveitarfélög vegna móttöku barna á flótta frá Úkraínu. Bókun fundar Afgreiðsla 1015. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 1015 Lagt fram til kynningar þakkarbréf frá Hjalta Pálssyni heiðursborgara Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Þar segir m.a. "Nafnbótin heiðursborgari er nokkuð sem fáum hlýst og einungis þeim sem með framúrskarandi hætti hafa unnið samfélagi sínu. Ég fæddist og ólst upp í Skagafirði, hef bundist því héraði sterkum böndum og orðið svo lánsamur að fá þar vettvang fyrir lífsstarf mitt. Mér yljar í sinni að finna að það hefur verið metið og orðið samfélaginu til nytja, nú þegar í dag og um ókomna tíð." Bókun fundar Afgreiðsla 1015. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.