Fara í efni

Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2022-2025

Málsnúmer 2205012

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1015. fundur - 18.05.2022

Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2022-2025. Tilefni viðaukans eru reglugerðarbreytingar sem kveða á um að byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags, skuli færð inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags, þ.e. sveitarfélag skal færa hlutdeild þess í einstökum liðum rekstrar og efnahags, óháð stærð eignarhluta.
Viðaukinn hefur áhrif á rekstrarniðurstöðu samstæðunnar um 10.654 þús.kr. til gjalda. Áhrif á efnahag nema 704,7 mkr. til hækkunar.
Byggðarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 425. fundur - 25.05.2022

Vísað frá 1015. fundi byggðarráðs frá 18. maí til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2022-2025. Tilefni viðaukans eru reglugerðarbreytingar sem kveða á um að byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags, skuli færð inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags, þ.e. sveitarfélag skal færa hlutdeild þess í einstökum liðum rekstrar og efnahags, óháð stærð eignarhluta.
Viðaukinn hefur áhrif á rekstrarniðurstöðu samstæðunnar um 10.654 þús.kr. til gjalda. Áhrif á efnahag nema 704,7 mkr. til hækkunar.
Byggðarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.