Minningarskjöldur um Erling Pálsson
Málsnúmer 2205086
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 6. fundur - 13.07.2022
Áður tekið fyrir á 1015. fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Afkomendur Erlings Pálssonar sundkappa og yfirlögregluþjóns, sem fyrstur synti Grettissund á eftir Gretti Ásmundundarsyni, óska eftir heimild til að koma fyrir minningarskildi um Erling og afrek hans á steini við smábátahöfnina á Sauðárkróki. Afkomendur kosta framkvæmdina og stefna að því að afhjúpa skjöldinn 23. júlí og færa sveitarfélaginu að gjöf.
Byggðarráð þakkar fyrir höfðinglega gjöf og samþykkir staðsetningu skjaldarins.
Afkomendur Erlings Pálssonar sundkappa og yfirlögregluþjóns, sem fyrstur synti Grettissund á eftir Gretti Ásmundundarsyni, óska eftir heimild til að koma fyrir minningarskildi um Erling og afrek hans á steini við smábátahöfnina á Sauðárkróki. Afkomendur kosta framkvæmdina og stefna að því að afhjúpa skjöldinn 23. júlí og færa sveitarfélaginu að gjöf.
Byggðarráð þakkar fyrir höfðinglega gjöf og samþykkir staðsetningu skjaldarins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga hjá bréfritara.