Fara í efni

Minningarskjöldur um Erling Pálsson

Málsnúmer 2205086

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1015. fundur - 18.05.2022

Lagt fram bréf dagsett 6. maí 2022 frá Ólöfu P. Úlfarsdóttur afkomanda Erlings Pálssonar yfirlögregluþjóns í Reykjavík og sundkappa. Erindið varðar leyfisósk afkomenda Erlings Pálssonar um að fá að setja upp minningarskjöld um sundkappann í Drangey, en Erling var sá fyrsti á eftir Gretti "sterka" Ásmundarsyni að synda úr Drangey að Reykjanesi á Reykjaströnd. Í ár eru liðin 95 ár síðan Erlingur vann afrek sitt.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga hjá bréfritara.

Byggðarráð Skagafjarðar - 6. fundur - 13.07.2022

Áður tekið fyrir á 1015. fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Afkomendur Erlings Pálssonar sundkappa og yfirlögregluþjóns, sem fyrstur synti Grettissund á eftir Gretti Ásmundundarsyni, óska eftir heimild til að koma fyrir minningarskildi um Erling og afrek hans á steini við smábátahöfnina á Sauðárkróki. Afkomendur kosta framkvæmdina og stefna að því að afhjúpa skjöldinn 23. júlí og færa sveitarfélaginu að gjöf.
Byggðarráð þakkar fyrir höfðinglega gjöf og samþykkir staðsetningu skjaldarins.