Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

6. fundur 13. júlí 2022 kl. 14:00 - 15:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir varam.
    Aðalmaður: Álfhildur Leifsdóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Kristín Jónsdóttir. ritari
Fundargerð ritaði: Kristín Jónsdóttir skjalastjóri
Dagskrá
Á 2. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 27. júní 2022, var samþykkt að veita byggðarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar samkvæmt III. kafla 8. gr. samþykktar sveitarfélagsins.
Sumarleyfið hefst 28. júní 2022 og lýkur 16. ágúst 2022.

1.Skipan starfshóps um þjónustu við fólk af erlendum uppruna

Málsnúmer 2207070Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga frá Jóhönnu Ey Harðardóttur, fulltrúa Byggðalista:
Við óskum eftir því að Byggðarráð samþykki að skipa starfshóp um þjónustu við fólk af erlendum uppruna.
Hlutverk starfshópsins er að kanna hvernig sveitarfélagið getur veitt skilvirkari þjónustu við fólk af erlendum uppruna. Starfshópurinn skal kanna hvernig önnur sveitarfélög þjónusti fólk af erlendum uppruna með tilliti til réttinda, skyldna og þjónustu sem íbúar sveitarfélagsins eiga rétt á.
Hvernig náum við til fólks af erlendum uppruna?
Hvernig getum við mætt þessum hópi með þessa þjónustu?

Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að málinu og ræða við fagaðila á fjölskyldusviði sveitarfélagsins og koma með tillögur um skipan starfshóps.

2.Körfuknattleiksdeild Tindastóls- þakkir fyrir stuðning

Málsnúmer 2207035Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Körfuknattleiksdeild Tindastóls þar sem færðar eru innilegar þakkir fyrir stuðninginn á nýliðnu keppnistímabili.

3.Minningarskjöldur um Erling Pálsson

Málsnúmer 2205086Vakta málsnúmer

Áður tekið fyrir á 1015. fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Afkomendur Erlings Pálssonar sundkappa og yfirlögregluþjóns, sem fyrstur synti Grettissund á eftir Gretti Ásmundundarsyni, óska eftir heimild til að koma fyrir minningarskildi um Erling og afrek hans á steini við smábátahöfnina á Sauðárkróki. Afkomendur kosta framkvæmdina og stefna að því að afhjúpa skjöldinn 23. júlí og færa sveitarfélaginu að gjöf.
Byggðarráð þakkar fyrir höfðinglega gjöf og samþykkir staðsetningu skjaldarins.

4.Úthlutun byggðakvóta

Málsnúmer 2207069Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir tölvupóstur, dags. 6. júlí 2022, frá Þorgrími Ómari Unasyni, þar sem hann upplýsir um að umsókn hans um úthlutun byggðakvóta hafi verið hafnað af Fiskistofu vegna búsetu sinnar sem tilheyri byggðarlaginu Varmahlíð. Þá niðurstöðu kærði umsækjandi til Matvælaráðuneytis sem hefur nú staðfest höfnun Fiskistofu. Umsækjandi óskar eftir aðstoð Skagafjarðar sveitarfélags svo útgerð hans njóti jafnræðis á við aðrar útgerðir í Skagafirði.
Byggðarráð undrast höfnun Fiskistofu vegna skilgreiningar á póstnúmerasvæðum Skagafjarðar. Samþykkt að vísa málinu til atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.

5.Viðverustefna Skagafjarðar

Málsnúmer 2206328Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað mannauðsstjóra, dags. 5. júlí 2022, um viðverustefnu Skagafjarðar. Markmið hennar er að styðja við og hlúa að starfsmönnum vegna fjarveru frá vinnu vegna veikinda, slysa eða áfalla um lengri eða skemmri tíma, m.a. til að auka ánægju og skapa traust og heilsusamlegt vinnuumhverfi.

Hrefna Gerður Björnsdóttir mannauðsstjóri sveitarfélagsins mætti á fundinn og kynnti stefnuna.
Byggðarráð samþykkir framlagða viðverustefnu Skagafjarðar.

6.Faxatorg - Flæðar - Deiliskipulag

Málsnúmer 2206310Vakta málsnúmer

Vísað frá 2. fundi skipulagsnefndar 30. júní 2022 þannig bókað.
Lögð fram fyrirspurn Sigfúsar Inga Sigfússonar sveitarstjóra sem vísar til samþykktar í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar dags. 25. maí 2022 um fyrirhugaða byggingu menningarhús við Faxatorg á Sauðárkróki, sem í felst endurbætur og viðbygging á núverandi Safnahúsi Skagfirðinga. Óskað er eftir upplýsingum um hvort fyrirhuguð framkvæmd samræmist gildandi deiliskipulagi.
Þar sem fyrirhuguð framkvæmd samræmist ekki gildandi deiliskipulagi, leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við endurskoðun á gildandi deiliskipulagi fyrir Flæðar á Sauðárkróki.
Erindið borið upp til afgreiðslu og samþykkt með þremur atkvæðum.

7.Birkimelur í Varmahlíð - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2206220Vakta málsnúmer

Vísað frá 2. fundi skipulagsnefndar 30. júní 2022 þannig bókað.
Steinn Leó Sveinsson sækir um fyrir hönd framkvæmdasviðs sveitarfélagsins Skagafjarðar um framkvæmdaleyfi vegna fyrirliggjandi framkvæmda við lengingu götunnar Birkimels í Varmahlíð. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við verkið verði lokið 15. október 2022. Í verkinu felast jarðvegsskipti vegna lengingu götunnar á um 160 metrar kafla. Uppgrafinn jarðveg á að flytja á losunarstað og jafna þar í samráði við eftirlitsmann verkkaupa. Í verkinu felst einnig gerð fráveitulagna á sama götukafla, auk lagningu annarra stofnlagna með tengingu við núverandi lagnir.
Sótt er um leyfi á grundvelli útboðsgagna.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi.
Erindið borið upp til afgreiðslu og samþykkt með þremur atkvæðum.

8.Steinsstaðir - sumarbústaðarlóðir 1-8 - Skipulag

Málsnúmer 2206268Vakta málsnúmer

Vísað frá 2. fundi skipulagsnefndar 30. júní 2022 þannig bókað.
Lögð fram drög að lóðaryfirliti og skilmálum fyrir frístundalóðirnar nr. 1-8. á Steinsstöðum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa lausar til úthlutunar lóðirnar sem verða aðgengilegar í öðrum áfanga svæðisins, alls 4 lóðir (nr. 4, 6, 7 og 8).
Erindið borið upp til afgreiðslu og samþykkt með þremur atkvæðum.

9.Steinsstaðir - Íbúðarbyggð - Deiliskipulag

Málsnúmer 2206266Vakta málsnúmer

Vísað frá 2. fundi skipulagsnefndar 30. júní 2022 þannig bókað.
Farið yfir drög að skipulagslýsingu fyrir íbúabyggð á Steinsstöðum.
Skipulagssvæðið nær yfir 3,8 ha svæði sem afmarkast af landamerkjum Steinsstaða og Reykja að norðan, Steinsstaðarskóla og félagsheimilinu Árgarði að vestan, Merkigarðsvegi (7575) að austan og hnitsettum landamerkjum að sunnan. Innan skipulagssvæðisins er íbúðarbyggð sem samanstendur af einbýlishúsum auk grænna svæða.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að setja skipulagslýsingu fyrir íbúabyggð á Steinsstöðum í auglýsingu í samræmi við 40.gr skipulagslaga 123/2010.
Erindið borið upp til afgreiðslu og samþykkt með þremur atkvæðum.

10.Framboðsfrestur til formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2207047Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 5. júlí 2022, þar sem greint er frá breytingum sem gerðar voru á samþykktum sambandsins á síðasta kjörtímabili sem fela í sér að formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga verður nú kjörinn með beinni kosningu en ekki á landsþingi eins og tíðkast hefur.
Framboðsfrestur til formannskjörs er til og með 15. júlí og kjörgengir eru aðal- og varamenn í sveitarstjórn.

11.Beiðni um upplýsingar vegna stefnumótunar í þremur málaflokkum

Málsnúmer 2206233Vakta málsnúmer

Kynntur tölvupóstur frá Innviðaráðuneyti, dags. 7. júlí 2022, þar sem tilkynnt er um aukinn frest til að veita innlegg frá sveitarstjórnum inn í stefnumótandi áætlanir ríkisins á sviði sveitarfélaga og skipulags- og húsnæðismála. Fresturinn er til mánudagsins 15. ágúst nk.

12.Fundagerðir NNV 2022

Málsnúmer 2202093Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Náttúrustofu Norðurlands vestra frá 10. júní 2022 og undirritaður ársreikningur stofunnar fyrir árið 2021.

Fundi slitið - kl. 15:00.