Fara í efni

Skóladagatöl leikskóla 2022-2023

Málsnúmer 2205111

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 1. fundur - 23.06.2022

Skóladagatöl fyrir leikskóla Skagafjarðar lögð fram

Ársalir: Leikskóladagatalið tekur örlitlum breytingum vegna endurmenntunar- og skipulagsdaga. Fyrirhuguð er námsferð starfsmanna í febrúar og hafa þeir dagar verið samræmdir við vetrarfrí Árskóla til hagræðis fyrir fjölskyldufólk. Fundir starfsmanna verða með hefðbundnum hætti, 4 á starfstíma skólans og 4 að vinnutíma loknum. Sumarleyfi verður frá kl. 14:00 þann 7. júlí til kl. 10:00 þann 8. ágúst, fjórar vikur eins og verið hefur.
Fyrir nefnd og starfsmönnum liggur að skoða starfsumhverfi leikskólans og leita leiða til að koma til móts við mismunandi sjónarmið er varða lokanir vegna sumarleyfa starfsmanna, undirbúnings og skipulags.
Skóladagatal þetta er lagt fram til samþykktar eins og það lítur út nú en nefndin áskilur sér rétt til að taka dagatalið upp til endurskoðunar með tilliti til þeirrar vinnu sem framundan er við að finna betra fyrirkomulag á rekstri og opnunartíma skólans.
Birkilundur: Leikskóladagatalið er að mestu óbreytt frá fyrra ári hvað endurmenntunar- og skipulagsdaga varðar sem og fundi starfsmanna. Sumarleyfi verður frá 10. júlí til 14. ágúst 2023, fimm vikur eins og verið hefur.
Tröllaborg: Leikskóladagatalið er að mestu óbreytt frá fyrra ári hvað endurmenntunar- og skipulagsdaga varðar sem og fundi starfsmanna. Sumarleyfi verður frá 3. júlí til 7. ágúst 2023, fimm vikur eins og verið hefur.
Samræmdir hafa verið endurmenntunar- og skipulagsdagar eins og kostur er.
Dagatöl þessi hafa verið lögð fyrir foreldraráð leikskólanna og tekið hefur verið tillit til ábendinga þeirra.
Nefndin samþykkir skóladagatölin eins og þau eru lögð fram.