Fara í efni

Viðvík 146424 - Umsókn um landskipti og byggingarreit

Málsnúmer 2205196

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 1. fundur - 20.06.2022

Kári Ottósson þinglýstur eigandi jarðarinnar Viðvík (landnr. 146424) óskar eftir heimild til að stofna 17.085 m² spildu úr landi jarðarinnar, sem „Stjörnumýri“, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu. Númer uppdráttar er S02 í verki nr. 72091001, dags útg. 17. maí 2022. Þá er óskað eftir því að útskipt spilda verði tekin úr landbúnaðarnotkun og skráð notkun verði lóð. Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu og breytt landnotkun hefur ekki áhrif á búrekstrarskilyrði. Landskiptin eru í samræmi við gildandi aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035. Landheiti útskiptrar spildu er ekki að finna á öðru landi í Skagafirði. Engin hlunnindi fylgja landskiptum þessum. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Viðvík, landnr. 146424.
Jafnframt er óskað eftir heimild til að stofna 450 m2 byggingarreit fyrir íbúðarhús og 250 m2 byggingarreit fyrir vélageymslu innan spildunnar, líkt og sýnt er á sama uppdrætti. Byggingarreitirnir eru innan útskiptrar spildu og munu tilheyra henni að landskiptum loknum.

Skipulagsnefnd samþykkir umbeðin landskipti en hafnar umbeðnum byggingarreitum á grundvelli laga nr.123/2010 og óskar eftir að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið.


Skipulagsnefnd - 3. fundur - 20.07.2022

Mál áður á fundi skipulagsnefndar þann 20.06.2022.
Kári Ottósson þinglýstur eigandi jarðarinnar Viðvík (landnr. 146424) og nýstofnaðrar spildu Stjörnumýri, óskar hér með eftir heimild til að stofna 1800 fermetra byggingareit á landi lóðarinnar Stjörnumýri samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti nr S03 í verki nr 72091001, útg. 12.júlí 2022. Afstöðuuppdráttur vegna byggingareits er unnin af Stoð verkfræðistofu.
Um er að ræða byggingareit fyrir íbúðarhús.
Einnig er óskað eftir leyfi fyrir vegi að lóðinni með tengingu við Hólaveg 767 á hæsta hluta Hólakotshæðar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum af Stoð ehf. Verkfræðistofu. Númer uppdráttar er S03 í verki nr. 72091001, dags. útg. 12.júlí 2022.
Vegagerðin hefur samþykkt staðsetningu umbeðinnar vegtengingarinnar.
Jákvæð umsögn minjavarðar liggur fyrir.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.