Skipulagsnefnd
Dagskrá
Arnar Freyr Ólafsson ráðgjafi í skipulagsmálum sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
1.Umsagnarbeiðni um matsáætlun Sauðárkrókshafnar
Málsnúmer 2207034Vakta málsnúmer
Þann 13. júní 2022 móttók Skipulagsstofnun matsáætlun frá Sveitarfélaginu Skagafirði og Skagafjarðarhöfnum, vegna umhverfismats Sauðárkrókshafnar.
Skipulagsstofnun kynnir framkvæmdina og matsáætlunina með auglýsingu frá 7. júlí til og með 5. ágúst 2022. Matsáætlun liggur frammi hjá Skipulagsstofnun og hjá skipulagsfulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar og er jafnframt aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar á www.skipulag.is.
Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögnum lögboðinni umsagnaraðila.
Frestur almennings og umsagnaraðila til að skila umsögnum er til 5. ágúst 2022. Sveitarfélagið Skagafjörður mun fá sendar umsagnir með tölvupósti jafnóðum og þær berast og hefur þá 3 virka daga eftir að síðasta umsögn berst til að koma á framfæri svörum eða frekari upplýsingum. Taki framkvæmdaraðili sér lengri frest, lengist þá frestur Skipulagsstofnunar til að ljúka áliti sem því nemur. Gert er ráð fyrir að álit Skipulagsstofnunar um matsáætlun liggi fyrir 26. ágúst 2022.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við matsáætlunina og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða matsáætlun.
Skipulagsstofnun kynnir framkvæmdina og matsáætlunina með auglýsingu frá 7. júlí til og með 5. ágúst 2022. Matsáætlun liggur frammi hjá Skipulagsstofnun og hjá skipulagsfulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar og er jafnframt aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar á www.skipulag.is.
Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögnum lögboðinni umsagnaraðila.
Frestur almennings og umsagnaraðila til að skila umsögnum er til 5. ágúst 2022. Sveitarfélagið Skagafjörður mun fá sendar umsagnir með tölvupósti jafnóðum og þær berast og hefur þá 3 virka daga eftir að síðasta umsögn berst til að koma á framfæri svörum eða frekari upplýsingum. Taki framkvæmdaraðili sér lengri frest, lengist þá frestur Skipulagsstofnunar til að ljúka áliti sem því nemur. Gert er ráð fyrir að álit Skipulagsstofnunar um matsáætlun liggi fyrir 26. ágúst 2022.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við matsáætlunina og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða matsáætlun.
2.Freyjugata 25 - Deiliskipulag - Fyrirspurn varðandi skipulag
Málsnúmer 2111041Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 18. nóvember 2021, þá bókað:
"Freyjugata 25 - Fyrirspurn varðandi skipulag. Fyrir liggur erindi frá Sýl ehf. varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Freyjugötu 25. Áformað er að fjölga íbúðum úr 2 í 3 en húsið verður áfram undir nýtingarhlutfalli skv. núgildandi skipulagslýsingu. Byggingin mun þá fara út fyrir núverandi byggingarreit en þó að takmörkuðu leiti. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við Sveitarstjórn að fyrirspurnin verði grenndarkynnt í samræmi við 44.gr skipulagslaga.".
Erindið hefur verið grenndarkynnt dagana 10.06.-05.07.2022 í samræmi við ofangreinda bókun, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til sveitarstjórn að samþykkja umbeðna breytingar á skipulagi þar sem kynning hefur farið fram skv. 44. gr skipulagslaganna.
"Freyjugata 25 - Fyrirspurn varðandi skipulag. Fyrir liggur erindi frá Sýl ehf. varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Freyjugötu 25. Áformað er að fjölga íbúðum úr 2 í 3 en húsið verður áfram undir nýtingarhlutfalli skv. núgildandi skipulagslýsingu. Byggingin mun þá fara út fyrir núverandi byggingarreit en þó að takmörkuðu leiti. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við Sveitarstjórn að fyrirspurnin verði grenndarkynnt í samræmi við 44.gr skipulagslaga.".
Erindið hefur verið grenndarkynnt dagana 10.06.-05.07.2022 í samræmi við ofangreinda bókun, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til sveitarstjórn að samþykkja umbeðna breytingar á skipulagi þar sem kynning hefur farið fram skv. 44. gr skipulagslaganna.
3.Faxatorg - Flæðar - Deiliskipulag
Málsnúmer 2206310Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga að afmörkun skipulagssvæðis fyrir endurskoðun á gildandi deiliskipulagi. Ákveðið að stækka skipulagssvæðið til suðurs frá fyrri afmörkun.
Skipulagsfulltrúa falið að leita tilboða í deiliskipulagsvinnuna.
Skipulagsfulltrúa falið að leita tilboða í deiliskipulagsvinnuna.
4.Stóra Brekka í Fljótum - Deiliskipulag
Málsnúmer 2207091Vakta málsnúmer
Kollgáta hönd landeiganda (Fljótabakki ehf.) óskar eftir leyfi til að fá að deiliskipuleggja jörðina að Stóru Brekku. Tilgangur deiliskipulags er skipuleggja annars vegar svæði fyrir geymslu og verkstæði austan við Sléttuveg og hins vegar svæði fyrir íbúðir starfsmanna sunnan við bæjarstæði Stóru Brekku.
1. Skipulagssvæði fyrir geymslu og verkstæði er austan við Sléttuveg. Húsnæði fyrir geymslu og verkstæði er ætlað fyrir tækjakost.
2. Svæði fyrir íbúðir starfsmanna, þar er gert ráð fyrir að reysa þrjú stakstæð hús á einni hæð.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilað að hefja umbeðna deiliskipulagsvinnu.
1. Skipulagssvæði fyrir geymslu og verkstæði er austan við Sléttuveg. Húsnæði fyrir geymslu og verkstæði er ætlað fyrir tækjakost.
2. Svæði fyrir íbúðir starfsmanna, þar er gert ráð fyrir að reysa þrjú stakstæð hús á einni hæð.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilað að hefja umbeðna deiliskipulagsvinnu.
5.Deplar - Deiliskipulagsbreyting
Málsnúmer 2111105Vakta málsnúmer
Farið yfir innsendar athugasemdir sem bárust við auglýsta deiliskipulagsbreytingu fyrir Depla.
Framkomnar athugasemdir gáfu ekki tilefni til breytinga.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tillöguna að breyttu deiliskipulagi - Depla, og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar/samþykktar.
Framkomnar athugasemdir gáfu ekki tilefni til breytinga.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tillöguna að breyttu deiliskipulagi - Depla, og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar/samþykktar.
6.Skarð 145958 - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 2207005Vakta málsnúmer
Hjá embætti skipulagsfulltrúa Skagafjarðar liggur fyrir erindi Sigríðar Önnu Ellerup lögfræðings hjá Direkta lögfræðiþjónustu og ráðgjöf varðandi stofnun landspildu úr landi Skarðs L145958. Framlagður uppdráttur „Reykjastrandavegur 748 Skarð (L145958) - Vegsvæði", dagsettur 9. apríl 2021 gerður af Vegagerðinni og Stoð ehf Verkfræðistofu gerir grein fyrir erindinu. Teikning nr. W-01.
Einnig fylgir erindinu eyðublað Þjóðskrár, F-550 umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá undirritað af landeigendum Torfa Ólafssyni, Tinna Pétursson og samkvæmt umboði fyrir hönd Hebu Pétursson.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
Einnig fylgir erindinu eyðublað Þjóðskrár, F-550 umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá undirritað af landeigendum Torfa Ólafssyni, Tinna Pétursson og samkvæmt umboði fyrir hönd Hebu Pétursson.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
7.Birkimelur 20 - Lóðarmál
Málsnúmer 2207039Vakta málsnúmer
Vilhjálmur Agnarsson og Sirrý Sif Sigurlaugardóttir, lóðahafar Birkimels 20 óska eftir stækkun lóðar til norðurs.
Sótt er um stækkun til norðurs í samræmi við færslu lóðamarka á Birkimel 22. Það er að segja að ætlaðri götu eða gangstétt.
Með þessari færslu mætti milda út barð sem nú er á norður lóðarmörkum Birkimels 20. Er þetta barð nokkuð hátt og líklegt til þess að valda snjósöfnun og öðrum ama við húsið.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu og vísar til gerðar deiliskipulags samanber bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 23.06.2021, málsnúmer: 2103351.
Sótt er um stækkun til norðurs í samræmi við færslu lóðamarka á Birkimel 22. Það er að segja að ætlaðri götu eða gangstétt.
Með þessari færslu mætti milda út barð sem nú er á norður lóðarmörkum Birkimels 20. Er þetta barð nokkuð hátt og líklegt til þess að valda snjósöfnun og öðrum ama við húsið.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu og vísar til gerðar deiliskipulags samanber bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 23.06.2021, málsnúmer: 2103351.
8.Flugumýrarhvammur - Umsókn um byggingarreit
Málsnúmer 2207065Vakta málsnúmer
Rögnvaldur Ólafsson sækir um leyfi fyrir byggingarreit til þess að setja niður geymslubragga í landi Flugumýrarhvamms, landnr. 146280, líkt og sýnt er á meðfylgjandi uppdráttum gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu. Númer uppdrátta eru S-101 og A-101 í verki nr. 70410202, dags. 12. maí 2022.
Jákvæð umsögn minjavarðar liggur fyrir.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
Jákvæð umsögn minjavarðar liggur fyrir.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
9.Marbæli 146058 - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 2207067Vakta málsnúmer
Ingi Björn Árnason f.h. Marbælis ehf., þinglýsts eiganda jarðarinnar Marbælis, landnúmer 146058, á Langholti, Skagafirði, sækir um heimild til að stofna 215,3 m² spildu úr landi jarðarinnar, sem „Marbæli dælustöð“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 10171010 útg. 1. júlí 2022. Afstöðuppdráttur unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Útskipt spilda er fyrir dælustöð Skagafjarðarveitna.
Óskað er eftir því að útskipt spilda verði leyst úr landbúnaðarnotkun og skráð notkun verði Iðnaðar- og athafnalóð (20). Breyting á landnotkun mun ekki hafa áhrif á búrekstrarskilyrði og útskipt spilda skerðir ekki möguleika á ræktuðu landi á ræktunarlandi í I. og II. flokki skv. aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035.
Landheiti útskiptrar spildu vísar til upprunajarðar og lóðarnotkunar.
Engin fasteign er á umræddri spildu.
Engin hlunnind fylgja landskiptum.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Marbæli, landnr. 146058.
Jafnframt er óskað eftir heimild til að stofna 26,68 m² byggingarreit innan útskiptrar spildu. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur nr. S01 útg. 1. júlí 2022 gerir grein fyrir staðsetningu reitsins. Um er að ræða byggingarreit fyrir dælustöð hitaveitu.
Skipulagsnefnd samþykkir umbeðin landskipti, en felur skipulagsfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarreit að fenginni umsögn minjavarðar.
Óskað er eftir því að útskipt spilda verði leyst úr landbúnaðarnotkun og skráð notkun verði Iðnaðar- og athafnalóð (20). Breyting á landnotkun mun ekki hafa áhrif á búrekstrarskilyrði og útskipt spilda skerðir ekki möguleika á ræktuðu landi á ræktunarlandi í I. og II. flokki skv. aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035.
Landheiti útskiptrar spildu vísar til upprunajarðar og lóðarnotkunar.
Engin fasteign er á umræddri spildu.
Engin hlunnind fylgja landskiptum.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Marbæli, landnr. 146058.
Jafnframt er óskað eftir heimild til að stofna 26,68 m² byggingarreit innan útskiptrar spildu. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur nr. S01 útg. 1. júlí 2022 gerir grein fyrir staðsetningu reitsins. Um er að ræða byggingarreit fyrir dælustöð hitaveitu.
Skipulagsnefnd samþykkir umbeðin landskipti, en felur skipulagsfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarreit að fenginni umsögn minjavarðar.
10.Fellstún 14 - Lóðarmál, innkeyrsla á lóð
Málsnúmer 2207078Vakta málsnúmer
Halldór I. Hjálmarsson sækir um stækkun á innkeyrslu á lóð Fellstúns 14. Um er að ræða ca. 4-5 metra stækkun til suðurs. Meðfylgjandi myndir teknar heim að innkeyrslu og plani og aðaluppdráttur, blað A-104 gera grein fyrir erindinu. Veitu- og framkvæmdasvið Skagafjarðar gerir ekki athugasemdir við umbeðna stækkun.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
11.Viðvík 146424 - Umsókn um landskipti og byggingarreit
Málsnúmer 2205196Vakta málsnúmer
Mál áður á fundi skipulagsnefndar þann 20.06.2022.
Kári Ottósson þinglýstur eigandi jarðarinnar Viðvík (landnr. 146424) og nýstofnaðrar spildu Stjörnumýri, óskar hér með eftir heimild til að stofna 1800 fermetra byggingareit á landi lóðarinnar Stjörnumýri samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti nr S03 í verki nr 72091001, útg. 12.júlí 2022. Afstöðuuppdráttur vegna byggingareits er unnin af Stoð verkfræðistofu.
Um er að ræða byggingareit fyrir íbúðarhús.
Einnig er óskað eftir leyfi fyrir vegi að lóðinni með tengingu við Hólaveg 767 á hæsta hluta Hólakotshæðar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum af Stoð ehf. Verkfræðistofu. Númer uppdráttar er S03 í verki nr. 72091001, dags. útg. 12.júlí 2022.
Vegagerðin hefur samþykkt staðsetningu umbeðinnar vegtengingarinnar.
Jákvæð umsögn minjavarðar liggur fyrir.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
Kári Ottósson þinglýstur eigandi jarðarinnar Viðvík (landnr. 146424) og nýstofnaðrar spildu Stjörnumýri, óskar hér með eftir heimild til að stofna 1800 fermetra byggingareit á landi lóðarinnar Stjörnumýri samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti nr S03 í verki nr 72091001, útg. 12.júlí 2022. Afstöðuuppdráttur vegna byggingareits er unnin af Stoð verkfræðistofu.
Um er að ræða byggingareit fyrir íbúðarhús.
Einnig er óskað eftir leyfi fyrir vegi að lóðinni með tengingu við Hólaveg 767 á hæsta hluta Hólakotshæðar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum af Stoð ehf. Verkfræðistofu. Númer uppdráttar er S03 í verki nr. 72091001, dags. útg. 12.júlí 2022.
Vegagerðin hefur samþykkt staðsetningu umbeðinnar vegtengingarinnar.
Jákvæð umsögn minjavarðar liggur fyrir.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
12.Reiðleiðir - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 2206226Vakta málsnúmer
Mál áður á fundi skipulagsnefndar þann 30.06.2022, þá m.a. eftirfarandi bókað:
“Jónína Stefánsdóttir sækir fyrir hönd Hestamannafélagsins Skagfirðings um framkvæmdaleyfi fyrir gerð reiðleiðar um Sauðárkrók. Umbeðin framkvæmd samræmist gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu og kallar eftir frekari gögnum.
Fyrirliggja gögn "Skógarhlíð, Sauðárkróki - reiðleið" unnin á Stoð ehf. af Birni Magnúsi Árnasyni, verknr. 72770001, dags. 19.07.2022.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi. Nefndin fer fram á að sett verði upp fræðsluskilti á þeim stöðum þar sem samnýting mismunandi hagsmunaaðila er á fyrirhugaðri reiðleið.
“Jónína Stefánsdóttir sækir fyrir hönd Hestamannafélagsins Skagfirðings um framkvæmdaleyfi fyrir gerð reiðleiðar um Sauðárkrók. Umbeðin framkvæmd samræmist gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu og kallar eftir frekari gögnum.
Fyrirliggja gögn "Skógarhlíð, Sauðárkróki - reiðleið" unnin á Stoð ehf. af Birni Magnúsi Árnasyni, verknr. 72770001, dags. 19.07.2022.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi. Nefndin fer fram á að sett verði upp fræðsluskilti á þeim stöðum þar sem samnýting mismunandi hagsmunaaðila er á fyrirhugaðri reiðleið.
13.Hólavegur 6 - Lóðarmál, innkeyrsla á lóð
Málsnúmer 2207093Vakta málsnúmer
Guðrún Brynja Guðsteinsdóttir og Gylfi Ingimarsson lóðarhafar lóðarinnar númer 6 við Hólaveg, L 143471 óska eftir heimild til að gera innkeyrslu á lóðina sunnanverða frá Hólavegi, við lóðarmörk lóðarinnar nr. 8 við Hólaveg.
Ástæða umsóknar er m.a. til þess að færa ökutæki af götu vegna þrengsla þar sem ökutækjum er oft lagt beggja vegna götu og eins til þess að auðvelda þjónustuaðilum hreinsum gatnakerfis. Meðfylgjandi ljósmyndir sýna svæðið eins og það er í dag.
Veitu- og framkvæmdasvið Skagafjarðar gerir ekki athugasemdir við umbeðna framkvæmd.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
Ástæða umsóknar er m.a. til þess að færa ökutæki af götu vegna þrengsla þar sem ökutækjum er oft lagt beggja vegna götu og eins til þess að auðvelda þjónustuaðilum hreinsum gatnakerfis. Meðfylgjandi ljósmyndir sýna svæðið eins og það er í dag.
Veitu- og framkvæmdasvið Skagafjarðar gerir ekki athugasemdir við umbeðna framkvæmd.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
14.Míla ehf. - Framkvæmdaleyfisumsókn - Ljósleiðaravæðing á Sauðárkróki
Málsnúmer 2207094Vakta málsnúmer
Míla ehf. óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara í neðangreind 83 staðföng á Sauðárkróki:
Aðalgötu 1, 5, 7, 9, 11, 11b, 15, 17, 19, 25a, 25 og 27
Brekkugötu 1, 3 og 5
Hlíðarstíg 2 og 4
Kambastíg 1, 2, 4, 6 og 8
Kaupvangstorgi 1
Lindargötu 5, 5b, 7, 9, 11, 13, 15 og 17
Skagfirðingabraut 1, 3, 4, 5, 6, 7, 9, 9a, 11, 13, 15, 23, 25, 29, 31, 33, 37, 39, 41, 43, 45, 47 og 49
Skógargötu 1, 2, 3, 3B, 5, 5b, 6, 6b, 7, 8, 9, 10, 10b, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 17b, 18 og 20
Skólastíg 1
Víðimýri 1, 4, 6, 8, 10.
Áætlaður verktími eru 20-25 dagar og stefnt er að hefja framkvæmdir í byrjun ágúst eða um leið og leyfisveiting er fyrir hendi.
Ekki er þörf á að grafa langa skurði í bæjarlandi, en opna þarf holur til að tengja saman heimtaugarör við stofnrör í gangstéttum svo hægt verði að draga blástursrör frá tengibrunni í hús.
Míla á fyrirliggjandi röraforða á flestum stöðum skv. lagnagrunni Mílu.
Einnig er óskað eftir að fá mögulegt aðgengi fyrir geymslu vinnutækja og lagnaefnis á framkvæmdatíma.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að finna heppilegt geymslusvæði fyrir framkvæmdaraðila á framkvæmdartíma.
Aðalgötu 1, 5, 7, 9, 11, 11b, 15, 17, 19, 25a, 25 og 27
Brekkugötu 1, 3 og 5
Hlíðarstíg 2 og 4
Kambastíg 1, 2, 4, 6 og 8
Kaupvangstorgi 1
Lindargötu 5, 5b, 7, 9, 11, 13, 15 og 17
Skagfirðingabraut 1, 3, 4, 5, 6, 7, 9, 9a, 11, 13, 15, 23, 25, 29, 31, 33, 37, 39, 41, 43, 45, 47 og 49
Skógargötu 1, 2, 3, 3B, 5, 5b, 6, 6b, 7, 8, 9, 10, 10b, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 17b, 18 og 20
Skólastíg 1
Víðimýri 1, 4, 6, 8, 10.
Áætlaður verktími eru 20-25 dagar og stefnt er að hefja framkvæmdir í byrjun ágúst eða um leið og leyfisveiting er fyrir hendi.
Ekki er þörf á að grafa langa skurði í bæjarlandi, en opna þarf holur til að tengja saman heimtaugarör við stofnrör í gangstéttum svo hægt verði að draga blástursrör frá tengibrunni í hús.
Míla á fyrirliggjandi röraforða á flestum stöðum skv. lagnagrunni Mílu.
Einnig er óskað eftir að fá mögulegt aðgengi fyrir geymslu vinnutækja og lagnaefnis á framkvæmdatíma.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að finna heppilegt geymslusvæði fyrir framkvæmdaraðila á framkvæmdartíma.
15.Skipulagsdeild Vegagerðarinnar
Málsnúmer 2207086Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá Vegagerðinni sem minnir á mikilvægi samráðs milli sveitarfélaga og ríkis þegar kemur að skipulagi samgangna.
Vegagerðin stóð fyrir gerð leiðbeininga sem heita Vegir og skipulag og er að finna á heimasíðu Vegagerðarinnar.
Vegagerðin stóð fyrir gerð leiðbeininga sem heita Vegir og skipulag og er að finna á heimasíðu Vegagerðarinnar.
16.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 1
Málsnúmer 2205024FVakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 1 þann 2.06.2022.
17.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 2
Málsnúmer 2206017FVakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 2 þann 24.06.2022.
18.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 03
Málsnúmer 2207003FVakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 3 þann 12.07.2022.
Fundi slitið - kl. 12:00.