Frisbígolfvöllur á Hofsósi
Málsnúmer 2205209
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 2. fundur - 22.06.2022
Erindið áður tekið fyrir á 1. fundi byggðarráðs þann 16. júní 2022. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. maí 2022 frá Íbúasamtökunum Byggjum upp Hofsós og nágrenni. Samtökin hafa unnið að undirbúningi frisbígolfvallar á Hofsósi og óska þau leyfis til að fá að staðsetja hann samkvæmt loftmynd af svæðinu, sem fylgir erindinu.
Byggðarráð samþykkir að veita leyfi fyrir staðsetningu frisbígolfvallar eins og fyrirliggjandi teikning sýnir, með þeim fyrirvara að tillit verði tekið til athugasemda rekstraraðila tjaldsvæðisins á Hofsósi.
Byggðarráð samþykkir að veita leyfi fyrir staðsetningu frisbígolfvallar eins og fyrirliggjandi teikning sýnir, með þeim fyrirvara að tillit verði tekið til athugasemda rekstraraðila tjaldsvæðisins á Hofsósi.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að óska eftir áliti Vegagerðar og leigutaka tjaldsvæðisins á Hofsósi.