Fara í efni

Félagsmála- og tómstundanefnd - 1

Málsnúmer 2206011F

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 5. fundur - 06.07.2022

Fundargerð 1. fundar félagsmála- og tómstundanendar frá 30. júní 2022 lögð fram til afgreiðslu á 5. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 1 Sveitarstjóri bar upp eftirfarandi tillögu um kjör formanns, varaformanns og ritara félagsmála- og tómstundanefndar:
    Eyrún Sævarsdóttir fulltrúi B-lista verði formaður, Sigurður Hauksson fulltrúi D-lista verði varaformaður og Anna Lilja Guðmundsdóttir fulltrúi L-lista verði ritari. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir fulltrúi Vg-lista situr fundi nefndarinnar se áheyrnarfulltrúi með málfrelsi og tillögurétt. Nefndin samþykkir tillöguna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 1 Lagt fram til kynningar minnisblað frá félagsmálastjóra þar sem kynnt er reynsluverkefni í samþættingu þjónustu á sviði öldrunarþjónustu, þ.e. dagdvalar og heimaþjónustu. Reynsluverkefninu lýkur í lok ágúst. Í ljósi þess hve vel þykir hafa tekist til með árangur settra markmiða þykir ljóst að fyrirkomulagið verði fest í sessi frá og með 1. september n.k. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 1 Lagt fram bréf frá mennta- og barnamálaráðuneyti þar sem kynnt er ákvörðun ráðuneytisins um tímabundinn fjárhagslegan stuðning til sveitarfélaga þar sem börn á flótta frá Úkraínu og fjölskyldur þeirra verða með búsetu til að styðja við móttöku, undirbúning á skólastarfi og virka þátttöku barnanna. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 1 Lagt fram erindi frá Ungmennaráði UMFÍ um árlega ungmennaráðstefnu sem haldin verður þann 11. september 2022 í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Yfirskrift ráðstefnunnar er Ungt fólk og lýðræði - Gleym mér ei! Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að bjóða tveimur fulltrúum að sækja ráðstefnuna. Nefndin samþykkir tillöguna. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júlí 2022 með þremur atkvæðum.