Félagsmála- og tómstundanefnd
Dagskrá
1.Kjör formanns, varaformanns og ritara í félagsmála- og tómstundanefnd
Málsnúmer 2206213Vakta málsnúmer
Sveitarstjóri vék af fundi af þessum dagskrárlið loknum.
2.Reynsluverkefni dagdvalar og heimaþjónustu
Málsnúmer 2206112Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar minnisblað frá félagsmálastjóra þar sem kynnt er reynsluverkefni í samþættingu þjónustu á sviði öldrunarþjónustu, þ.e. dagdvalar og heimaþjónustu. Reynsluverkefninu lýkur í lok ágúst. Í ljósi þess hve vel þykir hafa tekist til með árangur settra markmiða þykir ljóst að fyrirkomulagið verði fest í sessi frá og með 1. september n.k.
3.Stuðningur við sveitarfélög vegna móttöku barna á flótta frá Úkraníu
Málsnúmer 2205075Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá mennta- og barnamálaráðuneyti þar sem kynnt er ákvörðun ráðuneytisins um tímabundinn fjárhagslegan stuðning til sveitarfélaga þar sem börn á flótta frá Úkraínu og fjölskyldur þeirra verða með búsetu til að styðja við móttöku, undirbúning á skólastarfi og virka þátttöku barnanna.
4.Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 2022
Málsnúmer 2206194Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Ungmennaráði UMFÍ um árlega ungmennaráðstefnu sem haldin verður þann 11. september 2022 í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Yfirskrift ráðstefnunnar er Ungt fólk og lýðræði - Gleym mér ei! Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að bjóða tveimur fulltrúum að sækja ráðstefnuna. Nefndin samþykkir tillöguna.
Fundi slitið - kl. 15:30.
Eyrún Sævarsdóttir fulltrúi B-lista verði formaður, Sigurður Hauksson fulltrúi D-lista verði varaformaður og Anna Lilja Guðmundsdóttir fulltrúi L-lista verði ritari. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir fulltrúi Vg-lista situr fundi nefndarinnar se áheyrnarfulltrúi með málfrelsi og tillögurétt. Nefndin samþykkir tillöguna.