Erindi hefur borist frá hópi áhugamanna sem nefnir sig "Skemmtilegri Skagafjörður". Markmið hópsins er að vinna að því að gera umhverfið okkar skemmtilegra með því að skreyta umhverfið og gera það meira eftirminnilegt fyrir gesti og ferðamenn. Lögð er fram tillaga hópsins að því að skreyta Kirkjutorgið á Sauðárkróki með myndlist þar sem suðurhlið húsanna Kirkjutorgs 1 og 3 verða myndskreytt auk þess sem að gangstéttin kringum torgið fái upplyftingu.
Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar þessu frumkvæði hópsins Skemmtilegri Skagafjörður og samþykkir erindið fyrir sitt leyti en fer fram á að hópurinn fái skriflegt samþykki næstu nágranna sem eru í beinni sjónlínu við húsin.
Magnús Barðdal, Auður Ingólfsdóttir og Sigfús Ólafur Guðmundsson sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar þessu frumkvæði hópsins Skemmtilegri Skagafjörður og samþykkir erindið fyrir sitt leyti en fer fram á að hópurinn fái skriflegt samþykki næstu nágranna sem eru í beinni sjónlínu við húsin.
Magnús Barðdal, Auður Ingólfsdóttir og Sigfús Ólafur Guðmundsson sátu fundinn undir þessum lið.