Lagður fram til kynningar tölvupóstur til sveitarstjórnarfulltrúa, dagsettur 16. júní 2022 frá innviðaráðuneytinu. Þar kemur m.a. fram að ráðuneytið hlakkar til að leggjast á árarnar með fulltrúum nýrra sveitarstjórna við áframhaldandi uppbyggingu sveitarfélaga um land allt. Alþingi steig mikilvægt skref í þessa átt með samþykkt þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 á lokadegi þingsins í gær. Áætlunin hefur að geyma hvorki meira né minna en 44 aðgerðir til að stuðla að blómlegri byggð á landinu. Innviðaráðuneytið ýtti nýlega úr vör vinnu við endurskoðun stefnumótandi áætlunar í málefnum sveitarfélaga 2019-2033 og Landsskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt því að móta nýja húsnæðisstefnu. Ríkur þáttur í þeirri vinnu felst í því að leita álits kjörinna fulltrúa í þessum þremur málaflokkum. Með hliðsjón af því verður óskað eftir upplýsingum frá sveitarstjórnum um stöðu helstu verkefna, áskoranir, valkosti og tækifæri í málaflokkunum með rafrænum hætti á næstu dögum. Óskað verður eftir að framlag sveitarfélaganna berist ráðuneytinu í byrjun júlí. Því verður svo fylgt eftir í hringferð ráðuneytisins um landið síðar á árinu.
Innviðaráðuneytið ýtti nýlega úr vör vinnu við endurskoðun stefnumótandi áætlunar í málefnum sveitarfélaga 2019-2033 og Landsskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt því að móta nýja húsnæðisstefnu. Ríkur þáttur í þeirri vinnu felst í því að leita álits kjörinna fulltrúa í þessum þremur málaflokkum.
Með hliðsjón af því verður óskað eftir upplýsingum frá sveitarstjórnum um stöðu helstu verkefna, áskoranir, valkosti og tækifæri í málaflokkunum með rafrænum hætti á næstu dögum. Óskað verður eftir að framlag sveitarfélaganna berist ráðuneytinu í byrjun júlí. Því verður svo fylgt eftir í hringferð ráðuneytisins um landið síðar á árinu.