Fara í efni

Nestún norðurhluti - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2206219

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 1. fundur - 20.06.2022

Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sækir fyrir hönd framkvæmdasviðs sveitarfélagsins Skagafjarðar um framkvæmdaleyfi vegna fyrirliggjandi framkvæmda við Nestún Norðurhluta á Sauðárkróki. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við verkið verði lokið 1. október 2022. Í verkinu felst vinna við lengingu götunnar Nestúns á Sauðárkróki. Annarsvegar er um að ræða jarðvegsskipti í götunni og hinsvegar er um að ræða gerð fráveitulagna í götunni. Framkvæmdin er í samræmi við skipulagsáætlanir svæðisins.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 2. fundur - 27.06.2022

Vísað frá 1. fundi skipulagsnefndar þann 20. júní 2022 þannig bókað.
Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sækir fyrir hönd framkvæmdasviðs sveitarfélagsins Skagafjarðar um framkvæmdaleyfi vegna fyrirliggjandi framkvæmda við Nestún Norðurhluta á Sauðárkróki. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við verkið verði lokið 1. október 2022. Í verkinu felst vinna við lengingu götunnar Nestúns á Sauðárkróki. Annarsvegar er um að ræða jarðvegsskipti í götunni og hinsvegar er um að ræða gerð fráveitulagna í götunni. Framkvæmdin er í samræmi við skipulagsáætlanir svæðisins. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi.
Erindi borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.