Úthlutun byggðakvóta
Málsnúmer 2207069
Vakta málsnúmerAtvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 2. fundur - 18.07.2022
Erindi vísað til nefndarinnar af 6. fundi byggðaráðs. Tekinn fyrir tölvupóstur, dags. 6. júlí 2022, frá Þorgrími Ómari Unasyni, þar sem hann upplýsir um að umsókn hans um úthlutun byggðakvóta hafi verið hafnað af Fiskistofu vegna búsetu sinnar sem tilheyri byggðarlaginu Varmahlíð. Þá niðurstöðu kærði umsækjandi til Matvælaráðuneytis sem hefur nú staðfest höfnun Fiskistofu. Umsækjandi óskar eftir aðstoð Skagafjarðar sveitarfélags svo útgerð hans njóti jafnræðis á við aðrar útgerðir í Skagafirði.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd harmar ákvörðun Fiskistofu. Skagafjörður er eitt sveitarfélag og eitt atvinnusvæði. Nefndin undrast því afgreiðslu Fiskistofu að hafna úthlutun byggðarkvóta vegna skilgreininga póstnúmera innan sveitarfélagsins og hvetur Fiskistofu til að endurskoða regluverk sitt er kemur að þessu.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd harmar ákvörðun Fiskistofu. Skagafjörður er eitt sveitarfélag og eitt atvinnusvæði. Nefndin undrast því afgreiðslu Fiskistofu að hafna úthlutun byggðarkvóta vegna skilgreininga póstnúmera innan sveitarfélagsins og hvetur Fiskistofu til að endurskoða regluverk sitt er kemur að þessu.
Byggðarráð undrast höfnun Fiskistofu vegna skilgreiningar á póstnúmerasvæðum Skagafjarðar. Samþykkt að vísa málinu til atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.