Birgir Þórðarson þinglýstur eigandi jarðanna Ríp 1 (L146393), Ríp 2 (L146396) annarsvegar og hinsvegar Halldór B. Gunnlaugsson þinglýstur eigandi jarðarinnar Ríp 3 (L146397) í Hegranesi í Skagafirði, óska eftir staðfestingu skipulagsnefndar á landamerkjum milli jarðanna Rípur 1 og 2 annars vegar, og Rípur 3 hins vegar, eins og þau eru sýnd á meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdráttum nr. S01 og S100, sem gefnir voru út 11. júlí 2007, áritaðir 20. desember 2009 af þriggja manna skiptanefnd.
Þann 10. apríl 2002 komust þáverandi eigendur jarðarinnar að samkomulagi um að fela þriggja manna nefnd að framkvæma skipti á landi jarðarinnar, og er samkomulagið fylgiskjal með umsókn. Í nefndina voru skipaðir Agnar Halldór Gunnarsson, Jón Örn Berndsen og Þórarinn Leifsson.
Vinnu nefndarinnar lauk með gerð ofangreindra uppdrátta og eru þeir áritaðir af nefndinni. Nefndin útbjó einnig landskiptagerð og fylgir óáritað eintak þeirrar landskiptagerðar með umsókn, dagsett 20. desember 2009.
Umsóknin nær aðeins til merkja milli Rípur 1, 2 og 3, ekki er óskað staðfestingar á landamerkjum Rípur og aðliggjandi jarða.
Jarðirnar Ríp 1, 2 og 3 eru í dag allar skráðar lögbýli og helst sú skráning óbreytt.
Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
Þann 10. apríl 2002 komust þáverandi eigendur jarðarinnar að samkomulagi um að fela þriggja manna nefnd að framkvæma skipti á landi jarðarinnar, og er samkomulagið fylgiskjal með umsókn. Í nefndina voru skipaðir Agnar Halldór Gunnarsson, Jón Örn Berndsen og Þórarinn Leifsson.
Vinnu nefndarinnar lauk með gerð ofangreindra uppdrátta og eru þeir áritaðir af nefndinni. Nefndin útbjó einnig landskiptagerð og fylgir óáritað eintak þeirrar landskiptagerðar með umsókn, dagsett 20. desember 2009.
Umsóknin nær aðeins til merkja milli Rípur 1, 2 og 3, ekki er óskað staðfestingar á landamerkjum Rípur og aðliggjandi jarða.
Jarðirnar Ríp 1, 2 og 3 eru í dag allar skráðar lögbýli og helst sú skráning óbreytt.
Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.