Fara í efni

Skipulagsnefnd

4. fundur 11. ágúst 2022 kl. 10:00 - 12:00 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Jón Daníel Jónsson varaform.
  • Eyþór Fannar Sveinsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Anna Kristín Guðmundsdóttir ráðgjafi í skipulagsmálum sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

1.Hofsós Deiliskipulag - Suðurbraut, Hofsóskirkja, Sætún og Hátún.

Málsnúmer 2201059Vakta málsnúmer

Drög að deiliskipulagi fyrir Hofsós, sunnan Kirkjubrautar lögð fram. Skipulagsuppdráttur nr. DS01, dagssettur 08.08.2022 unninn á Stoð ehf. af Birni Magnúsi Árnasyni og Ínu Björk Ársælsdóttur ásamt greinargerð dagssett 08.08.2022.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.


2.Skólamannvirki Varmahlíð - Deiliskipulag

Málsnúmer 2204042Vakta málsnúmer

Drög að deiliskipulagi fyrir Grunn- og leikskólann í Varmahlíð, sundlaug ásamt íþróttahúsi, íþróttasvæði og menningarhúsins Miðgarðs lögð fram. Skipulagsuppdráttur unninn af VA arkitektum af Karli Magnúsi Karlssyni, útgefinn 08.08.2022.

Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Grunn- og leikskóla, sundlaug ásamt íþróttahúsi, íþróttasvæði og menningarhúsins Miðgarðs í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010. Einnig leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að fara í óverulega breytingu á aðalskipulagi samhliða auglýsingu tillögunnar til samræmingar.


3.Beiðni um lóð undir kennslu- og rannsóknaaðstöðu fiskeldis- og fiskalíffræði Háskólans á Hólum

Málsnúmer 2207113Vakta málsnúmer

Erindi vísað frá fundi Byggðaráðs 20.07.2022 þar sem bókað var:
„Tekið fyrir erindi, dags. 13. júlí 2022, frá rektor Háskólans á Hólum þar sem kynnt eru áform háskólans um að byggja húsnæði undir kennslu- og rannsóknaraðstöðu skólans á Sauðárkróki, sem jafnframt myndi hýsa nýsköpunarklasa. Í erindinu er einnig óskað eftir því að Skagafjörður sveitarfélag vinni að því að finna húsnæðinu lóð skv. þeirri þarfagreiningu sem fylgir með erindinu. Byggðarráð þakkar fyrir erindið og fagnar metnaðarfullum áformum Háskólans á Hólum til frekari eflingu og framþróunar starfsemi hans. Byggðarráð felur skipulagsfulltrúa og sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að greina mögulegar lóðir sem hentað geta nýrri byggingu m.t.t. þeirra þarfa sem skólinn hefur greint."

Skipulagsfulltrúa og formanni skipulagsnefndarinnar falið að ræða við Hólmfríði Sveinsdóttur rektor Hólaskóla varðandi mögulegt staðarval.

4.Reiðleiðir - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2206226Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar 20. júlí 2022 þar sem lagt var til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.
Fyrir liggja uppfærð gögn með tillögu að breyttri legu yfir Sauðárgil.

Skipulagsnefnd leggur að öðru sinni til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi á grundvelli framkominna gagna. Nefndin minir jafnframt á fyrri athugasemd sína þar sem farið er fram á að sett verði upp fræðsluskilti á þeim stöðum þar sem samnýting mismunandi hagsmunaaðila er á fyrirhugaðri reiðleið.

5.Bóla L146272 - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 2207017Vakta málsnúmer

Kári Gunnarsson, Reynald Smári Gunnarsson, Gunnar Ingi Valdimarsson og Arnar Logi Valdimarsson þinglýstir eigendur jarðarinnar Bólu, fyrrum Akrahreppi í Skagafirði landnúmer 146272 óska eftir með vísan til laga nr. 81/2004 með síðari breytingum og laga nr. 123/2010, heimild til að stofna fimm spildur/frístundahúsalóðir úr landi jarðarinnar. Þá er óskað eftir að lóðirnar fái heitin (staðföngin) Bóla 1, Bóla 2, Bóla 3, Bóla 4 og Bóla 6. Innan lóðarinnar Bóla 6 er óskráð mannvirki, aðrar lóðir án húsa og eða annarra mannvirkja.
Framlagður hnitsettur uppdráttur dagsettur 01.07.2022 unnin hjá FRJ ehf. kt 620601-2250 af Einari I. Ólafssyni kt. 150390-3389 gerir grein fyrir erindinu.
Lögbýlaréttur og hlunnindi fylgja áfram jörðinni Bólu, L146272.
Staðföng útskiptra lóða vísar í heiti upprunajarðarinnar
Ofangreind umbeðin landskipti samræmast gildandi aðalskipulagi Akrahrepps og skerða ekki landbúnaðarsvæði.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.

6.Þröm 176749 - Umsókn um bygingarreit.

Málsnúmer 2207117Vakta málsnúmer

Sigríður Bjarnadóttir og fh. eigenda jarðarinnar Þramar á Langholi (L176749) óskar eftir að fá samþykktan byggingarreit á jörðinni skv.meðfylgjandi uppdrætti sem gerður er af Búnaðarsambandi Eyjafjarðar. Uppdráttur dags. 14.07.2022 gerir grein fyrir erindinu.
Þá fylgja erindinu gögn sem gera grein fyrir aðkomu að jörðinni. Jákvæð umsögn Minjastofnunar Íslands liggur fyrir. Um er að ræða byggingarreit fyrir 35 m² sumarhús sem flutt verður á staðinn frá Akureyri.

Skipulagsnefnd samþykkir umbeðinn byggingarreit.

7.Hofsstaðasel land 179937 - Umsókn um byggingarreit.

Málsnúmer 2207148Vakta málsnúmer

Þórólfur Sigurjónsson og Guðný Vésteinsdóttir, þinglýstir eigendur lóðarinnar Hofsstaðasel land, landnúmer 179937 óska eftir heimild til að stofna 225 m² byggingarreit á lóðinni skv. framlögðum afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu. Uppdráttur nr. S01 í verki 70670002 útg. 11. júlí 2022.
Um er að ræða byggingarreit fyrir nýtt gistihýsi að hámarki 50 m² að stærð og að hámarki 4 m að hæð frá gólfi í mæni.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið að fenginni umsögn minjavarðar.

8.Ríp 1 (L146393), Ríp 2 (L146396) og Ríp 3 (L146397) - Umsókn um staðfestingu landamerkja

Málsnúmer 2207185Vakta málsnúmer

Birgir Þórðarson þinglýstur eigandi jarðanna Ríp 1 (L146393), Ríp 2 (L146396) annarsvegar og hinsvegar Halldór B. Gunnlaugsson þinglýstur eigandi jarðarinnar Ríp 3 (L146397) í Hegranesi í Skagafirði, óska eftir staðfestingu skipulagsnefndar á landamerkjum milli jarðanna Rípur 1 og 2 annars vegar, og Rípur 3 hins vegar, eins og þau eru sýnd á meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdráttum nr. S01 og S100, sem gefnir voru út 11. júlí 2007, áritaðir 20. desember 2009 af þriggja manna skiptanefnd.

Þann 10. apríl 2002 komust þáverandi eigendur jarðarinnar að samkomulagi um að fela þriggja manna nefnd að framkvæma skipti á landi jarðarinnar, og er samkomulagið fylgiskjal með umsókn. Í nefndina voru skipaðir Agnar Halldór Gunnarsson, Jón Örn Berndsen og Þórarinn Leifsson.

Vinnu nefndarinnar lauk með gerð ofangreindra uppdrátta og eru þeir áritaðir af nefndinni. Nefndin útbjó einnig landskiptagerð og fylgir óáritað eintak þeirrar landskiptagerðar með umsókn, dagsett 20. desember 2009.

Umsóknin nær aðeins til merkja milli Rípur 1, 2 og 3, ekki er óskað staðfestingar á landamerkjum Rípur og aðliggjandi jarða.

Jarðirnar Ríp 1, 2 og 3 eru í dag allar skráðar lögbýli og helst sú skráning óbreytt.

Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi við afgreiðslu erindisins.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.

9.Hegrabjarg 2 (230360) - Umsókn um breyttan byggingarreit

Málsnúmer 2208018Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 4. mars 2021, þar sem nefndin samþykkti 2.860 m² byggingarreit á lóðinni Hegrabjarg 2 (230360). Afgreiðsla nefndarinnar staðfest á fundi sveitarstjórnar þann 14. apríl 2021.
Í dag liggur fyrir umsókn eiganda lóðarinnar þar sem óskað er eftir heimild til að stækka samþykktan byggingarreit í 5.472 m², eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 705103 útg. 02. ágúst 2022. Afstöðuppdráttur unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið að fenginni umsögn minjavarðar.

10.Borgarteigur 1 - Lóðarmál

Málsnúmer 2208011Vakta málsnúmer

Magnús Ingvarsson sækir um fyrir hönd húseigenda Borgarteigs 1 á Sauðárkróki um heimild til að hliðra fyrirhugaðri gangstétt um 0,75 metra út fyrir lóðarmörk Borgarteigs 1 að vestan, þ.e.a.s. út á grænt svæði nær götu Borgargerðis.
Ætlunin er að færa fyrirhugaða gangstétt sem er um 1,5 metra breið um 0,75 metra frá húsi til að hlífa útveggjaklæðningu við áníði frá umferð gangandi og hjólandi svo og vegna snjómoksturs. Meðfylgjandi teikning gerir grein fyrir erindinu.

Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við umfjöllun málsins.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.

11.Bárustígur 1 - Lóðarmál og fyrirspurn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2208033Vakta málsnúmer

Rakel Kemp Guðnadóttirog María Anna Kemp Guðmundsdóttir eigendur að Bárustíg 1 á Sauðárkróki óska eftir því að gerður verði lóðarleigusamningur um lóðina. Einnig óska þær eftir að fá samþykktan byggingarreit fyrir viðbyggingu við húsið.
Erindinu fylgja fyrirspurnaruppdrættir sem gera grein fyrir fyrirhugaðri viðbyggingu.

Skipulagsnefnd samþykkir umbeðinn byggingarreit og felur skipulagsfulltrúa að gera lóðarleigusamning fyrir lóðina.

12.Ljósleiðarinn ehf. - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2207092Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð frá afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa nr. 1 þann 29.07.2022.

Fundi slitið - kl. 12:00.