Lagðar fram leiðbeiningar frá félagsmálaráðuneytinu um akstursþjónustu við fatlað fólk. Leiðbeiningarnar eru unnar í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og hagsmunasamtök fatlaðs fólks. Sveitarfélögum hefur um langt árabil verið skylt, lögum samkvæmt, að skipuleggja akstursþjónustu við fatlað fólk. Um þennan þjónustuþátt er nú fjallað í 29. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með siðari breytingum. Félagsmála- og tómstundanefnd felur starfsfólki fjölskyldusviðs að vinna að drögum að uppfærðum reglum Skagafjarðar um akstursþjónustu út frá leiðbeinandi reglum og leggja fyrir nefndina.
sveitarfélaga og hagsmunasamtök fatlaðs fólks. Sveitarfélögum hefur um langt árabil verið skylt, lögum samkvæmt, að skipuleggja akstursþjónustu við fatlað fólk. Um þennan þjónustuþátt er nú fjallað í 29. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með siðari breytingum. Félagsmála- og tómstundanefnd felur starfsfólki fjölskyldusviðs að vinna að drögum að uppfærðum reglum Skagafjarðar um akstursþjónustu út frá leiðbeinandi reglum og leggja fyrir nefndina.