Fara í efni

Jafnaðartaxtar NPA samninga fyrir árið 2022

Málsnúmer 2208030

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 2. fundur - 11.08.2022


NPA miðstöðin svf. hefur á undanförnum árum reiknað út jafnaðartaxta NPA fyrir sveitarfélög og hefur Skagafjörður tekið mið af þeim útreikningi við samþykkt greiðsluviðmið jafnaðarstunda.

Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022 var jafnaðartaxti NPA miðaður við útreikninga NPA miðstöðvarinnar á uppreiknuðum lágmarkstöxtum NPA samninnga frá 1.janúar 2021. Á þeim tíma var NPA miðstöðin ekki búin að uppreikna taxta fyrir árið 2022.
NPA miðstöðin sendi sveitarfélögum uppreiknaðan jafnaðartaxta fyrir árið 2022 þann 20.janúar sl.

Taxtarnir eru eftirfarandi frá 1.janúar - 30.apríl 2022:
Jafnaðarstund NPA samninga sem eru án hvíldarvakta. 5.963 kr. á klukkustund.
Jafnaðarstund NPA samninga sem kveður á um aðstoð allan sólarhringinn hjá notanda sem getur nýtt sér hvíldarvaktir. 5.441 kr. á klukkustund.
Jafnaðarstund NPA samninga þar sem ekki er gert ráð fyrir næturvinnu, þ.e. hvorki hvíldarvöktum né vakandi næturvöktum. 5.622 kr. á klukkustund.

Taxtar frá 1.maí - 31.desember 2022 eru eftirfarandi:

Jafnaðarstund NPA samninga sem eru án hvíldarvakta. 6.717 kr. á klukkustund.
Jafnaðarstund NPA samninga sem kveður á um aðstoð allan sólarhringinn hjá notanda sem getur nýtt sér hvíldarvaktir. 6.000 kr. á klukkustund.
Jafnaðarstund NPA samninga þar sem ekki er gert ráð fyrir næturvinnu, þ.e. hvorki hvíldarvöktum né vakandi næturvöktum. 6.157 kr. á klukkustund.

Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir uppreiknaða jafnaðartaxta NPA miðstöðvarinnar fyrir árið 2022. Vísað til byggðaráðs.

Byggðarráð Skagafjarðar - 12. fundur - 07.09.2022

Lögð fram greiðsluviðmið vegna jafnaðarstunda í NPA samningum fyrir árið 2022 sem samþykkt voru á 2. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 8. ágúst 2022 og vísað til byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir greiðsluviðmiðin og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 4. fundur - 14.09.2022

Á 12. fundi byggðarráðs þann 7. september sl. var lagt fram greiðsluviðmið vegna jafnaðarstunda í NPA samningum fyrir árið 2022 sem samþykkt voru á 2. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 8. ágúst 2022 og vísað til byggðarráðs. Byggðarráð samþykkti greiðsluviðmiðin og vísaði þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum