Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. júlí 2022 frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þar sem rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum, er kynntur. Byggðarráð fagnar gerð þessa rammasamnings og samþykkir að fela sveitarstjóra að undirbúa það að uppfæra húsnæðisáætlun sveitarfélagsins í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Byggðarráð fagnar gerð þessa rammasamnings og samþykkir að fela sveitarstjóra að undirbúa það að uppfæra húsnæðisáætlun sveitarfélagsins í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.