Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. ágúst 2022 þar sem dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 143/2022, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum um dómstóla, nr. 50/2016, og öðrum réttarfarslögum". Umsagnarfrestur er til og með 09.09.2022. Í drögum að frumvarpinu er lagt til að héraðsdómstólar landsins verið sameinaðir í einn en tilgreint er að af hálfu dómsmálaráðuneytis sé forsenda sameiningar að sameinaður héraðsdómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni og að þær verði styrktar og efldar með nýjum verkefnum. Byggðarráð Skagafjarðar er sammála mörgu af því sem er að finna í drögunum, m.a. um að starfsstöðvar héraðsdómstóla sé hægt að efla og styrkja með nýjum verkefnum. Byggðarráð geldur hins vegar varhug við að héraðsdómstólum verði fækkað en sporin hræða í þeim efnum að þegar stjórnsýslueiningar missa ákveðið sjálfstæði hefur slíkt oftar en ekki leitt til þess að umfang starfsstöðva þeirra hefur minnkað í kjölfarið eða þeim verið lokað með tilheyrandi skerðingu á nærþjónustu. Nægir þar að nefna starfsemi svæðisstöðva Ríkisútvarpsins á landsbyggðinni, starfsemi Vegagerðarinnar, Rarik o.fl. Athyglisvert er í því sambandi að sjá að í skjali um mat á áhrifum frumvarpsins er talið að frumvarpið leiði ekki til neinna áhrifa á byggðalög. Byggðarráð leggur áherslu á að frumvarp þetta verði ekki lögfest án þess að samhliða verði fest í lög þau verkefni og umsvif sem starfsstöðvum héraðsdómstóls á hverjum og einum stað er ætlað að sinna.
Í drögum að frumvarpinu er lagt til að héraðsdómstólar landsins verið sameinaðir í einn en tilgreint er að af hálfu dómsmálaráðuneytis sé forsenda sameiningar að sameinaður héraðsdómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni og að þær verði styrktar og efldar með nýjum verkefnum.
Byggðarráð Skagafjarðar er sammála mörgu af því sem er að finna í drögunum, m.a. um að starfsstöðvar héraðsdómstóla sé hægt að efla og styrkja með nýjum verkefnum. Byggðarráð geldur hins vegar varhug við að héraðsdómstólum verði fækkað en sporin hræða í þeim efnum að þegar stjórnsýslueiningar missa ákveðið sjálfstæði hefur slíkt oftar en ekki leitt til þess að umfang starfsstöðva þeirra hefur minnkað í kjölfarið eða þeim verið lokað með tilheyrandi skerðingu á nærþjónustu. Nægir þar að nefna starfsemi svæðisstöðva Ríkisútvarpsins á landsbyggðinni, starfsemi Vegagerðarinnar, Rarik o.fl. Athyglisvert er í því sambandi að sjá að í skjali um mat á áhrifum frumvarpsins er talið að frumvarpið leiði ekki til neinna áhrifa á byggðalög.
Byggðarráð leggur áherslu á að frumvarp þetta verði ekki lögfest án þess að samhliða verði fest í lög þau verkefni og umsvif sem starfsstöðvum héraðsdómstóls á hverjum og einum stað er ætlað að sinna.