Ólafur Bjarni Haraldsson eigandi lóðarinnar Brautarholts 1 (landnr. 234442) á Langholti í Skagafirði, óskar eftir heimild til þess að stofna 700 m2 byggingarreit á lóðinni, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7390-5002, dags. 15. ágúst 2022.
Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús með sambyggðum bílskúr, steypt hús á einni hæð með hallandi þaki. Hámarks nýtingarhlutfall byggingarreits verður 0,6.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið að fenginni umsögn minjavarðar.
Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús með sambyggðum bílskúr, steypt hús á einni hæð með hallandi þaki. Hámarks nýtingarhlutfall byggingarreits verður 0,6.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið að fenginni umsögn minjavarðar.