Fara í efni

Brautarholt 1 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2208152

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 5. fundur - 25.08.2022

Ólafur Bjarni Haraldsson eigandi lóðarinnar Brautarholts 1 (landnr. 234442) á Langholti í Skagafirði, óskar eftir heimild til þess að stofna 700 m2 byggingarreit á lóðinni, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7390-5002, dags. 15. ágúst 2022.

Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús með sambyggðum bílskúr, steypt hús á einni hæð með hallandi þaki. Hámarks nýtingarhlutfall byggingarreits verður 0,6.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið að fenginni umsögn minjavarðar.