Fara í efni

Skipulagsnefnd

5. fundur 25. ágúst 2022 kl. 10:00 - 12:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Jón Daníel Jónsson varaform.
  • Eyþór Fannar Sveinsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Anna Kristín Guðmundsdóttir ráðgjafi í skipulagsmálum sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

1.Hofsós Deiliskipulag - Suðurbraut, Hofsóskirkja, Sætún og Hátún.

Málsnúmer 2201059Vakta málsnúmer

Drög að deiliskipulagi fyrir Hofsós, sunnan Kirkjugötu lögð fram. Skipulagsuppdráttur nr. DS01. útg. 1.1., dagssettur 19.08.2022, unninn á Stoð ehf. af Birni Magnúsi Árnasyni og Ínu Björk Ársælsdóttur ásamt greinargerð, útg. 1.1., dagssett 19.08.2022.
Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Hofsós, sunnan Kirkjugötu í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010.

2.Merkigarður (landnr. 146206) - tillaga að deiliskipulagi.

Málsnúmer 2208037Vakta málsnúmer

Anna Halla Emilsdóttir, Halldór Tryggvason og Erla Hleiður Tryggvadóttir þinglýstir eigendur jarðarinnar Merkigarðs, landnúmer 146206, í Tungusveit óska eftir því að skipulagsnefnd taki til umfjöllunar tillögu að deiliskipulagi fyrir hluta jarðarinnar sem unnin var á kostnað landeiganda skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Meðfylgjandi skipulagsgögn eru skipulagsuppdrættir DS01 og DS02, útg. 28.07.2022, ásamt skipulagsgreinargerð útg. 1.0, dags. 28.07.2022, unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Tillagan gerir ráð fyrir 18 frístundalóðum innan frístundasvæðis nr. F-19 í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035, byggingarreitum, heimreiðum og lagnaleiðum ásamt byggingarskilmálum.
Áður var lögð fram skipulagslýsing útg. 1.0 fyrir skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 26. júní 2017 þegar Aðalskipulags Skagafjarðar 2009-2021 var í gildi. Skipulagslýsing var auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga þar um og bárust 3 umsagnir/athugasemdir sem voru hafðar til hliðsjónar við vinnslu deiliskipulagsins. Þann 13. janúar 2020 tók skipulags- og byggingarnefnd fyrir skipulagslýsingu útg. 2.0. Í bókun kemur fram að breytingu á landnotkun yrði vísað til endurskoðunar á aðalskipulagi sem þá stóð yfir.
Nú hefur Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 tekið gildi og meðfylgjandi tillaga að deiliskipulagi fyrir Merkigarð samræmist meginforsendum í gildandi aðalskipulagi um landnotkun og gengur ekki framúr skilmálum aðalskipulags um hámarksfjölda húsa.
Óskað er eftir því að tillagan að deiliskipulagi verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hljóti í framhaldi meðferð skv. 42. gr. laganna.
Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Merkigarð (landnr. 146206) í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010.


3.Flæðagerði 7 - Lóðarmál

Málsnúmer 2208128Vakta málsnúmer

Hörður Þórarinsson óskar eftir að gerður verði lóðaleigusamningur fyrir Flæðagerði 7.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera lóðarleigusamning við hlutaðeigandi og láta þinglýsa honum.

4.Flæðagerði 11 - Lóðarmál

Málsnúmer 2208106Vakta málsnúmer

Einar Sigurjónsson óskar eftir að gerður verði lóðaleigusamningur fyrir Flæðagerði 11.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera lóðarleigusamning við hlutaðeigandi og láta þinglýsa honum.

5.Lerkihlíð 1 - Lóðarmál

Málsnúmer 2208159Vakta málsnúmer

Örn Ragnarsson og Margrét Aðalsteinsdóttir lóðarhafar við Lerkihlíð 1 á Sauðárkróki óskar eftir útmælingu lóðarinnar og hugsanlega breytingu á landi, landmótun og gerð göngustíga.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að ræða við lóðarhafa og mæla út lóðina.

6.Brautarholt 1 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2208152Vakta málsnúmer

Ólafur Bjarni Haraldsson eigandi lóðarinnar Brautarholts 1 (landnr. 234442) á Langholti í Skagafirði, óskar eftir heimild til þess að stofna 700 m2 byggingarreit á lóðinni, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7390-5002, dags. 15. ágúst 2022.

Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús með sambyggðum bílskúr, steypt hús á einni hæð með hallandi þaki. Hámarks nýtingarhlutfall byggingarreits verður 0,6.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið að fenginni umsögn minjavarðar.

7.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 4

Málsnúmer 2208006FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 4 þann 17.08.2022.

Fundi slitið - kl. 12:00.