Skipulagsnefnd
Dagskrá
Anna Kristín Guðmundsdóttir ráðgjafi í skipulagsmálum sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
1.Hofsós Deiliskipulag - Suðurbraut, Hofsóskirkja, Sætún og Hátún.
Málsnúmer 2201059Vakta málsnúmer
Drög að deiliskipulagi fyrir Hofsós, sunnan Kirkjugötu lögð fram. Skipulagsuppdráttur nr. DS01. útg. 1.1., dagssettur 19.08.2022, unninn á Stoð ehf. af Birni Magnúsi Árnasyni og Ínu Björk Ársælsdóttur ásamt greinargerð, útg. 1.1., dagssett 19.08.2022.
Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Hofsós, sunnan Kirkjugötu í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010.
Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Hofsós, sunnan Kirkjugötu í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010.
2.Merkigarður (landnr. 146206) - tillaga að deiliskipulagi.
Málsnúmer 2208037Vakta málsnúmer
Anna Halla Emilsdóttir, Halldór Tryggvason og Erla Hleiður Tryggvadóttir þinglýstir eigendur jarðarinnar Merkigarðs, landnúmer 146206, í Tungusveit óska eftir því að skipulagsnefnd taki til umfjöllunar tillögu að deiliskipulagi fyrir hluta jarðarinnar sem unnin var á kostnað landeiganda skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Meðfylgjandi skipulagsgögn eru skipulagsuppdrættir DS01 og DS02, útg. 28.07.2022, ásamt skipulagsgreinargerð útg. 1.0, dags. 28.07.2022, unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Tillagan gerir ráð fyrir 18 frístundalóðum innan frístundasvæðis nr. F-19 í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035, byggingarreitum, heimreiðum og lagnaleiðum ásamt byggingarskilmálum.
Áður var lögð fram skipulagslýsing útg. 1.0 fyrir skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 26. júní 2017 þegar Aðalskipulags Skagafjarðar 2009-2021 var í gildi. Skipulagslýsing var auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga þar um og bárust 3 umsagnir/athugasemdir sem voru hafðar til hliðsjónar við vinnslu deiliskipulagsins. Þann 13. janúar 2020 tók skipulags- og byggingarnefnd fyrir skipulagslýsingu útg. 2.0. Í bókun kemur fram að breytingu á landnotkun yrði vísað til endurskoðunar á aðalskipulagi sem þá stóð yfir.
Nú hefur Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 tekið gildi og meðfylgjandi tillaga að deiliskipulagi fyrir Merkigarð samræmist meginforsendum í gildandi aðalskipulagi um landnotkun og gengur ekki framúr skilmálum aðalskipulags um hámarksfjölda húsa.
Óskað er eftir því að tillagan að deiliskipulagi verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hljóti í framhaldi meðferð skv. 42. gr. laganna.
Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Merkigarð (landnr. 146206) í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010.
Tillagan gerir ráð fyrir 18 frístundalóðum innan frístundasvæðis nr. F-19 í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035, byggingarreitum, heimreiðum og lagnaleiðum ásamt byggingarskilmálum.
Áður var lögð fram skipulagslýsing útg. 1.0 fyrir skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 26. júní 2017 þegar Aðalskipulags Skagafjarðar 2009-2021 var í gildi. Skipulagslýsing var auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga þar um og bárust 3 umsagnir/athugasemdir sem voru hafðar til hliðsjónar við vinnslu deiliskipulagsins. Þann 13. janúar 2020 tók skipulags- og byggingarnefnd fyrir skipulagslýsingu útg. 2.0. Í bókun kemur fram að breytingu á landnotkun yrði vísað til endurskoðunar á aðalskipulagi sem þá stóð yfir.
Nú hefur Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 tekið gildi og meðfylgjandi tillaga að deiliskipulagi fyrir Merkigarð samræmist meginforsendum í gildandi aðalskipulagi um landnotkun og gengur ekki framúr skilmálum aðalskipulags um hámarksfjölda húsa.
Óskað er eftir því að tillagan að deiliskipulagi verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hljóti í framhaldi meðferð skv. 42. gr. laganna.
Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Merkigarð (landnr. 146206) í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010.
3.Flæðagerði 7 - Lóðarmál
Málsnúmer 2208128Vakta málsnúmer
Hörður Þórarinsson óskar eftir að gerður verði lóðaleigusamningur fyrir Flæðagerði 7.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera lóðarleigusamning við hlutaðeigandi og láta þinglýsa honum.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera lóðarleigusamning við hlutaðeigandi og láta þinglýsa honum.
4.Flæðagerði 11 - Lóðarmál
Málsnúmer 2208106Vakta málsnúmer
Einar Sigurjónsson óskar eftir að gerður verði lóðaleigusamningur fyrir Flæðagerði 11.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera lóðarleigusamning við hlutaðeigandi og láta þinglýsa honum.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera lóðarleigusamning við hlutaðeigandi og láta þinglýsa honum.
5.Lerkihlíð 1 - Lóðarmál
Málsnúmer 2208159Vakta málsnúmer
Örn Ragnarsson og Margrét Aðalsteinsdóttir lóðarhafar við Lerkihlíð 1 á Sauðárkróki óskar eftir útmælingu lóðarinnar og hugsanlega breytingu á landi, landmótun og gerð göngustíga.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að ræða við lóðarhafa og mæla út lóðina.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að ræða við lóðarhafa og mæla út lóðina.
6.Brautarholt 1 - Umsókn um byggingarreit
Málsnúmer 2208152Vakta málsnúmer
Ólafur Bjarni Haraldsson eigandi lóðarinnar Brautarholts 1 (landnr. 234442) á Langholti í Skagafirði, óskar eftir heimild til þess að stofna 700 m2 byggingarreit á lóðinni, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7390-5002, dags. 15. ágúst 2022.
Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús með sambyggðum bílskúr, steypt hús á einni hæð með hallandi þaki. Hámarks nýtingarhlutfall byggingarreits verður 0,6.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið að fenginni umsögn minjavarðar.
Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús með sambyggðum bílskúr, steypt hús á einni hæð með hallandi þaki. Hámarks nýtingarhlutfall byggingarreits verður 0,6.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið að fenginni umsögn minjavarðar.
7.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 4
Málsnúmer 2208006FVakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 4 þann 17.08.2022.
Fundi slitið - kl. 12:00.