Fara í efni

Samstarfsnefnd fyrir friðland í Þjórsárverum

Málsnúmer 2208248

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 12. fundur - 07.09.2022

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. ágúst 2022 frá Umhverfisstofnun, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið skipi fulltrúa, til fjögurra ára, í samstarfsnefnd um friðland í Þjórsárverum.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna Hrefnu Jóhannesdóttur og Svein F. Úlfarsson.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 5. fundur - 08.09.2022

Í samræmi við 4. gr. auglýsingar um friðland í Þjórsárverum, óskar Umhverfisstofnun eftir því að Skagafjörður tilnefni einn aðila í samstarfsnefnd um friðlandið.
Í fjórðu grein auglýsingarinnar segir: "Umhverfisstofnun hefur umsjón með friðlandinu en stofnuninni til ráðgjafar er 10 manna nefnd og skipar hvert sveitarfélag einn fulltrúa og Umhverfisstofnun einn og er sá formaður nefndarinnar. Með nefndinni skulu starfa fulltrúar Háskóla Íslands og Náttúrufræðistofnunar Íslands. Skipunartími nefndarinnar er sá sami og kjörtímabil sveitarstjórna. Skal ráðgjafanefndin funda minnst einu sinni á ári. Umhverfisstofnun er heimilt að höfðu samráði við ráðgjafanefnd að setja ítarlegri reglur um umgengni í friðlandinu, sbr. 81. gr. laga nr. 60/2013." Þess er óskað að tilnefningin berist eigi síður en 17. september ásamt heimilisfangi og netfangi viðkomandi. Umhverfisstofnun vekur athygli á 15. gr. laga nr 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, en þar er meðal annars kveðið á um að þegar tilnefnt er í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli tilnefna bæði karl og konu. Forstjóri Umhverfisstofnunar skipar í nefndina og velur úr tilnefningum svo kynjaskiptingin sé sem jöfnust.
Tilnefningaraðilar bera kostnað af setu fulltrúa sinna í nefndinni.
Byggðarráð tilefndi á 12. fundi sínum 7. september sl. þau Hrefnu Jóhannesdóttur og Svein F. Úlfarsson sem fulltrúa í samstarfsnefndinni.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna.