Fara í efni

Hitaveita í Skagafirði - langtímaáætlun

Málsnúmer 2208328

Vakta málsnúmer

Veitunefnd - 2. fundur - 06.09.2022

Fyrir liggur að gera áætlun um framtíðaráform um virkjun og dreifingu á heitu vatni í Skagafirði. Áætluninni er ætlað að veita veitunefnd, sveitastjórn og stjórendum Skagafjarðarveitna yfirsýn yfir helstu verkefni sem eru framundan ásamt því að vera stefnumarkandi skjal í mati á framkvæmdum næstu ára og haft til hliðssjónar við gerð fjárhagsáætlana. Áætlunin skal vera til 10 ára og skal uppfæra amk. einu sinni á ári, í síðasta lagi fyrir gerð fjárhagsáætlunar.

Nefndin felur sviðsstjóra að setja af stað vinnu við gerð áætlunar og stefnt skal að drög séu tilbúin fyrir næsta fund.

Veitunefnd - 3. fundur - 13.10.2022

Vinna við gerð langtímaáætlunar fyrir hitaveitu í Skagafirði er hafin og er stefnt að því að hún liggi fyrir fyrir lokayfirferð fjárhagsáætlunar. Farið var yfir drög að áætlun og forsendur kynntar nefndarmönnum.

Nefndin fagnar því að þessi vinna er hafin.

Árni Egilsson skrifstofustjóri Skagafjarðarveitna sat fundinn undir þessum lið.