Fara í efni

Dýpkun Sauðárkrókshöfn 2022

Málsnúmer 2209268

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd - 8. fundur - 24.11.2022

Skagafjarðarhafnir ásamt Vegagerðinni hafa unnið að undirbúningi viðhaldsdýpkunar Sauðárkrókshafnar samkvæmt samgönguáætlun. Stefnt er að því að vinna verkið í vetur. Verkið skiptist í eftirfarandi verkhluta:
Gerð fyrirstöðugarðs innan Sauðárkrókshafnar við Hesteyri. Efnið verður að stórum hluta úr grjótvörn sem fyrir er á staðnum af svæðinu innan við áætlaðan fyrirstöðugarð. Viðhaldsdýpkun innan Sauðárkrókshafnar á þremur svæðum, heildarmagn dýpkunarefnis um 14.000 m3. Efni verði losað í landfyllingu við Hesteyri á hafnarsvæði. Markmið verksins er að auka öryggi hafnarinnar ásamt landvinningum á hafnarsvæðinu.

Nefndin samþykkir áformin og vísar til málinu til afgreiðslu byggðarráðs.

Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri sat þennan lið.

Byggðarráð Skagafjarðar - 25. fundur - 07.12.2022

Lögð fram eftirfarandi bókun 8. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 24. nóvember 2022: "Skagafjarðarhafnir ásamt Vegagerðinni hafa unnið að undirbúningi viðhaldsdýpkunar Sauðárkrókshafnar samkvæmt samgönguáætlun. Stefnt er að því að vinna verkið í vetur. Verkið skiptist í eftirfarandi verkhluta:
Gerð fyrirstöðugarðs innan Sauðárkrókshafnar við Hesteyri. Efnið verður að stórum hluta úr grjótvörn sem fyrir er á staðnum af svæðinu innan við áætlaðan fyrirstöðugarð. Viðhaldsdýpkun innan Sauðárkrókshafnar á þremur svæðum, heildarmagn dýpkunarefnis um 14.000 m3. Efni verði losað í landfyllingu við Hesteyri á hafnarsvæði. Markmið verksins er að auka öryggi hafnarinnar ásamt landvinningum á hafnarsvæðinu.
Nefndin samþykkir áformin og vísar til málinu til afgreiðslu byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.