Fara í efni

Skagafjörður (5716), fjárhagsáætlun 2022, viðauki 2

Málsnúmer 2209290

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 15. fundur - 28.09.2022

Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun ársins 2022. Viðaukinn myndar aukinn rekstrarafgang samstæðu sveitarfélagsins að fjárhæð 54.972 þkr. Fjármagn til fjárfestinga er aukið um 140 mkr. Gerðar eru millifærslur milli fjárfestingaverkefna ársins og veitt heimild til eignasjóðs til sölu fasteignar. Viðaukanum mætt með lækkun handbærs fjár að fjárhæð 86.105 þkr.
Byggðarráð samþykkir að vísa viðaukanum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 5. fundur - 10.10.2022

Vísað frá 15. fundi byggðarráðs þann 28. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun ársins 2022. Viðaukinn myndar aukinn rekstrarafgang samstæðu sveitarfélagsins að fjárhæð 54.972 þkr. Fjármagn til fjárfestinga er aukið um 140 mkr. Gerðar eru millifærslur milli fjárfestingaverkefna ársins og veitt heimild til eignasjóðs til sölu fasteignar. Viðaukanum mætt með lækkun handbærs fjár að fjárhæð 86.105 þkr. Byggðarráð samþykkir að vísa viðaukanum til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Viðauki 2 við fjárhagsáætlun ársins 2022 borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með 9 atkvæðum.