Fara í efni

Sveitarstjórn Skagafjarðar

5. fundur 10. október 2022 kl. 12:00 - 12:52 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson 1. varaforseti
  • Hrund Pétursdóttir aðalm.
  • Hrefna Jóhannesdóttir aðalm.
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir forseti
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir 2. varaforseti
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Í upphafi fundar fór forseti þess á leit við fundarmenn að taka fyrir með afbrigðum 17. fundargerð byggðarráðfundar sem haldinn var fyrr í dag. Jafnframt, að taka fyrir sem sérmál, erindið Samþykkt um byggðamerki Skagafjarðar, sem afgreitt var á sama fundi.
Samþykkt samhljóða.

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 13

Málsnúmer 2209014FVakta málsnúmer

Fundargerð 13. fundar byggðarráðs frá 14. september 2022 lögð fram til afgreiðslu á 5. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 13 Erindið áður á 12. fundi byggðarráðs. Lagður fram samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsvísu ásamt erindisbréfi fyrir valnefnd.
    Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Tekið til afgreiðslu sem sérmál og samþykkt með 9 atkvæðum á 4. fundi sveitarstjórnar þann 14. september 2022
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 13 Lögð fram kauptilboð í landið Steintún 2, 69.248m2, landnúmer 234210, fastanúmer 252-2420, frá eftirtöldum: Jón Svavarss málarameistari ehf., Jóhönnu Friðriksdóttur, Kristjáni Inga Sigurðssyni, Einari Bjarna Björnssyni, Hestasport Ævintýraferðir ehf., Róbert Loga Jóhannessyni og Viðari Ágústssyni.
    Byggðarráð samþykkir að taka hæsta tilboði frá Jóhönnu Friðriksdóttur að fjárhæð 4.500.000 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 13 Lögð fram kauptilboð í fasteignina Austurgötu 11 á Hofsósi, F214-3598, parhús 174 fm., þ.e. íbúð 138 fm og bílskúr 36 fm. Tilboð bárust frá Ólafi Karlssyni, Þórhalli Erni Ragnarssyni og Ingu Þórey Þórarinsdóttur og að lokum frá Jóni Bjarna Emilssyni og Pálínu Magnúsdóttur.
    Byggðarráð samþykkir að taka hæsta tilboði að fjárhæð 25.500.000 kr. í fasteignina frá Ólafi Karlssyni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • 1.4 2203126 Víðimýri 8
    Byggðarráð Skagafjarðar - 13 Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og fjármálastjóra að ræða við eiganda íbúðar F2132482 í Víðimýri 8 (íbúð 103) um möguleg kaup á fasteigninni. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 13 Erindið áður á 7. fundi byggðarráðs þann 20. júlí 2022. Lögð fram bókun 2. fundar veitunefndar frá 6. september s.l. sem hljóðar svo: "Málið var tekið fyrir og niðurstaðan er að bjóða Háskólanum á Hólum hámarks afslátt sem veittur er til stórnotenda og sprotafyrirtækja af gjaldskrá Skagafjarðarveitna á heitu vatni vegna reksturs fiskeldis- og fiskalíffræðideildar í Hjaltadal. Skagafjarðarveitur hafa ekki heimild til að veita hærri afslátt en samkvæmt gildandi gjaldskrá."
    Byggðarráð tekur undir sjónarmið veitunefndar og staðfestir bókun nefndarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 13 Lagður fram tölvupóstur til allra sveitarfélaga og landshlutasamtaka, dagsettur 1. september 2022 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi vinnu starfshóps um nýtingu vindorku og óskir um umsagnir sveitarfélaga um tiltekin álitaefni.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera drög að umsögn og leggja fyrir byggðarráð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 13 Lögð fram skipurit og stjórnskipurit fyrir sveitarfélagið Skagafjörð.
    Byggðarráð samþykkir skipuritin með áorðnum breytingum og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar nr 13, "Skipurit og stjórnskipurit Skagafjarðar" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 13 Lagðar fram reglur um úthlutun lóða á Nöfum ofan Sauðárkróks vegna nafnbreytingar á sveitarfélaginu í kjölfar sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði.
    Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar nr 14, "Reglur um úthlutun lóða á Nöfum ofan Sauðárkróks" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 13 Lögð fram Persónuverndarstefna Skagafjarðar.
    Byggðarráð samþykkir stefnuna eins og hún er fyrir lögð og vísar henni til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar nr. 15, "Persónuverndarstefna Skagafjarðar" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 13 Lagðar fram reglur um sölu á íbúðum í eigu sveitarfélagsins Skagafjarðar.
    Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar nr. 16, "Reglur um sölu íbúða" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 13 Lagðar fram reglur sveitarfélagsins Skagafjarðar um stofnframlög.
    Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar nr. 17, "Reglur um stofnframlög" Samþykkt samhljóða.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 14

Málsnúmer 2209017FVakta málsnúmer

Fundargerð 14. fundar byggðarráðs frá 21. september 2022 lögð fram til afgreiðslu á 5. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Álfhildur Leifsdóttir, Einar E. Einarsson, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, kvöddu sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 14 Álfhildur Leifsdóttir (Vg og óháð) leggur fram svohljóðandi tillögu:
    Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks erum við skuldbundin til að "gera fötluðu fólki kleift að lifa sjálfstæðu lífi og taka fullan þátt á öllum sviðum lífsins [...] og útrýma hindrunum og tálmum sem hefta aðgengi, skulu meðal annars ná til bygginga, vega, samgangna og annarrar aðstöðu innan dyra sem utan, þar með talið skóla, íbúðarhúsnæðis, heilbrigðisþjónustu og vinnustaða."
    Gott aðgengi skiptir okkur öllu máli, en slæmt aðgengi getur beinlínis komið í veg fyrir þátttöku fólks í samfélaginu. Skagafjörður er leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðs fólks og er því mikilvægt að sveitarfélagið sé til fyrirmyndar hvað málefnið varðar í hvívetna.
    VG og óháð leggja til Skagafjörður ráði aðgengisfulltrúa sem sér til þess að gerðar séu úttektir á aðgengi, þ.e. á þjónustu og starfsemi sveitarfélagsins í víðum skilningi. Leiði úttekt í ljós að úrbóta sé þörf hlutast aðgengisfulltrúi til um að gerðar séu tímasettar áætlanir um úrbætur."
    Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

    Einar E Einarsson (B) og Gísli Sigurðsson (D) leggja fram eftirfarandi bókun:
    Fulltrúar meirihlutans hafna tillögu VG og óháðra en benda á að starfandi er ráðgefandi hópur um aðgengismál innan sveitarfélagsins sem heyrir beint undir byggðarráð. Í honum eiga sæti 2 fulltrúar frá sveitarfélaginu, 1 fulltrúi frá Sjálfsbjörg í Skagafirði og 1 fulltrúi frá Þroskahjálp í Skagafirði. Núverandi fulltrúar í hópnum voru kjörnir á 857. fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar 13. febrúar 2019 og kominn tími til að skipa að nýju í hópinn hjá sameinuðu sveitarfélagi. Með hópnum starfar sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og er hann skráður aðgengisfulltrúi sveitarfélagsins Skagafjarðar gagnvart Öryrkjabandalaginu og Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

    Á vegum ráðgefandi hóps um aðgengismál og aðgengisfulltrúa hefur verið fjallað um og veitt álit og ráðgjöf sem snertir helstu nýframkvæmdir og viðhaldsframkvæmdir á vegum sveitarfélagsins og annarra aðila undanfarin ár og má þar nefna aðgengi að Húsi frítímans, Aðalgötu 21, Gúttó, nýjum leikskóla á Hofsósi, félagsheimilinu Bifröst, Iðju, sundlaug Sauðárkróks, sundlauginni í Varmahlíð, íþróttahúsinu á Sauðárkróki, lóð leikskólans á Hólum, vatnspósti á Hofsósi, Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju, stígakerfi og gönguleiðum í sveitarfélaginu, o.s.frv. Aðgengishópurinn hefur einnig sótt um styrki í gegnum framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til úttektar á aðgengi að nokkrum opinberum byggingum og fékk í gegnum slíka styrkveitingu utanaðkomandi aðila til að gera úttekt á nokkrum byggingum í eigu sveitarfélagsins árið 2015. Þá hefur aðgengisfulltrúi nýlega fengið inn á sitt borð og verið í samskiptum við forsvarsmenn hins ánægjulega verkefnis Römpum upp Ísland sem snýst um að koma upp 1000 römpum á Íslandi fyrir 11. mars 2026 í því skyni að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi.

    Brýnt er að ráðgefandi hópur um aðgengismál og aðgengisfulltrúi haldi sínum mikilvægu störfum áfram. Því er lagt til að meiri- og minnihluti tilnefni nýja fulltrúa í hópinn á fundi byggðarráðs ásamt því sem leitað verði eftir tilnefningum frá Sjálfsbjörgu og Þroskahjálp þannig að unnt sé að staðfesta nýja skipan í ráðgefandi hóp um aðgengismál á næsta fundi sveitarstjórnar.

    Álfhildur Leifsdóttir (Vg og óháð) óskar bókað:
    Það er miður að Skagafjörður sem er leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðs fólks sjái sér ekki fært að uppfylla stöðu aðgengisfulltrúa sveitarfélagsins með þeim hætti sem Öryrkjabandalag Íslands leggur til. Þar er lögð áhersla á m.a. að aðgengisfulltrúi hafi frumkvæði af því að gera úttektir á aðgengi og til hans sé leitað áður en byggt er á vegum sveitarfélagsins. Að aðgengisfulltrúi skrái verkefni, geri verklýsingu og kostnaðaráætlun, komi verkefninu á réttan aðila til úrlausna og fylgist með stöðu þess. Mikilvægt er að aðgengisfulltrúi þekki vel til málaflokksins og sæki reglulega námskeið um málefnið sem haldið er í samvinnu Mannvirkjastofnunar, Sjálfsbjargar og ÖBÍ. Tryggja þyrfti ákveðið sjálfstæði aðgengisfulltrúans og að hann hafi greiðan aðgang að áætlunum auk þess að boðleiðir séu skýrar. Ekkert að þessu er tilgreint í starfslýsingu núverandi aðgengisfulltrúa sveitarfélagsins og raunar ekkert sem tengist aðgengismálum yfirleitt með þeim hætti sem Ríkið, ÖBÍ og Samband sveitarfélaga hafa lagt til og sjá má á vef ÖBÍ.

    Jóhanna Ey Harðardóttir (Byggðalisti) óskar bókað:
    Aðgengisfulltrúi hefur unnið gott starf með Ráðgefandi hóp um aðgengi í að meta aðgengi að eignum sveitarfélagsins. Greinagóður listi um aðgengi eigna sveitarfélagsins og mat á þörf til úrbóta. Mikilvægt að litið sé á aðgengi í víðum skilningi þegar vinna sem þessi er unnin og að allir hafi kost á að nýta sér húsnæði og útivistarsvæði sveitarfélagsins.

    Byggðarráð hafnar tillögunni með tveimur atkvæðum.
    Bókun fundar Fulltrúar Vg og óháðra ítreka bókun sína frá fundi byggðarráðs:
    Það er miður að Skagafjörður sem er leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðs fólks sjái sér ekki fært að uppfylla stöðu aðgengisfulltrúa sveitarfélagsins með þeim hætti sem Öryrkjabandalag Íslands leggur til. Þar er lögð áhersla á m.a. að aðgengisfulltrúi hafi frumkvæði af því að gera úttektir á aðgengi og til hans sé leitað áður en byggt er á vegum sveitarfélagsins. Að aðgengisfulltrúi skrái verkefni, geri verklýsingu og kostnaðaráætlun, komi verkefninu á réttan aðila til úrlausna og fylgist með stöðu þess. Mikilvægt er að aðgengisfulltrúi þekki vel til málaflokksins og sæki reglulega námskeið um málefnið sem haldið er í samvinnu Mannvirkjastofnunar, Sjálfsbjargar og ÖBÍ. Tryggja þyrfti ákveðið sjálfstæði aðgengisfulltrúans og að hann hafi greiðan aðgang að áætlunum auk þess að boðleiðir séu skýrar. Ekkert að þessu er tilgreint í starfslýsingu núverandi aðgengisfulltrúa sveitarfélagsins og raunar ekkert sem tengist aðgengismálum yfirleitt með þeim hætti sem Ríkið, ÖBÍ og Samband sveitarfélaga hafa lagt til og sjá má á vef ÖBÍ.

    Fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks ítreka bókun sína frá fundi byggðarráðs:
    Fulltrúar meirihlutans hafna tillögu VG og óháðra en benda á að starfandi er ráðgefandi hópur um aðgengismál innan sveitarfélagsins sem heyrir beint undir byggðarráð. Í honum eiga sæti 2 fulltrúar frá sveitarfélaginu, 1 fulltrúi frá Sjálfsbjörg í Skagafirði og 1 fulltrúi frá Þroskahjálp í Skagafirði. Núverandi fulltrúar í hópnum voru kjörnir á 857. fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar 13. febrúar 2019 og kominn tími til að skipa að nýju í hópinn hjá sameinuðu sveitarfélagi. Með hópnum starfar sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og er hann skráður aðgengisfulltrúi sveitarfélagsins Skagafjarðar gagnvart Öryrkjabandalaginu og Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Á vegum ráðgefandi hóps um aðgengismál og aðgengisfulltrúa hefur verið fjallað um og veitt álit og ráðgjöf sem snertir helstu nýframkvæmdir og viðhaldsframkvæmdir á vegum sveitarfélagsins og annarra aðila undanfarin ár og má þar nefna aðgengi að Húsi frítímans, Aðalgötu 21, Gúttó, nýjum leikskóla á Hofsósi, félagsheimilinu Bifröst, Iðju, sundlaug Sauðárkróks, sundlauginni í Varmahlíð, íþróttahúsinu á Sauðárkróki, lóð leikskólans á Hólum, vatnspósti á Hofsósi, Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju, stígakerfi og gönguleiðum í sveitarfélaginu, o.s.frv. Aðgengishópurinn hefur einnig sótt um styrki í gegnum framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til úttektar á aðgengi að nokkrum opinberum byggingum og fékk í gegnum slíka styrkveitingu utanaðkomandi aðila til að gera úttekt á nokkrum byggingum í eigu sveitarfélagsins árið 2015. Þá hefur aðgengisfulltrúi nýlega fengið inn á sitt borð og verið í samskiptum við forsvarsmenn hins ánægjulega verkefnis Römpum upp Ísland sem snýst um að koma upp 1000 römpum á Íslandi fyrir 11. mars 2026 í því skyni að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi. Brýnt er að ráðgefandi hópur um aðgengismál og aðgengisfulltrúi haldi sínum mikilvægu störfum áfram. Því er lagt til að meiri- og minnihluti tilnefni nýja fulltrúa í hópinn á fundi byggðarráðs ásamt því sem leitað verði eftir tilnefningum frá Sjálfsbjörgu og Þroskahjálp þannig að unnt sé að staðfesta nýja skipan í ráðgefandi hóp um aðgengismál á næsta fundi sveitarstjórnar.
    Fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.

    Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Þ Finster Úlfarsson (Byggðalista) óskar bókað: Aðgengisfulltrúi hefur unnið gott starf með Ráðgefandi hóp um aðgengi í að meta aðgengi að eignum sveitarfélagsins. Greinagóður listi um aðgengi eigna sveitarfélagsins og mat á þörf til úrbóta. Mikilvægt að litið sé á aðgengi í víðum skilningi þegar vinna sem þessi er unnin og að allir hafi kost á að nýta sér húsnæði og útivistarsvæði sveitarfélagsins.

    Sveinn Þ. Finster Úlfarsson kvaddi sér hjóðs, þá Álfhildur Leifsdóttir, Einar E Einarsson, og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir

    Afgreiðsla 14. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 14 Lagt fram erindisbréf fyrir ráðgefandi hóp um aðgengismál. Hópurinn heyrir beint undir byggðarráð. Í ráðgjafahópnum eiga sæti fjórir fulltrúar sem skipaðir eru af byggðarráði og skiptast þannig að tveir fulltrúar eru frá sveitarfélaginu, einn fulltrúi frá Sjálfsbjörg í Skagafirði og einn fulltrúi frá Þroskahjálp í Skagafirði. Formaður hópsins skal vera frá Sveitarfélaginu Skagafirði. Markmiðið hópsins er að yfirfara fyrirhugaðar framkvæmdir hjá sveitarfélaginu með tilliti til aðgengis, koma með tillögur um endurbætur á aðgengi og forgangsröðun þeirra. Tillögurnar eru hafðar til skoðunar við gerð fjárhagsáætlana hvers árs.
    Byggðarráð samþykkir að tilnefna í ráðgjafahópinn Sigurlaugu Vordísi Eysteinsdóttur og Eyrúnu Sævarsdóttur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 14 Málið síðast á dagskrá 12. fundar byggðarráðs þann 7. september 2022. Lagt fram bréf dagsett 2. september 2022 frá Sunnu Axelsdóttur lögmanni hjá Lögmannsstofu Norðurlands fyrir hönd ábúenda Laugarmýrar, varðandi heitavatnsréttindi að Steinsstöðum hinum fornu. Óskað er meðal annars eftir upplýsingum um stöðu mála hjá sveitarfélaginu varðandi heitavatnsréttindin og fundi með byggðarráði og sveitarstjóra vegna málsins svo fljótt sem unnt er. Dagný Stefánsdóttir og Róbert Logi Jóhannesson sátu fundinn ásamt lögmanni sínum Sunnu Axelsdóttur sem tók þátt í gegnum fjarfundabúnað. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat einnig fundinn ásamt lögmanni sveitarfélagsins Hjörleifi Kvaran sem tók þátt með fjarfundabúnaði.
    Farið yfir stöðu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 14 Málið áður á dagskrá 1008. og 1009. fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Byggðarráð samþykkti að skipa starfshóp með UMSS um stefnumörkun í íþróttamálum í sveitarfélaginu að sveitarstjórnarkosningum loknum.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir að forsvarsmenn UMSS komi á fund byggðarráðs til viðræðu um málefnið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 14 Erindið áður á 1014. fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 11. maí 2022. Lagt fram bréf dagsett 4. apríl 2022 frá Hafsteini Loga Sigurðarsyni og Júlíu Ósk Gestsdóttur, íbúum í Kleifatúni 2, Sauðárkróki. Með tilvísun í fundarsamþykkt umhverfis- og samgöngunefndar frá 20. október 2021, óska bréfritarar eftir því að sveitarfélagið taki þátt í kostnaði þeirra við að reisa ákeyrsluvarnarvegg á mörkum lóðarinnar Kleifatún 2, við Túngötu. Lögð fram bókun 5. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 8. september 2022: "Málið tekið fyrir og rætt á fundi byggðarráðs 11. maí síðastliðinn sem samþykkti þá að vísa erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar vegna úttektar á umferðaröryggi við Túngötu og þeirra aðgerða sem ráðast á í að úttekt lokinni. Afstaða byggðarráðs til erindisins að öðru leyti verður tekin þegar úttekt og öryggisráðstafanir munu liggja fyrir. Fyrir liggja drög verkfræðistofunnar Eflu að bættu umferðaröryggi við Túngötu á Sauðárkróki. Tillagan miðar að því að hægja á umferð um götuna en leyfður hámarkshraði er 30 km á klukkustund. Reynslan er hinsvegar sú að virkur hraði í götunni er talsvert hærri sem leiðir af sér hættu fyrir íbúa og vegfarendur. Merking og málun gangbrauta hefur sýnt sig í að vera hraðatakmarkandi aðgerð og leggur Efla til að 7-8 þveranir verði merktar og upplýstar, þar af verði 2 uppbyggðar hraðahindranir. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillögu Eflu og felur sviðsstjóra að láta hanna, teikna upp og kostnaðarmeta aðgerðapakkann. Umhverfis- og samgöngunefnd telur framangreind áform til bætts umferðaröryggis taka á yfirvofandi hættu aðliggjandi húsa við Túngötu á Sauðárkróki."
    Lagt fram minnisblað frá Eflu verkfræðistofu m.a. vegna Túngötu m.t.t umferðaröryggis, gönguleiða, þverana og hámarkshraða (halda umferðarhraða í 30 km/klst. með aðgerðum). Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
    Byggðarráð vísar í bókun umhverfis- og samgöngunefndar frá 8. september s.l. og fyrirliggjandi minnisblað frá Eflu verkfræðistofu og vísar fyrirhuguðum framkvæmdum til að tryggja umferðaröryggi til gerðar fjárhagsáætlunar 2023. Jafnframt hafnar byggðarráð erindinu um þátttöku í að reisa ákeyrsluvarnarvegg á mörkum lóðarinnar Kleifatún 2 við Túngötu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 14 Lögð fram samþykkt um byggðamerki sveitarfélagsins Skagafjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 14 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 13. september 2022 þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 164/2022, "Drög að upplýsingastefnu stjórnvalda". Umsagnarfrestur er til og með 09.10.2022. Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 14 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 16. september 2022 þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 168/2022, "Frumvarp til laga um póstþjónustu (Leiðrétting, bréfakassasamstæður, innleiðing Evrópureglna.)". Umsagnarfrestur er til og með 02.10.2022. Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 14 Lögð fram til kynningar tillaga kjörnefndar að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022-2026 sem verður lögð fram á landsþingi á Akureyri 28.-30. september 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 15

Málsnúmer 2209022FVakta málsnúmer

  • Byggðarráð Skagafjarðar - 15 Magnús Barðdal atvinnuráðgjafi hjá SSNV kom til fundar við byggðarráð til að ræða tækifæri í atvinnuuppbyggingu í Skagafirði og áhersluverkefni. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 15 Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri kom til fundar til að ræða framtíð og skipulag útkallseininga í Skagafirði. Mjög erfiðlega hefur gengið að manna útstöð slökkviliðsins á Hofsósi undanfarin ár svo ásættanlegt sé m.t.t. viðbragðs og þjónustu sem slík mönnun krefst. Búið er að auglýsa ítrekað eftir mannskap án árangurs. Er svo komið að útkallseiningin er nær óstarfhæf og gefur falskt öryggi fyrir íbúa á þjónustusvæðinu. Slökkvibifreiðin þar er í góðu lagi. Slökkvibifreiðin í Varmahlíð er ónýt og má því segja að báðar útkallseiningar séu óstarfhæfar í dag. Einn valkosturinn í stöðunni í dag er að færa bifreiðina á Hofsósi til Varmahlíðar og/eða að kaupa bifreið, en þá þarf að vera trygg mönnun á útkallseiningum.
    Byggðarráð hefur áhyggjur af stöðu mála og felur sveitarstjóra og slökkviliðsstjóra að vinna að tillögu í málinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 15 Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstraráætlun ársins 2023.
    Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsrammanum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar nr 19., "Fjárhagsáætlun Skagafjarðar 2023-2026" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 15 Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun ársins 2022. Viðaukinn myndar aukinn rekstrarafgang samstæðu sveitarfélagsins að fjárhæð 54.972 þkr. Fjármagn til fjárfestinga er aukið um 140 mkr. Gerðar eru millifærslur milli fjárfestingaverkefna ársins og veitt heimild til eignasjóðs til sölu fasteignar. Viðaukanum mætt með lækkun handbærs fjár að fjárhæð 86.105 þkr.
    Byggðarráð samþykkir að vísa viðaukanum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarnr. 20, "Skagafjörður (5716), fjárhagsáætlun 2022, viðauki 2." Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 15 Lagt fram bréf dagsett 19. september 2022 frá Björgunarbátasjóði Norðurlands varðandi ósk um fjárhagsstuðning við kaup á nýju björgunarskipi. Óskað er eftir að forsvarsmaður sjóðsins, Kolbeinn Óttarsson Proppé fái að koma á fund byggðarráðs til þess að kynna verkefnið betur, fjárþörfina og leiðir til að dreifa fjárhagsstuðningi yfir lengri tíma.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða fulltrúa sjóðsins á næsta fund ráðsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 15 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. ágúst 2022 til sveitarfélaga og samtaka þeirra. Með skipunarbréfi dags. 11. júlí sl. voru Hilmar Gunnlaugsson lögmaður, Björt Ólafsdóttir fyrrv. ráðherra og Kolbeinn Óttarsson Proppé fyrrv. alþingismaður skipuð í starfshóp til að skoða og gera tillögur til ráðuneytisins um nýtingu vindorku. Með hópnum starfar Hafsteinn S. Hafsteinsson, lögfræðingur í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu. Er sveitarfélögum boðið að senda sjónarmið sín um málefnið til starfshópsins.
    Byggðarráð Skagafjarðar leggur áherslu á að vindorkugarðar, a.m.k. yfir ákveðnu umfangi, falli undir rammaáætlun í því skyni að fram fari vandaður undirbúningur og rannsóknir á áhrifum slíkra garða. Byggðarráð brýnir þó fyrir stjórnvöldum að leggja aukinn kraft í vinnslu rammaáætlunar og gera hana markvissari, en undanfarin ár hefur vinnsluferlið tekið allt of langan tíma og endanleg staðfesting Alþingis einnig. Við gerð rammaáætlunnar verður líka að hafa í huga orkuframboð í mismunandi landshlutum og getu flutningskerfisins gagnvart byggðinni í landinu.
    Skynsamlegt er að framleiðsla vindorku verði sem næst því flutningskerfi sem byggt hefur verið upp og byggt verður upp. Þar með er jafnframt betur tryggt ákveðið samspil eða sveiflujöfnun á milli vatnsafls og vindorku.
    Skipulagsvaldið er einn af hornsteinum sjálfsstjórnarréttar sveitarfélaga sem ber að virða. Til greina kemur þó að skoða að brýnir þjóðhagslegir innviðir, s.s. flutningskerfi raforku og framleiðsla hennar, falli undir landskipulag til að tryggja að horft verði á þessa tvo stóru þætti í samhengi. Það gengur ekki að ákveðin svæði geti lent í því að fá hvorki að virkja vatnsafl né vindorku og að flutningur orku inn á þau svæði sé þar að auki takmarkaður vegna lélegra flutningskerfa. Stjórnvöldum ber að stuðla að orkuskiptum og tryggja að samfélög vítt og breytt um landið geti vaxið og dafnað og þá er nauðsynlegt að flutningur á endurnýjanlegri orku geti farið fram með öruggum hætti. Með þeim hætti er einnig tryggt að ákveðnir landshlutar verði ekki útundan í afhendingu raforku en undanfarna áratugi hafa einstök svæði í námunda við orkuframleiðslu byggst hraðar upp en önnur sem ekki hafa fengið heimild til virkjana náttúruauðlinda.
    Jafnframt leggur byggðarráð Skagafjarðar áherslu á að jafna þurfi betur tekjur sem sveitarfélög hafa af mannvirkjum sem nýtt eru til orkuframleiðslu og dreifingar og áskilur sér rétt til frekari viðbragða á síðari stigum málsins.

    Álfhildur Leifsdóttir (Vg og óháð) óskar bókað að mikilvægt sé að vindorkugarðar falli undir rammaáætlun en situr að öðru leiti hjá afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með sjö atkvæðum. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Álfhildur Leifsdóttir (Vg) óska bókað að þær sitji hjá við afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 15 Lögð fram umsagnarbeiðni frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, málsnúmer 2022-039575, dagsett 22. september 2022. Videosport ehf., kt. 470201-2150, sækir um leyfi til reksturs, Veitingaleyfi-B Skemmtistaður, vegna Kaffi Króks, Aðalgötu 16 (F213-1131), 550 Sauðárkróki.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 15 Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir að gefa sveitarstjóra og staðgengli hans fullnaðarheimild til þess að afgreiða umsóknir um tækifærisleyfi fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 15 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til sveitarfélaga og landshlutasamtaka í átakinu "Samtaka um hringrásarhagkerfi", dagsettur 20. september 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 15 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 23. september 2022 varðandi skráningu þátttakenda á fjármálaráðstefnu 2022 sem haldin verður 13. og 14. október n.k. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 15 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 20. september 2022 frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þar sem tilkynnt er um að umsóknarfrestur um síðari úthlutun ársins á stofnframlögum ríkisins sé til 16. október 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 15 Lögð fram til kynningar sameiginleg áskorun Félags atvinnurekenda, Húseigendafélagsins og Landssambands eldri borgara, dagsett 21. september 2022, til ríkis og sveitarfélaga. Húseigendafélagið, Landssamband eldri borgara og Félag atvinnurekenda skora á ríki og sveitarfélög að grípa til aðgerða til að hindra að gífurlegar verðhækkanir á fasteignamarkaði leiði til mikilla hækkana fasteignagjalda á eignir fólks og fyrirtækja. Húseigendafélagið, Landssamband eldri borgara og Félag atvinnurekenda skora á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson ráðherra sveitarstjórnarmála að beita sér fyrir viðræðum við sveitarfélögin og hagsmunaaðila um að breyta lögum um fasteignamat og tekjustofna sveitarfélaga og koma á gegnsærra og sanngjarnara kerfi. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 15 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 22. september 2022 frá Skógræktarfélagi Íslands. Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn í Mosfellsbæ dagana 2.-4. september 2022, skorar á sveitarstjórnir landsins að vinna að skipulagsáætlunum í takt við stefnu stjórnvalda um skógrækt á landsvísu og eru sveitarfélög hvött til að koma sér upp skilvirkum verkferlum og forðast óþarfa tafir og kostnað við afgreiðslu framkvæmdaleyfa vegna skógræktar. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.

4.Byggðarráð Skagafjarðar - 16

Málsnúmer 2210001FVakta málsnúmer

Fundargerð 16. fundar byggðarráðs frá 5. október 2022 lögð fram til afgreiðslu á 5. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 16 Málið áður á dagskrá á fundum byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 22. og 30. mars 2022. Þingsályktunartillaga 102. ársþings UMSS haldið í Húsi frítímans þann 12. mars 2022, hvetur Sveitarfélagið Skagafjörð að setja af stað vinnu í samvinnu við UMSS varðandi framtíðarstefnumörkun í íþróttamálum í Sveitarfélaginu Skagafirði og í framhaldi af því að hraða uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu. Undir þessum dagskrárlið komu forsvarsmenn UMSS til viðræðu, Gunnar Þór Gestsson formaður, Þuríður Elín Þórarinsdóttir og Thelma Knútsdóttir framkvæmdastjóri.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að skipa tvo starfsmenn sveitarfélagsins í starfshóp með fulltrúum UMSS vegna upplýsingaöflunar um stöðumat. Starfshópurinn skal skila skýrslu fyrir næstu áramót.
    Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 16 Málið áður á dagskrá 11. fundar byggðarráðs þann 31. ágúst 2022, þar sem lögð var fram greinargerð ásamt tillögum útgáfustjórnar Byggðasögu Skagafjarðar til stofnaðila ritverksins, dagsett 15. ágúst 2022. Undir þessum dagskrárlið sátu Bjarni Maronsson og Gunnar Rögnvaldsson fundinn og gerðu grein fyrir tillögum útgáfustjórnar Byggðasögunnar til stofnaðila ritverksins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 16 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 26. september 2022 frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til allra framkvæmdastjóra sveitarfélaga varðandi ársfund sjóðsins miðvikudaginn 12. október 2022 í Reykjavík. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 16 Lagður fram tölvupóstur frá skrifstofu landbúnaðar í matvælaráðuneytinu, dagsettur 3. október 2022. óskað hefur verið eftir samþykki matvælaráðherra sbr. 10. gr. a. jarðalaga nr. 81/2004 á kaupum félagsins Fljótabakki ehf. á sumarhúsi í Fljótum (Víkurlundur) F2143956 Brautarholt Mýri.
    Með vísan til 8. mgr. 10. gr. a jarðalaga er óskað eftir umsögn sveitarstjórnar Skagafjarðar vegna ofangreinds. Sérstaklega er óskað eftir sjónarmiðum sveitarfélagsins um það hvort fyrirhuguð ráðstöfun fasteignar og áformuð nýting hennar samrýmist skipulagsáætlunum Skagafjarðar, landsskipulagsstefnu eða annarri stefnu um landnýtingu eftir því sem við á. Enn fremur hvort áformuð nýting fasteignar sé að mati sveitarfélagsins í samræmi við stærð, staðsetningu og ræktunarskilyrði hennar, sem og gæði og fasteignaréttindi sem fylgja henni og hvort ráðstöfunin styrki landbúnað og búsetu á viðkomandi svæði. Samkvæmt 3. málsl. 8. mgr. 10. gr. a skulu umsagnir liggja fyrir eins skjótt og verða má. Með vísan til þess er þess óskað að umsögn verði skilað eigi síðar en miðvikudaginn 12. október 2022.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við erindið og vísar því til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar nr. 21, "Umsagnarbeiðni vegna jarðarlaga nr. 81 2004 - Sala sumarhúss Víkurlundur F214-3956" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 16 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. september 2022 frá nefndasviði Alþingis. Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um eflingu félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins, 10. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 14. október 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 16 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 3. október 2022 þar sem matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 183/2022, "Áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar (viðurlög og tengdir aðilar)". Umsagnarfrestur er til og með 04.11.2022. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 16 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 27. september 2022 þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 175/2022, "Skýrsla verkefnisstjórnar um starfsaðstæður kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa". Umsagnarfrestur er til og með 12.10.2022. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 16 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 28. september 2022 frá UNICEF á Íslandi varðandi tækifæri barna til áhrifa og ungmennaráð. Bókun fundar VG og óháð óskar bókað að aðkoma ungmennaráðs mætti vera meiri í mörgum málaflokkum sveitarfélagsins. Rödd unga fólksins er sterk og sýn þeirra á málin oft önnur sem nauðsynlegt er að fá að borðinu. VG og óháð vilja því brýna okkur öll til að nýta krafta unga fólksins okkar sem oftast því það væri sannarlega til bóta.
    Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttirog Álfhildur Leifsdóttir

    Afgreiðsla 16. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 16 Lagður fram til kynningar ársreikningur Tímatákns ehf. fyrir árið 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.

5.Byggðarráð Skagafjarðar - 17

Málsnúmer 2210012FVakta málsnúmer

Fundargerð 17. fundar byggðarráðs frá 10. október 2022 lögð fram til afgreiðslu á 5. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Sveinn þ. Finster Úlfarsson og Einar E Einarsson kvöddu sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 17 Málið áður á dagskrá 15. fundar byggðarráðs þann 28. september. Lagt fram bréf dagsett 19. september 2022 frá Björgunarbátasjóði Norðurlands varðandi ósk um fjárhagsstuðning við kaup á nýju björgunarskipi. Kolbeinn Óttarsson Proppé og Gísli Ingimundarson mættu á fundinn fyrir hönd Björgunarbátasjóðs Norðurlands og kynntu verkefnið. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 17 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. september 2022 frá Árna Gunnarssyni f.v. stjórnarformanni Flugu ehf., varðandi kostnað sem félagið stofnaði til við Tjarnarbæ og reiðhöllina Svaðastaði að fjárhæð 570.000 kr. m. vsk.
    Byggðarráð samþykkir að greiða reikning frá Flugu ehf. vegna þessa verks sem unnið var meðal annars á lóð sveitarfélagsins. Byggðarráð minnir á mikilvægi þess að ekki sé stofnað til útgjalda án fyrirliggjandi heimilda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 17 Lögð fram samþykkt um byggðamerki sveitarfélagsins Skagafjarðar.
    Byggðarráð staðfestir samþykktina og samþykkir að vísa samþykktinni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Samþykkt um byggðamerki Skagafjarðar" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 17 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 4. október 2022 þar sem matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 184/2022, "Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (afnám tegundatilfærslu í deilistofnum botnfisks, gullkarfa og grálúðu)". Umsagnarfrestur er til og með 19.10.2022. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.

6.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 3

Málsnúmer 2209013FVakta málsnúmer

Fundargerð 3. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 13. september 2022 lögð fram til afgreiðslu á 5. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 3 Teknar fyrir umsóknir um rekstur félagsheimilisins Héðinsminnis. Auglýst var eftir rekstraraðilum fyrir félagsheimilið þann 20. júlí sl. og rann umsóknarfrestur út 15. ágúst. Ein umsókn barst í rekstur félagsheimilsins frá Auði Herdísi Sigurðardóttur fyrir hönd ahsig ehf. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd ákveður að ganga til samninga við Auði Herdísi Sigurðardóttur (Ahsig ehf) um rekstur félagsheimilisins Héðinsminnis. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með átta atkvæðum. Hrund Pétursdóttir vék af fundi undir afgreiðslu máls.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 3 Tekið fyrir erindi frá Kvenfélagi Lýtingsstaðahrepps, dagsett 6.9.2022, um afnot af Sveinsstofu í Árgarði fyrir geymslurými, vinnurými og fundaraðstöðu.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að vinna málið áfram með rekstraraðila hússins, eignasjóð Skagafjarðar og kvenfélagi Lýtingsstaðahrepps.

    Elínborg Erla Ásgeirsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 3 Tekið fyrir erindi frá Sigurði Haukssyni fyrir hönd Skíðadeildar Tindastóls, dagsett 13.09.2022, þar sem óskað er eftir að Skíðasvæði Tindastóls verði hluti af þeim verkefnum sem Skagafjörður tilnefnir í Áfangastaðaáætlun.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og felur starfsmönnum að auglýsa eftir verkefnum fyrir Skagafjörð í Áfangastaðaáætlun.

    Sigurður Bjarni Rafnsson vék af fundi undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 3 Tekið til kynningar ályktanir aðalfundar Drangeyjar - smábátafélags Skagafjarðar, dagsett 11. september.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd mun hafa framlagðar ályktanir um byggðakvóta til hliðsjónar þegar sótt verður um sérreglur byggðakvóta fyrir Skagafjörð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.

7.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 4

Málsnúmer 2209021FVakta málsnúmer

Fundargerð 4. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 26. september 2022 lögð fram til afgreiðslu á 5. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 4 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Jóhanni Daða Gíslasyni, dagsett 16.09.2022, vegna jólatónleikanna Jólin heima sem fyrirhugað er að halda í Miðgarði þann 10. desember nk.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og fagnar framtakinu en getur því miður ekki styrkt verkefnið að þessu sinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með sjö atkvæðum. Gísli Sigurðsson og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir véku af fundi undir afgreiðslu málsins.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 4 Teknar fyrir tillögur að forgangsverkefnum fyrir Áfangastaðaáætlun Norðurlands sem auglýst var eftir þann 14.09.2022. Forgangslistinn er uppfærður árlega.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að setja eftirfarandi forgangsverkefni í Áfangastaðaáætlun Norðurlands.

    Staðabjargarvík
    Hólar í Hjaltadal
    Austurdalur
    Tindastóll
    Glaumbær
    Kakalaskáli

    Sigurður Bjarni Rafnsson vék af fundi undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 4 Umræður um fjárhagsáætlun 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 4 Lögð fram til kynninga drög að breytingu á lögum um menningarminjar - aldursfriðun. Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.

8.Félagsmála- og tómstundanefnd - 4

Málsnúmer 2209023FVakta málsnúmer

Fundargerð 4. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 29. september 2022 lögð fram til afgreiðslu á 4. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 4 Lagður fram listi yfir lög og reglugerðir sem snerta málasvið 06, frístundastarf og ýmis sjónarmið þar að lútandi reifuð. Gert er ráð fyrir að allar reglur sveitarfélagsins verði endurskoðaðar á næstu vikum og að félagsmála- og tómstundanefnd afgreiði reglur þessar frá sér, að svo miklu leyti sem hægt er til byggðarráðs á næsta fundi sínum. Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 4 Lagður fram listi yfir lög og reglugerðir sem snerta málasvið 02, félagsþjónustu og ýmis sjónarmið þar að lútandi reifuð. Gert er ráð fyrir að allar reglur sveitarfélagsins verði endurskoðaðar á næstu vikum og að félagsmála- og tómstundanefnd afgreiði reglur þessar frá sér að svo miklu leyti, sem hægt er til byggðarráðs á næsta fundi sínum. Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 4 Lagður fram listi yfir lög og reglugerðir sem snerta málasvið 02, málefni fatlaðs fólks og ýmis sjónarmið þar að lútandi reifuð. Gert er ráð fyrir að allar reglur sveitarfélagsins verði endurskoðaðar á næstu vikum og að félagsmála- og tómstundanefnd afgreiði reglur þessar frá sér að svo miklu leyti, sem hægt er til byggðarráðs á næsta fundi sínum. Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 4 Fjögur mál lögð fyrir. Fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.

9.Fræðslunefnd - 6

Málsnúmer 2209024FVakta málsnúmer

Fundargerð 6. fundar fræðslunefndar frá 4. október 2022 lögð fram til afgreiðslu á 5. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 6 Lagður fram listi yfir lög og reglugerðir sem snerta málasvið 04 og ýmis sjónarmið þar að lútandi reifuð. Gert er ráð fyrir að allar reglur sveitarfélagsins verði endurskoðaðar á næstu vikum og að fræðslunefnd afgreiði reglur þessar frá sér til byggðarráðs á næsta fundi sínum, að svo miklu leyti sem hægt er. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar fræðslunefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • 9.2 2209351 Öryggismyndavélar
    Fræðslunefnd - 6 Fram hefur komið sú hugmynd að setja upp eftirlitsmyndavélar við Árskóla og íþróttahúsið á Sauðárkróki. Fræðslunefnd ræddi málið og ýmis sjónarmið sem hafa þarf í huga varðandi ákvörðun um að setja upp eftirlitsmyndavélar þar sem börn eru í leik og starfi. Bent er á mikilvægi þess að skoða málið rækilega m.t.t. persónuverndarsjónarmiða Sviðsstjóra og starfsmönnum sviðsins falið að skila minnisblaði um málið fyrir næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar fræðslunefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • 9.3 2209345 Skólamatur
    Fræðslunefnd - 6 Skólamatur í Ársölum og Árskóla hefur nokkuð verið til umræðu í samfélaginu, sbr. minnisblað sem fylgir í gögnum. Starfsmenn hafa fundað með samningshöfum um málið og hvatt til þess að matarmálum verði komið í lag í samræmi við lýsingu í útboðsgögnum og gildandi samning. Starfsmenn munu fylgja málinu eftir í samræmi við ákvæði samningsins. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar fræðslunefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 6 Eitt mál tekið fyrir og afgreitt. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar fræðslunefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.

10.Skipulagsnefnd - 7

Málsnúmer 2209018FVakta málsnúmer

Fundargerð 7. fundar skipulagsnefndar frá 22. september 2022 lögð fram til afgreiðslu á 5. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Sveinn Þ Finster Úlfarsson, Álfhildur Leifsdóttir Einar E Einarsson, Gísli Sigurðsson kvöddu sér hljóðs sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 7 Farið yfir innsendar athugasemdir við skipulagslýsingu fyrir íbúðarbyggð á Steinsstöðum. Alls bárust fjórar athugasemdir sem hafðar verða til hliðsjónar við áframhaldandi deiliskipulagsvinnu svæðisins. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar skipulagnefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 7 Farið yfir tillögu að breyttri afmörkun deiliskipulagssvæðis fyrir norðurbæinn á Sauðárkróki. Skipulagsfulltrúa og hönnuði falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar skipulagnefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 7 Jóhannes Friðrik Þórðarsson og Helga Eyjólfsdóttir þinglýstir lóðarhafar lóðarinnar við Háuhlíð 14 á Sauðárkróki, sækja um breytingu á afmörkun lóðarinnar. Meðfylgjandi gögn unnin á Stoð ehf. Verkfræðistofu, dagssett 15.09.2022 gera grein fyrir umbeðnum breytingum.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar skipulagnefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 7 Indriði Stefánsson þinglýstur eigandi Álfgeirsvalla lands, (landnr. 207714), óskar eftir heimild til að stofna 14 ha spildu úr landi jarðarinnar, sem „Syðri-Vellir“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 72560201 útg. 01.09 2022. Afstöðuppdrátturinn unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.

    Óskað er eftir því að útskipt spilda haldi skilgreiningunni sem jörð og að landheiti útskiptrar spildu verði Syðri-Vellir. Ekki er annað landnúmer skráð með sama landheiti í Skagafirði.
    Landskipti samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli.
    Landskipti hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki.
    Ræktað land innan útskiptrar landsspildu er 1,3 ha.
    Engin fasteign er á umræddri spildu.
    Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Álfgeirsvöllum landi, landnr. 207714.

    Jafnframt er óskað eftir eftir heimild til að að stofna 20800 m2 byggingarreit fyrir íbúðarhús innan spildunnar, líkt og sýnt er á sama uppdrætti.
    Hámarksbyggingarmagn verði 300 m².
    Jákvæð umsögn Vegagerðarinnar um vegteningu liggur fyrir.

    Skipulagsnefnd samþykkir umbeðin landskipti og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarreit að fenginni umsögn minjavarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar skipulagnefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 7 Umsóknarferli um parhúsalóðir í Nestúni (16, 18, 22 og 24) lauk þann 15.09.2022. Mikill áhugi var á lóðunum og margir umsækjendur um hverja lóð. Í samræmi við úthlutunarreglur hefst nú undirbúningsferli skipulagsfulltrúa fyrir úthlutun þar sem draga þarf á milli umsækjenda.
    Nánari tímasetning útdráttar verður auglýst síðar og umsækjendum boðið að vera viðstödd útdrátt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar skipulagnefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 7 Umsóknarferli um lausar lóðir við Birkimel í Varmahlíð lauk þann 15.09.2022. Í samræmi við úthlutunarreglur hefst nú undirbúningsferli skipulagsfulltrúa fyrir úthlutun þar sem draga þarf á milli umsækjenda.
    Nánari tímasetning útdráttar verður auglýst síðar og umsækjendum boðið að vera viðstödd útdrátt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar skipulagnefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 7 Ein umsókn barst um frístundalóð nr. 4 á Steinsstöðum (landnúmer 222091) frá Birgi Bragasyni og Sveinbjörgu Ragnarsdóttur.
    Skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjenda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar skipulagnefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 7 Ein umsókn barst um frístundalóð nr. 6 á Steinsstöðum (landnúmer 222093) frá Hólmfríði Lilju Böðvarsdóttur.
    Skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar skipulagnefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 7 Ein umsókn barst um frístundalóð nr. 7 á Steinsstöðum (landnúmer 222094) frá Jóhanni Ara Böðvarssyni.
    Skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar skipulagnefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.

11.Skipulagsnefnd - 8

Málsnúmer 2210002FVakta málsnúmer

Fundargerð 8. fundar skipulagsnefndar frá 6. október 2022 lögð fram til afgreiðslu á 5. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Sveinn Þ Finster ÚLfarsson, Einar E Einarsson, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, Einar E Einarsson og Álfhildur Leifsdóttir kvöddu sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 8 Anna Kristín Guðmundsdóttir skipulagsráðgjafi fór yfir minnisblað dagssett 29.09.2022 verknúmer SSRG2103 sem unnið var af henni og Arnari Birgi Ólafssyni á Teiknistofu Norðurlands vegna Freyjugötureitsins að ósk skipulagsnefndar til að skýra betur athugasemdir nefndarinnar við drög að deiliskipulagstillögu fyrir Freyjugötureitinn.

    Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar skipulagnefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 8 Magnús Freyr Gíslason og Kolbrún Dögg Sigurðardóttir rekstraraðilar veitingastaðarins Sauðár (Lóð 70 við Sauðárhlíð L144009) óska eftir að leitað verði leiða til að koma fyrir 8-10 bílastæðum á samliggjandi lóð þeirra og sveitarfélagsins, þ.e.a.s. innan lóðarinnar og utan lóðar á svæði sveitarfélagsins þar sem þegar er búið að leggja Ecoraster bílaplan.
    Skipulagsfulltrúi hefur látið vinna minnisblað hjá Eflu verkfræðistofu um umferðaröryggi á svæðinu í tengslum við deiliskipulagsvinnu við tjaldsvæði í Sauðárgili.

    Skipulagsnefnd vísar erindinu til deiliskipulagsgerðar svæðisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar skipulagnefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 8 Kristín Elfa Magnúsdóttir fyrir hönd Videosport ehf. þinglýsts landeiganda jarðarinnar Borgargerði 2, 145921 óskar eftir heimild til að stofna 19,7 ha spildu úr landi jarðarinnar, sem „Borgargerði 4“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 72954303 útg. dagsetning 9. september 2022. Afstöðuppdráttur unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Landheiti útskiptrar spildu vísar í heiti upprunajarðar og ber sama staðvísi. Ekki er annað landnúmer í sveitarfélaginu skráð með þetta staðfang.
    Landskipti eru í samræmi við Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I og II flokki.
    Óskað er eftir því að útskipt spilda haldi skilgreiningu sem jörð.

    Engin fasteign er á umræddri spildu.
    Engin hlunnindi fylgja landskiptum þessum.
    Ræktað land sem fylgir landskiptum þessum nemur 3,8 ha og er sýnt á afstöðuuppdrætti.
    Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Borgargerði 2, landnr. 145921.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.


    Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar skipulagnefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 8 Lilja Pálmadóttir f.h. Hofstorfunnar slf. og Rúnar Páll Hreinsson fyrir hönd Hofssóknar leggja fram eignayfirlýsingu og samning um landskipti dags. 31. maí 2022 um afmörkun lóðar fyrir kirkjugarð Hofskirkju á Höfðaströnd, L146540.
    Fylgjandi framangreindri yfirlýsingu:
    Lóðarblað, “Lóð fyrir kirkju og kirkjugarð", mælt 24.10.2016 og unnið af Sigurgeiri Skúlasyni hjá Kirkjugarðaráði.
    Afrit af kaupsamningi og afsali dags 31. maí 2022.
    Héraðsdómur Norðurlands vestra, mál nr. E-5/2021
    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar skipulagnefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 8 Árni Björn Björnsson f.h. 13 29 ehf., þinglýsts eiganda landeignarinnar Melur II, landnúmer 145988 óskar eftir samþykki Skagafjarðar á hnitsettum landamerkjum Mels II á móti Reynistað, L145992, og Klausturbrekku, L192387, eins og þau eru sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 77770401, dags. 19. sept. 2022. Afstöðuuppdráttur var unninn hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Meðfylgjandi er landamerkjayfirlýsing dagsett 22.09.2022.
    Þá er óskað eftir heimild til að stofna 4.218 m² (0,42 ha) spildu úr landi Mels II, landnr. 145988, sem „Melur 3“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 77770401 útg. 19. sept 2022. Óskað er eftir því að útskipt spilda verði skráð sem íbúðarhúsalóð (10). Landskipti eru í samræmi við Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið um búsetu í dreifbýli. Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu og áhrif á búrekstrarskilyrði eru óveruleg. Landskipti skerða ekki landbúnaðarland í I. og II. flokki. Stærð Mels II eftir landskipti verður 3,58 ha.
    Landheiti útskiptrar spildu vísar til upprunalóðar með næsta lausa staðgreini.
    Engin fasteign er á umræddri spildu.
    Engin hlunnindi fylgja landskiptum þessum.
    Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Mel II, landnr. 145988.
    Kvöð um aðkomu/yfirferðarrétt að útskiptri spildu er um heimreið og vegarslóða í landi Mels II, L145988, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti.
    Jafnframt er óskað eftir stofnun byggingarreits á landi Mels II, L145988, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01. Byggingarreitur liggur innan afmörkunar útskiptrar spildu og mun tilheyra henni að landskiptum loknum. Um er að ræða 2.694 m² byggingarreit fyrir íbúðarhús, hámarksbyggingarmagn 300 m². Aðkoma er sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti.
    Fyrir liggur umsögn minjavarðar.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.


    Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar skipulagnefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 8 Axel Kárason þinglýstur eigandi Sólheima 2, Skagafirði (landnr. 234457), óskar eftir heimild til að stofna 3000 m2 byggingarreit fyrir íbúðarhús og bílskúr á jörðinni skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 75815002 útg. 21.09.2022. Afstöðuuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
    Fyrir liggur umsögn minjavarðar.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar skipulagnefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 8 Magni Þ. Geirsson og Fjóla K. Halldórsdóttir eigendur lóðarinnar Sólheimagerði land 1, L203138 ásamt frístundahúss sem á lóðinni stendur sækja um breytt heiti eignarinnar. Sótt er um að lóðin Sólheimagerði land 1, L203138 fái heitið Heiðarbær.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar skipulagnefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 8 Umsóknir bárust í allar þrjár einbýlishúsalóðirnar og eina parhúsalóð við Birkimel í Varmahlíð sem auglýstar voru þann 17. ágúst 2022.
    Útdráttur fer fram á næsta fundi skipulagsnefndarinnar sem er síðar í dag 6. október, kl. 16:00.
    Farið var yfir lista umsækjenda og hann samþykktur af nefndinni.
    Nefndin áréttar að leitast skuli við að ljúka úthlutun til þeirra sem ekki hafa fengið lóð úthlutað í fyrstu lotu komi til þess að lóðarúthlutun gangi til baka á grundvelli ófullnægjandi gagna og eða tímafrests.
    Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar skipulagnefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 8 Umsóknir bárust í allar fjórar parhúsalóðirnar í Nestúni sem auglýstar voru þann 17. ágúst 2022.
    Gengið hefur verði úr skugga um að lóðarumsóknir fullnægi skilyrðum reglna sveitarfélagsins um úthlutun lóða áður en dregið verði úr umsóknum. Útdráttur fer fram á næsta fundi skipulagsnefndarinnar sem er síðar í dag 6. október, kl. 16:00.
    Skipulagsfulltrúi og lögmaður sveitarfélagsins höfðu óskað eftir frekari gögnum frá umsækjendum til að hægt sé að úthluta lóðum samkvæmt reglum sveitarfélagsins.
    Farið var yfir lista umsækjenda og hann samþykktur af nefndinni.
    Nefndin áréttar að leitast skuli við að ljúka úthlutun til þeirra sem ekki hafa fengið lóð úthlutað í fyrstu lotu komi til þess að lóðarúthlutun gangi til baka á grundvelli ófullnægjandi gagna og eða tímafrests.

    Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við umfjöllun erindisins, Einar Eðvald Einarsson varamaður kom í hennar stað.
    Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa vék einnig af fundi við afgreiðslu erindisins.

    Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar skipulagnefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 8 Lögð fram til kynningar ályktun frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar skipulagnefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 8 Með tölvupósti dagssettum 04.10.2022 skilar Sif Kerger inn byggingarlóð við Laugaveg 19 í Varmahlíð sem henni var úthlutað á 407. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 1.júní 2021.
    Skipulagsfulltrúa falið að koma lóðinni á lista yfir lausar lóðir á heimasíðu sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar skipulagnefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.

12.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Skagafjarðar

Málsnúmer 2206198Vakta málsnúmer

Lögð er fram samþykkt um stjórn og fundarsköp Skagafjarðar sem afgreidd var á 4. fundi sveitarstjórnar þann 17. september sl. og vísað til síðari umræðu sveitarstjórnar.

Samþykkt um stjórn og fundarsköp Skagafjarðar borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.

13.Skipurit og stjórnskipurit Skagafjarðar

Málsnúmer 2208246Vakta málsnúmer

Vísað frá 13. fundi byggðarráðs frá 14. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram skipurit og stjórnskipurit fyrir sveitarfélagið Skagafjörð. Byggðarráð samþykkir skipuritin með áorðnum breytingum og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með 9 atkvæðum.

14.Reglur um úthlutun lóða á Nöfum ofan Sauðárkróks

Málsnúmer 2208250Vakta málsnúmer

Vísað frá 13. fundi byggðarráðs frá 14. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lagðar fram reglur um úthlutun lóða á Nöfum ofan Sauðárkróks vegna nafnbreytingar á sveitarfélaginu í kjölfar sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði. Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með 9 atkvæðu

15.Persónuverndarstefna Skagafjarðar

Málsnúmer 2208234Vakta málsnúmer

Vísað frá 13. fundi byggðarráðs frá 14. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram Persónuverndarstefna Skagafjarðar. Byggðarráð samþykkir stefnuna eins og hún er fyrir lögð og vísar henni til sveitarstjórnar."

Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með 9 atkvæðum.

16.Reglur um sölu íbúða

Málsnúmer 2208272Vakta málsnúmer

Vísað frá 13. fundi byggðarráðs frá 14. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lagðar fram reglur um sölu á íbúðum í eigu sveitarfélagsins Skagafjarðar. Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með 9 atkvæðum.

17.Reglur um stofnframlög

Málsnúmer 2208273Vakta málsnúmer

Vísað frá 13. fundi byggðarráðs frá 14. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lagðar fram reglur sveitarfélagsins Skagafjarðar um stofnframlög. Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með 9 atkvæðum.

18.Samþykkt um byggðamerki Skagafjarðar

Málsnúmer 2208236Vakta málsnúmer

Lögð er fram samþykkkt um byggðamerki Skagafjarðar sem vísað var á 17. fundi byggðarráðs þann 10. október 2022

Samþykkt um byggðamerki Skagafjarðar borin upp til afgeiðslu og samþykkt með 9 atkvæðum.

19.Fjárhagsáætlun Skagafjarðar 2023-2026

Málsnúmer 2208220Vakta málsnúmer

Vísað frá 15. fundi byggðarráðs þann 28. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstraráætlun ársins 2023. Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsrammanum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Fjárhagsrammi fyrir rekstraráætlun ársins 2023 borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með sjö atkvæðum.
Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óska bókað að þær sitji hjá.

20.Skagafjörður (5716), fjárhagsáætlun 2022, viðauki 2

Málsnúmer 2209290Vakta málsnúmer

Vísað frá 15. fundi byggðarráðs þann 28. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun ársins 2022. Viðaukinn myndar aukinn rekstrarafgang samstæðu sveitarfélagsins að fjárhæð 54.972 þkr. Fjármagn til fjárfestinga er aukið um 140 mkr. Gerðar eru millifærslur milli fjárfestingaverkefna ársins og veitt heimild til eignasjóðs til sölu fasteignar. Viðaukanum mætt með lækkun handbærs fjár að fjárhæð 86.105 þkr. Byggðarráð samþykkir að vísa viðaukanum til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Viðauki 2 við fjárhagsáætlun ársins 2022 borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með 9 atkvæðum.

21.Umsagnarbeiðni vegna jarðarlaga nr. 81 2004 - Sala sumarhúss Víkurlundur F214-3956

Málsnúmer 2210012Vakta málsnúmer

Vísað frá 16. fundi byggðarráðs þann 5. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Lagður fram tölvupóstur frá skrifstofu landbúnaðar í matvælaráðuneytinu, dagsettur 3. október 2022. óskað hefur verið eftir samþykki matvælaráðherra sbr. 10. gr. a. jarðalaga nr. 81/2004 á kaupum félagsins Fljótabakki ehf. á sumarhúsi í Fljótum (Víkurlundur) F2143956 Brautarholt Mýri.
Með vísan til 8. mgr. 10. gr. a jarðalaga er óskað eftir umsögn sveitarstjórnar Skagafjarðar vegna ofangreinds. Sérstaklega er óskað eftir sjónarmiðum sveitarfélagsins um það hvort fyrirhuguð ráðstöfun fasteignar og áformuð nýting hennar samrýmist skipulagsáætlunum Skagafjarðar, landsskipulagsstefnu eða annarri stefnu um landnýtingu eftir því sem við á. Enn fremur hvort áformuð nýting fasteignar sé að mati sveitarfélagsins í samræmi við stærð, staðsetningu og ræktunarskilyrði hennar, sem og gæði og fasteignaréttindi sem fylgja henni og hvort ráðstöfunin styrki landbúnað og búsetu á viðkomandi svæði. Samkvæmt 3. málsl. 8. mgr. 10. gr. a skulu umsagnir liggja fyrir eins skjótt og verða má. Með vísan til þess er þess óskað að umsögn verði skilað eigi síðar en miðvikudaginn 12. október 2022.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við erindið og vísar því til afgreiðslu sveitarstjórnar."

ERindið borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.

22.Fundagerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022

Málsnúmer 2201003Vakta málsnúmer

Fundargerð 913. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. september sl. lögð fram til kynningar á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022

Fundi slitið - kl. 12:52.