Fara í efni

Brúnastaðir 146157 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2209338

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 10. fundur - 20.10.2022

Elenóra Bára Birkisdóttir og Böðvar Fjölnir Sigurðsson og Brúnastaðir ehf., þinglýstir eigendur Brúnastaða í Tungusveit, (landnr.146157), sækja um leyfi til að stofna 8732 m2 spildu, íbúðarhúsalóð úr landi jarðarinnar og nefna lóðina Blámelur. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur nr. S01 í verki 77760202 útg. 20.09.2022 unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu gerir grein fyrir erindinu.
Ekki er annað landnúmer skráð með sama landheiti í Skagafirði.
Landskipti samræmast aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli.
Landskipti hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki.
Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu
Engin fasteign er á umræddri spildu.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Brúnastöðum, landnr. 146157.
Einnig skrifar undir erindið Friðrik Smári Stefánsson eigandi Brúnastaða 3 L220621 þar sem aðkoma að spildunni er um vegtengingu í landi Brúnastaða 3 og kvöð er um yfirferðarrétt þeirrar jarðar eins og sýnt er á afstöðuuppdrætti.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.