Fara í efni

Nefndalaun

Málsnúmer 2210001

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 21. fundur - 09.11.2022

Lögð fram tillaga um nýja útfærslu á launum fyrir setu í sveitarstjórn og nefndum sveitarfélagsins. Helstu breytingar eru þær að áheyrnarfulltrúar fá sömu nefndarlaun til jafns við aðra nefndarmenn og þóknun fyrir útlagðan kostnað fellur niður en nefndarlaun hækka á móti um sömu upphæð. Upplýsingar um kjörin verða uppfærðar á heimasíðu sveitarfélagsins eftir afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 6. fundur - 16.11.2022

Visað frá 21. fundi byggðarráðs frá 9. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram tillaga um nýja útfærslu á launum fyrir setu í sveitarstjórn og nefndum sveitarfélagsins. Helstu breytingar eru þær að áheyrnarfulltrúar fá sömu nefndarlaun til jafns við aðra nefndarmenn og þóknun fyrir útlagðan kostnað fellur niður en nefndarlaun hækka á móti um sömu upphæð. Upplýsingar um kjörin verða uppfærðar á heimasíðu sveitarfélagsins eftir afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar".

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.