Sveitarstjórn Skagafjarðar
1.Byggðarráð Skagafjarðar - 18
Málsnúmer 2210019FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 18 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. október 2022 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi aðalfund Samtaka orkusveitarfélaga þann 11. nóvember 2022 í Sveitarfélaginu Ölfus. Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar byggðarráðs staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 18 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. október 2022 frá Umhverfisstofnun til skilgreindra haghafa að gerð áætlunar um loftgæði 2022-2033. Umhverfisstofnun var falið að endurskoða Áætlun um loftgæði á Íslandi 2017-2029 - Hreint loft til framtíðar, samkvæmt tilskipun 2008/50/EB um gæði andrúmsloft og hreinna loft í Evrópu. Þessi tilskipun var innleidd hér á landi með lögum nr. 144/2013 um breytingu á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Umhverfisstofnun, heilbrigðisnefndir og stýrihópur aðgerðaráætlunarinnar hafa unnið drög að nýjum aðgerðum fyrir árin 2022-2033 sem lögð eru fyrir fundinn. Óskað er eftir að drögin verði yfirfarin og athugasemdir eða tillögur að breytingum sendar stofnuninni.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar til umsagnar. Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar byggðarráðs staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 18 Lögð fram tillaga að viðauka 3 við fjárhagsáætlun ársins 2022. Viðaukinn felur í sér verðlagsbreytingar á langtímaskuldum sveitarfélagsins og stofnana þess. Verðlagshækkunin er áætluð 240.611 þús.kr. Einnig er gert ráð fyrir auknu framkvæmdafé til gatnagerðar að fjárhæð 12.000 þkr., til hafnarframkvæmda 36.615 þkr. og borunar eftir heitu vatni í Varmahlíð 30.000 þkr. Viðaukanum verði mætt með aukinni lántöku að fjárhæð 100 mkr.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Skagafjörður (5716), fjárhagsáætlun 2022, viðauki 3" Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 18 Undir þessum lið komu ráðgjafarnir Haraldur Líndal Haraldsson og Arnar Haraldsson til fundar við byggðarráð í upphafi vinnu þeirra við úttekt á rekstri sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar byggðarráðs staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 18 Á undanförnum árum hefur verið unnið að því í gegnum verkefnið Ísland ljóstengt að koma á ljósleiðaratengingu í dreifbýli utan markaðssvæða í Skagafirði. Því verkefni er nú lokið. Gsm og tetra-samband í Skagafirði er hins vegar víða stopult eða ekki til staðar. Á þetta nokkuð víða við, t.a.m. í inndölum þar sem m.a. er stundaður landbúnaður og ferðaþjónusta, auk þess sem þessi svæði laða að sér marga gesti til útivistar. Enn er því óleyst það mikilvæga verkefni að tryggja fjarskiptasamband fyrir almenning til neyðar- og viðbragðsaðila gegnum 112.
Byggðarráð Skagafjarðar lýsir yfir áhyggjum af lélegu fjarskiptasambandi víða um Skagafjörð sem dregur úr öryggi þeirra sem búa á svæðinu eða eiga leið um það. Í óveðri sem gekk yfir landið fyrir skemmstu kom sú staða upp að rafmagn fór af hluta Skagafjarðar og í kjölfarið datt farsímasamband einnig út þannig að íbúar á svæðinu voru með öllu sambandslausir við umheiminn. Áður höfðu íbúar símasamband í sambærilegum aðstæðum í gegnum gamla koparvírinn sem ekki þurfti sértengingu við rafmagn til að virka.
Byggðarráð hvetur Neyðarlínuna og ríkisvaldið til að tryggja fullnægjandi fjarskiptasamband með uppsetningu fleiri senda og tryggara varaafls, auk þess sem Tetra-sambandið verði stórlega bætt til að auka öryggi íbúa og ferðamanna í landshlutanum. Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar byggðarráðs staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 18 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. október 2022 þar sem dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 182/2022, "Breytingar á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og lögum um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi". Umsagnarfrestur er til og með 24.10.2022. Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar byggðarráðs staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 18 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 7. október 2022 þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 188/2022, "Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði - lykilþættir". Umsagnarfrestur er til og með 21.10.2022. Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar byggðarráðs staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 18 Lögð fram til kynningar staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga fyrir árin 2022 og 2023 sem unnin hefur verið af hag- og upplýsingasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar byggðarráðs staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 18 Lagt fram til kynningar bréf frá innviðaráðuneyti, dagsett 5. október 2022, þar sem tilkynnt er um að sunnudaginn 20. nóvember 2022, verði haldinn hér á landi alþjóðlegur minningardagur Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðarslysa. Að þessu sinni verður dagurinn helgaður óvörðum vegfarendum og minningarviðburðir verða víða um landið. Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar byggðarráðs staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
2.Byggðarráð Skagafjarðar - 19
Málsnúmer 2210029FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 19 Lagt fram bréf dagsett 30. september 2022 til sveitarfélaga á Norðurlandi frá Flugklasanum Air 66N sem hefur frá upphafi verið undir væng Markaðsstofu Norðurlands. Markmið klasans er að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll all árið um kring til framtíðar. Óskað er eftir áframhaldandi stuðningi við verkefnið og farið er fram á 300 kr. framlag á hvern íbúa á ári í þrjú ár (2023-2025). Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og Hjalti Páll Þórarinsson verkefnastjóri flugklasans komu á fund byggðarráðs til að fylgja erindinu eftir.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar byggðarráðs staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 19 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. október 2022 frá Sótahnjúki ehf. Óska eigendur fyrirtækisins eftir umræðufundi með byggðarráði vegna áforma um áframhaldandi uppbyggingu ferðaþjónustu að Sólgörðum í Fljótum.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða fulltrúum Sótahnjúks ehf. á fund byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar byggðarráðs staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 19 Umræður fóru fram um endurnýjun á samningi við Skagfirðingasveit, björgunarsveit. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar byggðarráðs staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með átta atkvæðum. Jóhanna Ey Harðardóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins og víkur af fundi.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 19 Lögð fram svohjóðandi bókun 6. fundar umhverfis- og samgöngunefndar: "Föstudaginn 30. september 2022 klukkan 11:00 voru opnuð tilboð í tilboðsverkið "Sorphirða fyrir heimili, stofnanir, gámastöðvar o.fl. í Skagafirði 2023-2028"
Fjögur tilboð bárust í verkið. Íslenska Gámafélagið ehf var með lægsta boð eða upp á 115,9% af kostnaðaráætlun. Einnig komu tilboð frá Kubbur ehf upp á 137%, Terra Umhverfisþjónusta 187,5% og GS Lausnir 212,5% af áætlun.
Nefndin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðenda með fyrirvara um að samningar náist og vísar málinu til ákvörðunar byggðarráðs."
Byggðarráð staðfestir ákvörðun umhverfis- og samgöngunefndar og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Sorphreinsun í Skagafirði - útboð 2021 - Efla". Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 19 Með tölvupósti dagsettum 21. október 2022 óskar framboð Vg og óháðra eftir því að málefnið "Heilsuræktarstyrkur starfsmanna Skagafjarðar" verði tekið fyrir á byggðarráðsfundi og leggja fram eftirfarandi tvær tillögur:
Lagt er til að reglur Heilsuræktarstyrk starfsmanna Skagafjarðar verði endurskoðaðar. Styrkurinn eins og hann er í dag hvetur einungis til eflingar líkamlegrar heilsu starfsmanna. Þessi styrkur ætti að efla bæði líkamlega og andlega sjálfseflingu og vellíðan starfsmanna Skagafjarðar og því leggjum við til að reglur verði endurskoðaðar út frá því sjónarmiði.
Byggðarráð samþykkir að vinna að breytingum á reglum um heilsuræktarstyrk starfsmanna Skagafjarðar í þá veru að hann nái einnig til andlegrar sjálfseflingar. Jafnframt að reglum verði breytt í þá veru að starfsmenn sæki fyrst til stéttarfélags síns um styrk áður en sótt er um til sveitarfélagsins.
Lagt er til að heilsustyrkur starfsmanna Skagafjarðar verði hækkaður úr 15.000 kr. í 30.000 kr. á ári.
Byggðarráð samþykkir að vísa tillögunni til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.
Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar byggðarráðs staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 19 Lagðar fram verklagsreglur vegna afsláttar á dvalargjöldum í leikskólum, frístund og daggæslu í heimahúsum í Skagafirði lögð fram. Ekki eru gerðar efnislegar breytingar á reglunum en þær uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi. Vísað frá 7. fundi fræðslunefndar.
Byggðarráð samþykkir að vísa reglunum aftur til afgreiðslu fræðslunefndar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Verklagsreglur vegna afsláttar í leikskólum, frístund og daggæslu". Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 19 Lagðar fram innritunarreglur fyrir Tónlistarskóla Skagafjarðar. Ekki eru gerðar efnislegar breytingar á reglunum en þær uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi. Vísað frá 7. fundi fræðslunefndar.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Innritunarreglur fyrir Tónlistarskóla Skagafjarðar". Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 19 Lagðar fram reglur um skólaakstur í dreifbýli Skagafjarðar. Ekki eru gerðar efnislegar breytingar á reglunum en þær uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi. Vísað frá 7. fundi fræðslunefndar.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Reglur um skólaakstur í dreifbýli Skagafjarðar". Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 19 Lagðar fram verklagsreglur vegna barna starfsfólks í leikskólum í Skagafirði. Ekki eru gerðar efnislegar breytingar á reglunum en þær uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi. Vísað frá 7. fundi sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Verklagsreglur vegna barna starfsfólks í leikskólum Skagafjarðar". Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 19 Lagðar fram reglur um skólavist fósturbarna í leik- og grunnskólum Skagafjarðar. Ekki eru gerðar efnislegar breytingar á reglunum en þær uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi. Vísað frá 7. fundi fræðslunefndar.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Reglur um skólavist fósturbarna í leik- og grunnskólum Skagafjarðar". Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 19 Lagðar fram reglur um nám starfsmanna í leikskólum. Ekki eru gerðar efnislegar breytingar á reglunum en þær uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar. Vísað frá 7. fundi fræðslunefndar.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Reglur um nám starfsmanna í leikskólum". Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 19 Lögð fram gjaldskrá hitaveitu fyrir árið 2023 sem vísað var til byggðarráðs frá 3. fundi veitustjórnar með svohljóðandi bókun: "Hækkun neysluvísitölu síðustu tólf mánuði er 9,3% en út frá rekstrarstöðu hitaveitu er lögð fram tillaga um 7,7 % hækkun á gjaldskrá hitaveitu fyrir árið 2023. Hækkunin er til komin vegna fyrirsjáanlegra verðlagsbreytinga og viðhaldsframkvæmda. Við ákvörðun gjaldskrár er einnig tekið mið af langtímaáætlun um fjárfestingar í hitaveitu. Veitunefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Gjaldskrá hitaveitu 2023". Samþykkt samhljóða. - 2.13 2210232 Samráð; Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (orkuskipti)Byggðarráð Skagafjarðar - 19 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. október 2022 þar sem matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 199/2022, "Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 (orkuskipti)". Umsagnarfrestur er til og með 04.11.2022. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar byggðarráðs staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 19 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 21. október 2022 þar sem matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 201/2022, "Greinagerð um stöðu vinnu við gerð sjávarútvegsstefnu". Umsagnarfrestur er til og með 20.11.2022. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar byggðarráðs staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 19 Lagðar fram til kynningar skýrslur frá Verkís fyrir tímabilið júlí-september 2022, vegna vöktunar á rokgjörnum lífrænum efnum á því svæði sem hreinsunaraðgerðir hafa náð yfir vegna eldsneytisleka úr neðanjarðargeymi N1 ehf. við Kaupfélag Skagfirðinga, að Suðurbraut 9 á Hofsósi. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar byggðarráðs staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 19 Lagt fram til kynningar bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands, dagsett 18. október 2022 þar sem tilkynnt er um ágóðahlutagreiðslu ársins 2022 til sveitarfélagsins að fjárhæð 1.678.000 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar byggðarráðs staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
3.Byggðarráð Skagafjarðar - 20
Málsnúmer 2210032FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 20 Hjalti Pálsson, formaður Sögufélags Skagfirðinga, kom til fundarins til viðræðu um málefni Sögufélagsins og uppgjör og frágang vegna ritunar Byggðasögu Skagafjarðar.
Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar byggðarráðs staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 20 Hallbjörn Björnsson stjórnarmaður í Siglingaklúbbnum Drangey kom til fundarins til viðræðu um húsnæðismál félagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar byggðarráðs staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 20 Lögð fram beiðni um viðauka 4 við fjárhagsáætlun ársins 2022. Viðaukinn er gerður vegna leiðréttingar efnahagsliða í áætluninni með tilliti til niðurstöðu ársreiknings 2021 og uppreiknings á lánasafni sveitarfélagsins. Einnig er áætlun vegna Flokku ehf. flutt á milli málaflokka.
Byggðarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Skagafjörður (5716), fjárhagsáætlun 2022, viðauki 4". Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 20 Lögð fram fjárhagsleg útkomuspá sveitarfélagsins fyrir árið 2022.
Byggðarráð samþykkir framlagða útkomuspá með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Beiðni um útkomuspá 2022 og fjárhagsáætlun 2023". Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 20 Lögð fram fjárhagsáætlun 2023-2026 til fyrri umræðu.
Byggðarráð samþykkir framlagða fjárhagsáætlun með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Fjárhagsáætlun Skagafjarðar 2023-2026". Samþykkt samhljóða.
4.Byggðarráð Skagafjarðar - 21
Málsnúmer 2211007FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 21 Endurnýjun á samningi milli sveitarfélagsins og Skafirðingasveitar rædd.
Jóhanna Ey Harðardóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að boða forsvarsmenn björgunarsveitarinnar til viðræðu um endurnýjun samnings. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar byggðarráðs staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með átta atkvæðum. Jóhanna Ey Harðardóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins, og vék af fundi. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 21 Lögð fram tillaga um nýja útfærslu á launum fyrir setu í sveitarstjórn og nefndum sveitarfélagsins. Helstu breytingar eru þær að áheyrnarfulltrúar fá sömu nefndarlaun til jafns við aðra nefndarmenn og þóknun fyrir útlagðan kostnað fellur niður en nefndarlaun hækka á móti um sömu upphæð. Upplýsingar um kjörin verða uppfærðar á heimasíðu sveitarfélagsins eftir afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Nefndalaun". Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 21 Lagt fram bréf dagsett 6. október 2022 frá UMFÍ þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni fjóra fulltrúa í framkvæmdanefnd vegna 24. Unglingalandsmóts UMFÍ sem verður haldið á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina árið 2023.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna eftirtalin sem fulltrúa sveitarfélagsins; Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir, Ingvar Páll Ingvarsson, Heba Guðmundsdóttir og Þorvaldur Gröndal. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar byggðarráðs staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 21 Lagt fram bréf dagsett 26. október 2022 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi þátttöku og framlög sveitarfélaga til stafræns samstarfs þeirra 2023.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar byggðarráðs staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 21 Lagt fram bréf dagsett 10. október 2022 frá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir því að sveitarstjórn Skagafjarðar taki til skoðuðnar að gera samstarfssamning við setrið. Setrið er með starfsstöðvar á Skagaströnd og á Hvammstanga. Rannsóknarsvið setursins er sagnfræði. Markmið Stofnunar rannsóknasetra HÍ til langs tíma er að hafa að lágmarki tvo fasta starfsmenn á hverju setri. Á næstu árum verður áhersla lögð á að tryggja fjármögnun fyrir föstum viðbótarstarfsmanni á setrinu á Norðurlandi vestra. Rekstrarfé rannsóknarsetranna kemur úr þremur áttum: Í fyrsta lagi frá ráðuneyti háskóla, iðnaðar og nýsköpunar, í öðru lagi frá Háskóla Íslands og í þriðja lagi af sjálfsaflafé setranna í gegnum þjónustuverkefni og styrkjasókn.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar byggðarráðs staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 21 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. október 2022 frá stjórn Foreldrafélags Varmahlíðarskóla. Á aðalfundi Foreldrafélags Varmahlíðarskóla sem haldinn var 25. október síðastliðinn, kom fram ábending frá foreldrum um að brýn þörf sé á því að bæta leikvöllinn við skólann, fjölga leiktækjum þar ásamt því að sinna viðhaldi á þeim leiktækjum sem fyrir eru. Vill stjórnin því, fyrir hönd foreldra í Varmahlíðarskóla, fara fram á það að sett verði fjármagn á næsta ári til að bæta og laga leikvöllinn við Varmahlíðarskóla.
Einar E. Einarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.
Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar byggðarráðs staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með átta atkvæðum. Einar E Einarsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins og vék af fundi. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 21 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. október 2022 frá Kvennaathvarfinu þar sem óskað er eftir 400.000 kr. rekstrarstyrk til starfseminnar á árinu 2022.
Byggðarráð samþykkir að veita 300.000 kr. styrk til Kvennaathvarfsins og tekur fjármagnið af deild 21890. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar byggðarráðs staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 21 Reglur um innritun barna í leikskóla í Skagafirði lagðar fram. Reglurnar hafa verið uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi en einnig eru lagðar til efnislegar breytingar sem lúta að tímasetningum innritunar. Reglurnar voru samþykktar á 7. fundi fræðslunefndar þann 18.10. 2022.
Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Innritunarreglur fyrir leikskóla í Skagafirði". Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 21 Reglur um skólasókn í öðru skólahverfi í Skagafirði lögð fram. Ekki eru gerðar efnislegar breytingar á reglunum en þær uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi. Reglurnar voru samþykktar á 7. fundi fræðslunefndar þann 18.10. 2022.
Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Reglur um skólasókn í öðru skólahverfi Skagafjarðar". Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 21 Skipulagsnefnd sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum hinn 30.06. 2022 að auglýsa til úthlutunar lóðir nr. 4, 5, 6 og 7. Þær voru auglýstar á vef sveitarfélagsins í ágúst og september 2022. Þinglýst yfirlýsing um stofnun lóða frá 11.02. 2022, sbr. þinglýst yfirlýsing um breytingu dags. 21.06. 2022 gilda um stærð og legu lóðanna.
Einn sótti um hverja eftirgreindra lóða: nr. 4, 6 og 7 en enginn um lóð nr. 5. Á fundi skipulags- og byggingarnefndar hinn 22.09. 2022 var ákveðið að úthluta þeim lóðum sem sótt var um.
Fyrirliggjandi eru drög að svari skipulagsfulltrúa til umsækjendanna sem er ætlað að fela í sér skilmála um lóðirnar, m.a. eftirfarandi:
Að hver umsækjendanna greiði sveitarfélaginu 1.000.000 kr. byggingarréttargjald sem felur í sér greiðslu fyrir eiginlegan byggingarrétt, greiðslu vegna vegagerðar og greiðslu fyrir skipulagsvinnu hverrar lóðar. Verður þ.a.l. ekki krafist frekara gjalds af umræddum lóðum vegna þess kostnaðar sem þegar liggur í vegagerðinni. Um greiðslu gjalds vegna síðari gatnagerðar eða viðhalds vegar gildi almennar reglur. Venjuleg byggingarleyfisgjöld og tengigjöld eru skv. gjaldskrám sveitarfélagsins og Skagafjarðarveitna.
Vegur um svæðið verði í eigu sveitarfélagsins og veghald á þess herðum (viðhald) þar til annað er ákveðið. Ekki er gert ráð fyrir vetrarþjónustu vegar af hálfu sveitarfélagsins. Rotþrær verði í eigu einstakra lóðarhafa en tæming gegn tæmingargjaldi skv. gjaldskrá sveitarfélagsins. Vatnsöflun verði á vegum Skagafjarðarveitna og verður greitt skv. gjaldskrá.
Þar til deiliskipulag hefur verið gert er gert ráð fyrir að lóðarblöð mæli fyrir um skilmála, sem og gildandi aðalskipulag.
Til hliðsjónar þá gera ósamþykkt drög að lóðayfirliti og skilmálum um lóðir nr. 1-8 (lögð fyrir fund skipulagsnefndar 30.06. 2022) ráð fyrir að reisa megi allt að 5 hús á hverri lóð, en gætt skuli að hámarksbyggingarmagni, að hámarkshæð geti verið allt að 7 metrar frá gólfi jarðhæðar í þakmæni, þakgerðir séu valfrjálsar, sem og mænisstefna/afstaða húsa. Gera má ráð fyrir að gólfkvótar miðist við legu lands en verði endanlega áðkveðnir í samráði við skipulags- og/eða byggingarfulltrúa. Það er þó skipulagsnefndar/sveitarstjórnar að ákveða um slíkt.
Jafnframt gildi úthlutunarreglur sveitarfélagsins fyrir byggingarlóðir. Lóðarleigusamningur verði gerður þegar framkvæmdir eru hafnar í skilningi 12.1. gr. úthlutunarreglna sveitarfélagsins um byggingarlóðir. Þeir verði ótímabundnir og mæli fyrir um ársleigu skv. gjaldskrá sveitarfélagsins, nú 3%.
Byggðarráð samþykkir að lóðunum sé úthlutað til umsækjenda sem undirgangast þá skilmála sem að framan getur. Byggðarráð samþykkir jafnframt að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Greiðsla fyrir byggingarrétt frístundalóða á Steinsstöðum og aðrir skilmálar". Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 21 Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2023-2026 lögð aftur fram til fyrri umræðu vegna leiðréttingar.
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að vísa fjárhagsáætluninni til fyrri umræðu í sveitarstjórn með áorðnum breytingum.
Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu áætlunarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar byggðarráðs staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 21 Gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir árið 2023 vísað frá 5. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 24. október 2022.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Héraðsskjalasafn Skagfirðinga - Gjaldskrá 2023". Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 21 Gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir árið 2023 vísað frá 5. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 24. október 2022.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Héraðsbókasafn Skagfirðinga - Gjaldskrá 2023". Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 21 Gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga fyrir árið 2023 vísað frá 5. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 24. október 2022.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Listasafn Skagfirðinga - Gjaldskrá 2023". Samþykkt samhljóða. - 4.15 2210257 Umsagnarbeiðni; Þingsályktunartillaga um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfaraByggðarráð Skagafjarðar - 21 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. október 2022 frá nefndasviði Alþingis. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 231. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 8. nóvember nk.
Byggðarráð Skagafjarðar styður tillögu til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara. Löngu tímabært er að leggja mat á núverandi kerfi og hvernig það þjónar hagsmunum íbúa landsins sem best þegar hamfarir eiga sér stað. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar byggðarráðs staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. - 4.16 2211045 Samráð; Breytingar á lögum um Innheimtunstofnun sveitarfélaga (tilfærsla á innheimtu meðlaga)Byggðarráð Skagafjarðar - 21 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 2. nóvember 2022 þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 208/2022, "Breytingar á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga (tilfærsla á innheimtu meðlaga)". Umsagnarfrestur er til og með 14.11.2022. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar byggðarráðs staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 21 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 31. október 2022 frá Heilbrigðisfulltrúa Norðurlands vestra. Í póstinum segir: "Í ljósi þess að vart hefur orðið við vöðvasull í sauðfé frá nokkrum bæjum í nýliðinni sláturtíð, þá samþykkti Heilbrigðisnefndin eftirfarandi bókun á fundi sínum þann 27. október sl.:
"Samkvæmt reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002 er eiganda eða umráðamanni hunds skylt að láta ormahreinsa hund sinn árlega. Skylt er að ormahreinsa alla hunda fjögurra mánaða og eldri. Þar sem búrekstur er skulu hundar ormahreinsaðir að liðinni aðalsláturtíð eða í síðasta lagi í desember ár hvert, nema að annað komi fram í samþykkt hlutaðeigandi sveitarfélags.
Heilbrigðisnefndin beinir þeim tilmælum til aðildarsveitarfélaga að ítreka mikilvægi þess að eigendur ormahreinsi hunda sína og að sveitarfélögin auglýsi árlega hundahreinsun í lok sláturtíðar til að koma í veg fyrir útbreiðslu sníkjudýra.
Einnig er mikilvægt gæta vel að frágangi sláturúrgangs til að rjúfa smitleiðir."
Það er rétt að taka það skýrt fram að vöðvasullurinn sem greinst hefur á síðustu áratugum í sauðfé á Íslandi, smitar ekki fólk. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar byggðarráðs staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 21 Lögð fram til kynningar ný verðskrá RARIK frá 1. ágúst 2022, fyrir tengigjöld rafmagns. Bent er sérstaklega á grein 1.12 varðandi breytingar þar sem búið er byggja upp dreifikerfi.
Byggðarráð Skagafjarðar lýsir yfir óánægju með að ekki sé enn búið að samþætta og sameina gjaldskrár dreifiveitna í landinu, óháð því hvort um er að ræða dreifbýlisgjaldskrár eða þéttbýlisgjaldskrár. Um brýnt byggðarmál er að ræða og má minna á að jöfnun orkukostnaðar á milli dreifbýlis og þéttbýlis er áherslumál núverandi ríkisstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að sveitarstjórn taki undir bókun byggðarráðs, svohljóðandi:
"Lögð fram til kynningar ný verðskrá RARIK frá 1. ágúst 2022, fyrir tengigjöld rafmagns. Bent er sérstaklega á grein 1.12 varðandi breytingar þar sem búið er byggja upp dreifikerfi. Sveitarstjórn Skagafjarðar lýsir yfir óánægju með að ekki sé enn búið að samþætta og sameina gjaldskrár dreifiveitna í landinu, óháð því hvort um er að ræða dreifbýlisgjaldskrár eða þéttbýlisgjaldskrár. Um brýnt byggðarmál er að ræða og má minna á að jöfnun orkukostnaðar á milli dreifbýlis og þéttbýlis er áherslumál núverandi ríkisstjórnar."
Samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla 21. fundar byggðarráðs staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 21 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 28. október 2022 frá Ungmennasambandi Skagafjarðar. UMSS áformar að halda "Fjölskyldudaga í Skagafirði" samhliða Unglingalandsmóti UMFÍ 2023.
Byggðarráð fagnar framtakinu. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar byggðarráðs staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 21 Fundargerð stjórnar Náttúrustofu Norðurlands vestra frá 4. október 2022 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar byggðarráðs staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
5.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 5
Málsnúmer 2210026FVakta málsnúmer
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 5 Tekin fyrir gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir 2023. Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar upp á 7,7% hækkun frá fyrra ári. Vinnslugjald hækkar umfram 7,7% eða úr 5.500 kr pr. klst í 8.100 kr pr. klst. Er það gert til að samræmast tímagjaldi fyrir sömu þjónustu hjá Þjóðskjalasafni Íslands. Nefndin vísar gjaldskránni til byggðaráðs til samþykktar. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 5 Tekin fyrir gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir 2023. Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar upp á 7,7% hækkun frá fyrra ári og vísar nefndin henni til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 5 Tekin fyrir gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga fyrir 2023. Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar upp á 7,7% hækkun frá fyrra ári og vísar nefndin henni til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 5 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun 2023 og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 5 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun 2023 og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
6.Félagsmála- og tómstundanefnd - 5
Málsnúmer 2210009FVakta málsnúmer
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 5 Farið var yfir reglur sveitarfélagsins sem tilheyra málaflokki 06, frístundaþjónustu. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að taka reglurnar til afgreiðslu á næsta fundi eftir því sem hægt er í samræmi við umræður og tillögur að breytingum sem þegar hafa komið fram. Einnig þarf að uppfæra allar reglur með tilliti til sameinaðs sveitarfélags. Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 5 Fjallað var um reglur fyrir Ungmennaráð Skagafjarðar. Félagsmála- og tómstundanefnd er sammála um að boða til fundar í Ungmennaráði hið fyrsta. Óskað verði eftir tilnefningum fjögurra einstaklinga til tveggja ára og þremur til eins árs. Þetta er gert með hliðsjón af væntanlegum breytingum á reglunum sem kveða á um skörun tilnefninga þannig að einungis skuli endurnýja helming ráðsins árlega. Að öðru leyti munu reglurnar koma til afgreiðslu nefndarinnar í tengslum við afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 5 Farið var yfir reglur sveitarfélagsins sem tilheyra málaflokki 02, félagsþjónustu. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að taka reglurnar til afgreiðslu á næsta fundi eftir því sem hægt er í samræmi við umræður og tillögur að breytingum sem þegar hafa komið fram. Einnig þarf að uppfæra allar reglur með tilliti til sameinaðs sveitarfélags. Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 5 Farið var yfir reglur sveitarfélagsins sem tilheyra málaflokki 02, málefni fatlaðs fólks. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að taka reglurnar til afgreiðslu á næstu fundum eftir því sem hægt er, en reglurnar taka mið af Þjónustusamningi um þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestra. Einnig þarf að uppfæra allar reglur með tilliti til sameinaðs sveitarfélags. Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 5 Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2023 ásamt forsendum rammans til fyrri umræðu í félagsmála- og tómstundanefnd. Farið var yfir fyrstu tillögu að skiptingu fjármuna á milli stofnana félagsmála og frístundamála. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir framlagðan fjárhagsramma 2023 og vísar til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Jafnframt felur nefndin sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar og leggja fyrir nefndina til síðari umræðu. Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 5 Rótarýklúbbur Sauðárkróks óskar eftir að fá afnot af íþróttahúsinu á Sauðárkróki endurgjaldslaust þann 26. nóvember n.k. vegna jólahlaðborðs Rótarýklúbbsins þar sem íbúum Skagafjarðar er boðið, þeim að kostnaðarlausu. Nefndin samþykkir að fella niður leigu á íþróttahúsinu vegna þessa. Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 5 Eitt mál lagt fyrir. Fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
7.Félagsmála- og tómstundanefnd - 6
Málsnúmer 2211005FVakta málsnúmer
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 6 Lagðar fram leiðbeiningar frá félagsmálaráðuneytinu um akstursþjónustu við fatlað fólk. Leiðbeiningarnar eru unnar í samráði við Samband íslenskra
sveitarfélaga og hagsmunasamtök fatlaðs fólks. Sveitarfélögum hefur um langt árabil verið skylt, lögum samkvæmt, að skipuleggja akstursþjónustu við fatlað fólk. Um þennan þjónustuþátt er nú fjallað í 29. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með siðari breytingum. Félagsmála- og tómstundanefnd felur starfsfólki fjölskyldusviðs að vinna að drögum að uppfærðum reglum Skagafjarðar um akstursþjónustu út frá leiðbeinandi reglum og leggja fyrir nefndina. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 6 Lögð fram drög að reglum um stuðning- og stoðþjónustu sem byggir á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með síðari breytingum, lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Með reglum þessum falla úr gildi Reglur um félagslega liðveislu og Reglur um félagslega heimaþjónustu. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 6 Samþykktir fyrir öldungaráð Skagafjarðar. Reglurnar eru uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði.
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 6 Reglur Skagafjarðar um sérstakan húsnæðisstuðning. Reglurnar eru annars vegar uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði og hins vegar eru gerðar efnislegar breytingar í 3. gr.
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 6 Reglur Skagafjarðar um húsnæðismál. Reglurnar eru annars vegar uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði og hins vegar eru gerðar efnislegar breytingar í 11 lið um gerð leigusamninga, réttindi og skyldur leigutaka og leigusala, á forsendum laga sem taka gildi 1.janúar 2023, þar sem fjallað er um skráningarskyldu á öllum nýjum leigusamningum.
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 6 Starfsreglur Skagafjarðar varðandi úthlutun rekstrarstyrkja til íþrótta-, æskulýðs- og forvarnarmála, annara en UMSS. Reglurnar eru uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði.
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 6 VG og Óháð ásamt Byggðalista leggja fram eftirfarandi tillögu til félagsmála- og tómstundanefndar: " Að núverandi aldurstakmark úthlutunar hvatapeninga reglna verði breytt úr 5-18 ára í 0-18 ára.
Sveitarfélagið Skagafjörður er heilsueflandi samfélag og ætti því að stuðla að jöfnum tækifærum fyrir öll börn Skagafjarðar til að stunda skipulagt íþrótta- og tómstundastarf. Jöfnuður ætti því að gilda í úthlutun hvatapeninga og öll börn ættu því að eiga rétt á úthlutun hvatapeninga ".
Fulltrúar meirihlutans óska bókað:
Samkvæmt nýlegri könnun verðlagseftirlits ASÍ á styrkjum til tómstundastarfs á meðal 20 stærstu sveitarfélaga landsins þá hafa frístundastyrkir hækkað hlutfallslega mest hjá sveitarfélaginu Skagafirði frá árinu 2020, eða um 60%, og eru hvatapeningar nú að upphæð 40 þúsund krónur á ári. Hvatapeningar í Skagafirði taka til barna frá og með því ári sem 5 ára aldri er náð, til og með því ári sem 18 ára aldri er náð. Hvatapeninga í Skagafirði er hægt að nýta til að greiða niður æfinga-/þátttökugjöld í skipulögðu íþrótta-, lista- og tómstundastarfi og er ætlað að auka jöfnuð í samfélaginu, fjölbreytileika íþrótta-, lista- og tómstundastarfs og styrkja félagslegt umhverfi og hafa jákvæð áhrif á þroska barna og unglinga.
Upphæð hvatapeninga í Skagafirði er um miðbik þeirrar fjárhæðar sem framangreind sveitarfélög eru með í styrki til frístundastyrkja en af þeim sveitarfélögum sem á annað borð bjóða upp á slíka styrki er fjárhæðin frá 10 þúsund krónum á ári og upp í 56 þúsund krónur á ári. Hæstu styrkirnir eru veittir hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þar sem iðkendagjöld barna eru að jafnaði mun hærri en gerist víða á landsbyggðinni.
Af þeim 20 sveitarfélögum sem verðlagskönnun ASÍ nær til eru langflest þeirra 18 sveitarfélaga sem á annað borð bjóða upp á frístundastyrki með aldursviðmið frá 5 eða 6 ára aldri, eða 13 sveitarfélög. Eitt sveitarfélag er með viðmið frá 4 ára aldri og fjögur sveitarfélög með viðmið frá 0-2 ára aldri.
Af þessu má sjá að vel er staðið að stuðningi við íþrótta-, lista- og tómstundastarf í Skagafirði þar sem fjölmargir aðilar leggja sig fram um að bjóða upp á fjölbreytta starfsemi á sanngjörnum kjörum.
Tillagan er felld með 2 atkvæðum meirihlutans.
Fulltrúar VG og Óháðra og Byggðalistans óska bókað:
Okkur þykir afar miður að öll börn í Skagafirði sitji ekki við sama borð þegar kemur að úthlutun hvatapeninga sem skilar mismunun en ekki jöfnuð.
Það er ekki skrítið að hvatarpeningar hafi hlutfallslega hækkað mest í sveitarfélaginu Skagafirði þar sem þeir voru 8.000 kr. frá upphafi úthlutunar hvatapeninga til ársins 2018 þar sem þeir voru hækkaðir upp í 25.000 kr. og svo árið 2020 í 40.000 kr. Vissulega var tekið stórt stökk í hækkun hvatarpeninga enda var löngu kominn tími til þess.
Samkvæmt tölum frístundastjóra má glögglega sjá að margar tómstunda- og íþróttagreinar eru í boði fyrir 5 ára og yngri. Einnig má sjá að um 20-30 börn á þeim aldri nýta sér samveru með foreldrum sínum í þeim greinum sem í boði eru.
Það væri ángæjulegt ef heilsueflandi- og fjölskylduvænn Skagafjörður væri leiðandi í þessum málum í stað þess að vera meðaltal annarra sveitarfélaga.
Bókun fundar Fulltrúar Vg og óháðra ásamt fulltrúum Byggðarlista ítreka bókun sína frá fundi félagmála- og tómstundanefndar, þannig bókað:
Okkur þykir afar miður að öll börn í Skagafirði sitji ekki við sama borð þegar kemur að úthlutun hvatapeninga sem skilar mismunun en ekki jöfnuð. Það er ekki skrítið að hvatarpeningar hafi hlutfallslega hækkað mest í sveitarfélaginu Skagafirði þar sem þeir voru 8.000 kr. frá upphafi úthlutunar hvatapeninga til ársins 2018 þar sem þeir voru hækkaðir upp í 25.000 kr. og svo árið 2020 í 40.000 kr. Vissulega var tekið stórt stökk í hækkun hvatarpeninga enda var löngu kominn tími til þess. Samkvæmt tölum frístundastjóra má glögglega sjá að margar tómstunda- og íþróttagreinar eru í boði fyrir 5 ára og yngri. Einnig má sjá að um 20-30 börn á þeim aldri nýta sér samveru með foreldrum sínum í þeim greinum sem í boði eru. Það væri ángæjulegt ef heilsueflandi- og fjölskylduvænn Skagafjörður væri leiðandi í þessum málum í stað þess að vera meðaltal annarra sveitarfélaga.
Fulltrúar meirihlutans ítreka bókun frá sama fundi, þannig bókað:
Samkvæmt nýlegri könnun verðlagseftirlits ASÍ á styrkjum til tómstundastarfs á meðal 20 stærstu sveitarfélaga landsins þá hafa frístundastyrkir hækkað hlutfallslega mest hjá sveitarfélaginu Skagafirði frá árinu 2020, eða um 60%, og eru hvatapeningar nú að upphæð 40 þúsund krónur á ári. Hvatapeningar í Skagafirði taka til barna frá og með því ári sem 5 ára aldri er náð, til og með því ári sem 18 ára aldri er náð. Hvatapeninga í Skagafirði er hægt að nýta til að greiða niður æfinga-/þátttökugjöld í skipulögðu íþrótta-, lista- og tómstundastarfi og er ætlað að auka jöfnuð í samfélaginu, fjölbreytileika íþrótta-, lista- og tómstundastarfs og styrkja félagslegt umhverfi og hafa jákvæð áhrif á þroska barna og unglinga. Upphæð hvatapeninga í Skagafirði er um miðbik þeirrar fjárhæðar sem framangreind sveitarfélög eru með í styrki til frístundastyrkja en af þeim sveitarfélögum sem á annað borð bjóða upp á slíka styrki er fjárhæðin frá 10 þúsund krónum á ári og upp í 56 þúsund krónur á ári. Hæstu styrkirnir eru veittir hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þar sem iðkendagjöld barna eru að jafnaði mun hærri en gerist víða á landsbyggðinni. Af þeim 20 sveitarfélögum sem verðlagskönnun ASÍ nær til eru langflest þeirra 18 sveitarfélaga sem á annað borð bjóða upp á frístundastyrki með aldursviðmið frá 5 eða 6 ára aldri, eða 13 sveitarfélög. Eitt sveitarfélag er með viðmið frá 4 ára aldri og fjögur sveitarfélög með viðmið frá 0-2 ára aldri. Af þessu má sjá að vel er staðið að stuðningi við íþrótta-, lista- og tómstundastarf í Skagafirði þar sem fjölmargir aðilar leggja sig fram um að bjóða upp á fjölbreytta starfsemi á sanngjörnum kjörum.
Afgreiðsla 6. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með fimm atkvæðum.
Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir fulltrúar Vg og óháðar og fulltrúar Byggðarlista Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Úlfarsson óska bókað að þau sitji hjá. -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 6 Reglur Skagafjarðar um Hvatapeninga. Reglurnar eru uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði.
Meirhluti félagsmála- og tómstundanefndar samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðaráðs.
Fulltrúar VG og Óháðra og Byggðalistans óska bókað að þeir sitja hjá við afgreiðslu málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með fimm atkvæðum.
Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir fulltrúar Vg og óháðra, ásamt fulltrúum Byggðarlista, Jóhönnu Ey Harðardóttur og Sveini Þ. Úlfarssyni, óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu málsins. -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 6 Reglur Skagafjarðar um afreksíþróttasjóð unmenna í Skagafirði. Reglurnar eru uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði.
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. - 7.10 2211062 Reglur um framkvæmd frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni samkv. lögum 382018Félagsmála- og tómstundanefnd - 6 Reglur Skagafjarðar um framkvæmd frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni samkvæmt lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Reglurnar eru uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði.
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 6 Máli frestað til næsta fundar.
Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
8.Fræðslunefnd - 6
Málsnúmer 2210007FVakta málsnúmer
- 8.1 2209337 Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2023Fræðslunefnd - 6 Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2023 ásamt forsendum rammans til fyrri umræðu í fræðslunefnd. Farið var yfir fyrstu tillögu að skiptingu fjármuna á milli stofnana fræðslumála. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna. Fræðslunefnd felur sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar og leggja fyrir nefndina til síðari umræðu. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar fræðslunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
- 8.2 2202110 Verklagsreglur vegna afsláttarFræðslunefnd - 6 Drög að verklagsreglum vegna afsláttar á dvalargjöldum í leikskólum, frístund og daggæslu í heimahúsum í Skagafirði lögð fram. Ekki eru gerðar efnislegar breytingar á reglunum en þær uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi.Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar fræðslunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
- 8.3 2208293 Innritunarreglur fyrir leikskóla í SkagafirðiFræðslunefnd - 6 Drög að reglum um innritun barna í leikskóla í Skagafirði lagðar fram. Reglurnar hafa verið uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi en einnig eru lagðar til efnislegar breytingar sem lúta að tímasetningum innritunar. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar fræðslunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
- 8.4 2208291 Innritunarreglur fyrir frístund í SkagafirðiFræðslunefnd - 6 Lögð fram drög að innritunarreglum fyrir Frístund í Skagafirði. Um er að ræða nýjar reglur þar sem leitast er við að samræma þær á milli skóla eftir því sem hægt er. Ítrekað er þó að aðstæður í skólum Skagafjarðar eru misjafnar sem og þörf foreldra fyrir frístund fyrir börn sín að skóla loknum. Leitast er við að fanga þennan mun í reglunum. Rætt var um nokkur vafaatriði í drögunum. Fræðslunefnd samþykkir að skoða reglurnar betur og felur sviðsstjóra og starfsmönnum að fara yfir vafaatriði og leggja drögin fram aftur á næsta fundi nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar fræðslunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
- 8.5 2208294 Reglugerð um Tónlistarskóla SkagafjarðarFræðslunefnd - 6 Reglur um Tónlistarskóla Skagafjarðar. Reglurnar eru annars vegar uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði og hins vegar eru gerðar nokkrar efnislegar breytinga m.a. er heiti breytt úr reglugerð í reglur um Tónlistarskóla Skagafjarðar. Þá eru sett inn ákvæði sem auðvelda nemendum að stunda miðnám í öðrum sveitarfélögum. Fræðslunefnd felur sviðsstjóra og starfsmönnum að skoða ákveðna þætti reglnanna frekar og leggja fyrir næsta fund. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar fræðslunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
- 8.6 2208292 Innritunarreglur fyrir Tónlistarskóla SkagafjarðarFræðslunefnd - 6 Lögð fram drög að innritunarreglum fyrir Tónlistarskóla Skagafjarðar. Ekki eru gerðar efnislegar breytingar á reglunum en þær uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar fræðslunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
- 8.7 2208296 Reglur um skólasókn í öðru skólahverfi SkagafjarðarFræðslunefnd - 6 Drög að reglum um skólasókn í öðru skólahverfi í Skagafirði lögð fram. Ekki eru gerðar efnislegar breytingar á reglunum en þær uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar fræðslunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
- 8.8 2208298 Reglur um skólaakstur í dreifbýli SkagafjarðarFræðslunefnd - 6 Drög að reglum um skólaakstur í dreifbýli Skagafjarðar lögð fram. Ekki eru gerðar efnislegar breytingar á reglunum en þær uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar fræðslunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
- 8.9 2208299 Verklagsreglur vegna barna starfsfólks í leikskólum SkagafjarðarFræðslunefnd - 6 Drög að verklagsreglum vegna barna starfsfólks í leikskólum í Skagafirði lögð fram. Ekki eru gerðar efnislegar breytingar á reglunum en þær uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar fræðslunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
- 8.10 2208297 Reglur um skólavist fósturbarna í leik- og grunnskólum SkagafjarðarFræðslunefnd - 6 Drög að reglum um skólavist fósturbarna í leik- og grunnskólum Skagafjarðar lagðar fram. Ekki eru gerðar efnislegar breytingar á reglunum en þær uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar fræðslunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
- 8.11 2208266 Reglur um nám starfsmanna í leikskólumFræðslunefnd - 6 Drög að reglum um nám starfsmanna í leikskólum lögð fram. Ekki eru gerðar efnislegar breytingar á reglunum en þær uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar fræðslunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
- 8.12 2210016 Ytra mat á leikskólum 2023Fræðslunefnd - 6 Lagt fram erindi frá Menntamálastofnun með boði um að sækjast eftir ytra mati stofnunarinnar í leikskólum í Skagafirði. Skagafjörður mun ekki senda inn umsókn í þetta sinn en skoðar málið að ári. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar fræðslunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
- 8.13 2209351 ÖryggismyndavélarFræðslunefnd - 6 Lagt fram minnisblað um öryggismyndavélar við skóla. Fræðslunefnd samþykkir að vinna að uppsetningu öryggismyndavélar við Árskóla og íþróttahús og felur sviðsstjóra að vinna málinu framgang í samráði við skólastjóra Árskóla, frístundastjóra, tækniumsjónarmann sveitarfélagsins og aðra þá aðila sem að málinu þurfa að koma. Gera verður ráð fyrir fjármunum í fjárhagsáætlun Árskóla vegna þessa. Ítrekað er að þegar um er að ræða börn gilda strangari reglur um persónuvernd en ella. Áður en til uppsetningar öryggismyndavéla kemur þarf að vera búið að setja reglur um notkun þeirra, tilgang og aðgang að efni úr vélunum. Þá er einnig mikilvægt að kynna öllum hagaðilum reglurnar vel, m.a. foreldrum, skólaráði og starfsmönnum skóla og íþróttahúss. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar fræðslunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
9.Fræðslunefnd - 7
Málsnúmer 2210031FVakta málsnúmer
-
Fræðslunefnd - 7 Reglur um Tónlistarskóla Skagafjarðar. Reglurnar eru annars vegar uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði og hins vegar eru gerðar nokkrar efnislegar breytinga m.a. er heiti breytt úr reglugerð í reglur um Tónlistarskóla Skagafjarðar. Þá eru sett inn ákvæði sem auðvelda nemendum að stunda nám á miðstigi í öðrum sveitarfélögum. Jafnframt að skóladagatal verði samræmt öðrum skóladagatölum, lagt fyrir og samþykkt í fræðslunefnd.
Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar fræðslunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 7 Á síðustu mánuðum og misserum hefur verið unnið ötullega að því að bæta starfsumhverfi leikskóla í Skagafirði. Sérstaklega hefur sjónum verið beint að leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki en þar hefur starfsemin verið nokkuð óörugg vegna m.a. manneklu í daglegri starfsemi og einnig vegna opnunar tveggja nýrra deilda við skólann. Gripið hefur verið til ýmissa ráða til að bæta þar úr, sbr. fundargerð fræðslunefndar frá því 30. júní s.l.
Ein af aðgerðum fólst í því að veita þeim starfsmönnum sem börn eiga í leikskólanum 50% afslátt á dvalargjaldi barna þeirra. Samhliða þessu var rætt um að leitast við að koma til móts við aðra starfsmenn sem ekki njóta slíks afsláttar. Bókun þess efnis var eftirfarandi: ,,Samhliða þessu verður unnið að frekari útfærslum annarra aðgerða sem til skoðunar hafa verið til að bæta starfsumhverfi leikskólanna og styðja við starfsfólk þeirra.“
Fræðslunefnd leggur til eftirfarandi: þeir starfsmenn leikskólanna í Skagafirði, sem ekki njóta afsláttar af dvalargjaldi barna sinna, verði veittir tveir frídagar á þessu skólaári. Leitast verður við að þeir frídagar verði teknir í kringum jól og áramót eða í kringum páska 2023. Óskað verði eftir skráningu barna þessa daga og foreldrar, sem geta haft börn sín heima, fái dvalargjöld niðurfelld. Tekjuskerðing sveitarfélagsins m.v. 60% nýtingu dvalar þessa daga er áætluð tæpar tvær milljónir króna.
Sem hluta að næstu aðgerðum leggur fræðslunefndin einnig til að veita leikskólum Skagafjarðar styrk að fjárhæð 30.000 kr. fyrir hvern starfsmann sem fer í námsferð vegna fyrirhugaðrar námsferðar leikskólans Ársala annars vegar, og þegar kemur að námsferð Tröllaborgar og Birkilundar hins vegar.
Aðgerðirnar eru ætlaðar að koma til móts við starfsmenn leikskólanna sem hafa verið undir auknu álagi síðustu mánuði vegna undirmönnunar og breytinga á starfsumhverfi. Þar má helst nefna leikskólann Ársali sem farið hefur í gegnum miklar breytingar í starfsmannahaldi, ný deild tekin í notkun auk annarra áskorana sem fylgja. Þá var leikskólanum einnig gert að skipuleggja fyrirhugaða námsferð starfsmanna í febrúar fremur en maí til samræmis við vetrarfrí Árskóla, bæði til hagræðis fyrir fjölskyldufólk og atvinnulíf. Fylgdi þeirri breytingu ákveðið óhagræði við skipulagningu ferðarinnar og aukinn kostnaður sem mætt er hér með. Um er að ræða sértæka aðgerð sem afmörkuð er við starfsmenn leikskóla Skagafjarðar vegna þeirra erfiðleika er leikskólarnir hafa staðið frammi fyrir vegna undirmönnunar og áhrif þess á starfsfólk sem hefur staðið vaktina síðustu mánuði svo unnt sé að tryggja viðeigandi þjónustustig í sveitarfélaginu gagnvart fjölskyldufólki og atvinnulífi.
Fræðslunefnd samþykkir aðgerðirnar og vísar þeim til byggðarráðs vegna fjárhagsáætlunargerðar ársins 2023.
Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar fræðslunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. - 9.3 2210214 Samráð; Áform um frumvörp til nýrra heildarlaga um skólaþjónustu og nýja þjónustustofnunFræðslunefnd - 7 Áform um frumvörp til nýrra heildarlaga um skólaþjónustu og nýja þjónustustofnun lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar fræðslunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
10.Fræðslunefnd - 8
Málsnúmer 2211012FVakta málsnúmer
-
Fræðslunefnd - 8 Lagðar fram til kynningar ársskýrslur grunnskólanna fyrir skólaárið 2021-2022. Fræðslunefnd þakkar greinagóðar upplýsingar og fagnar góðu starfi grunnskólanna í Skagafirði. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar fræðslunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 8 Lagðar fram til kynningar sjálfsmatsskýrslur leikskólanna fyrir skólaárið 2021-2022. Fræðslunefnd fagnar góðri vinnu skólanna við framkvæmd innra mats á skólastarfi. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar fræðslunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 8 Drög að verklagsreglum vegna afsláttar í leikskólum, frístund og daggæslu lagðar fram. Reglurnar hafa verið uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi en einnig eru lagðar til efnislegar breytingar sem lúta að viðbótarniðurgreiðslum á grundvelli tekna. Breytingarnar eru gerðar með það að markmiði að niðurgreiðslur skili sér sem best til tekjulægri heimila. Fræðslunefnd felur sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna þær áfram samhliða breytingum á viðbótarniðurgreiðslum og leggja fram á næsta fundi nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar fræðslunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, VG og óháðra óska bókað að þær sitji hjá.
-
Fræðslunefnd - 8 Drög að innritunareglum fyrir frístund lagðar fram. Reglurnar hafa verið uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi en einnig eru lagðar til efnislegar breytingar sem lúta að tímasetningum innritunar og undanþágu um uppsögn vegna sérstakra aðstæðna. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar fræðslunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 8 Ályktun frá skólaráði Árskóla er varðar endurnýjun húsgagna í A-álmu skólans, áframhaldandi vinnu með endurnýjun A-álmu ásamt hönnun á viðbyggingu við skólann. Fræðslunefnd tekur undir mikilvægi þess að halda áfram uppbyggingu Árskóla og vísar erindinu til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar fræðslunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 8 Lögð fram tillaga að 7,7% hækkun gjaldskrá tónlistarskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Hálft nám hækkar úr 6.356 krónu í 6,845 krónur á mánuði eða um 489 krónur. Fullt nám hækkar úr 9.533 í 10.267 eða um 734 krónur á mánuði. Veittur er 25% afsláttur ef fleiri en einn nemandi eru saman í hljóðfæranámi. Veittur er systkinaafsláttur, 25% fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn. Meiri hluti nefndarinnar samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs. Fulltrúi VG og óháðra óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar fræðslunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með sjö atkvæðum, Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir fulltrúar Vg og óháðra óska bókað að þær sitji hjá.
-
Fræðslunefnd - 8 Lögð fram tillaga að 7,7% hækkun gjaldskrár í grunnskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Morgunverður og síðdegishressing hækka úr 231 krónu í 249 krónur eða um 18 krónur. Hádegisverður í áskrift hækkar úr 479 krónum í 516 krónur eða um 37 krónur. Stök máltíð í hádeginu hækkar úr 623 krónum í 671 krónu eða um 48 krónur. Dvalargjald í heilsdagsskóla (frístund) hækkar úr 276 krónum í 293 krónur eða um 17 krónur. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi er óbreyttur, 50% hjá öðru barni og 100% hjá þriðja barni. Börn í dreifbýli hafa áfram forgang að heilsdagsvistun. Meiri hluti nefndarinnar samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs. Fulltrúi VG og óháðra óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins. Bókun fundar Fulltrúar Vg og óháðra, leggja fram eftirfarandi bókun.
Í ljósi þess að matarmál í grunn- og leikskóla á Sauðárkróki hafa verið í ólestri síðan skólaárið hófst þá er að okkar mati sveitarfélaginu illa stætt á að hækka gjaldskrá matar án þess að bregðast við vandanum með meira afgerandi hætti en hefur verið. Við óskum bókað að við sitjum hjá við afgreiðslu málsins.
Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, VG og óháð.
Einar E Einarsson tók til máls og lagði fram eftirfarndi bókun:
Meirihlutinn leggur áherslu á að verið er að vinna í þeim vandamálum sem uppi eru í matarmálum Árskóla og Ársala á Sauðárkróki. Boðaðar hækkanir á matarkostnaði um 18 kr fyrir morgunverð og 48 kr fyrir hádegisverð hafa því ekkert með þau vandamál að gera.
Afgreiðsla 8. fundar fræðslunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með sjö atkvæðum.
Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, VG og óháðra óska bókað að þær sitja hjá. -
Fræðslunefnd - 8 Lögð fram tillaga að 6% hækkun dvalargjalda leikskóla og 7,7% hækkun fæðisgjalda sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Átta tíma almennt gjald hækkar úr 41.053 krónum í 43.760 krónur eða um 2.707 krónur á mánuði. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi verður óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn. Nefndin samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og felur sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna tekjuviðmið vegna sérgjalda og leggja fyrir á næsta fundi.
Bókun fundar Fulltrúar VG og óháð leggja fram eftirfarandi bókun:
Stefna VG og óháðra er að afnema leikskólagjöld í áföngum. Samkvæmt samantekt ASÍ frá maí síðastliðnum var Sveitarfélagið Skagafjörður meðal þeirra sveitarfélaga sem innheimti hæstu leikskólagjöld á landinu. Því er erfitt fyrir VG og óháð að samþykkja auknar álögur á fjölskyldufólk með árlegum prósentuhækkunum leikskólagjalda og fæðis. Við óskum bókað að við sitjum hjá við afgreiðslu málsins.
Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, VG og óháðra.
Afgreiðsla 8. fundar fræðslunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með sjö atkvæðum.
Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, VG og óháðra óska bókað að þær sitja hjá. -
Fræðslunefnd - 8 Fjárhagsáætlun fyrir stofnanir fræðslumála (04) lögð fram til umræðu í fræðslunefnd. Áætlunin gerir ráð fyrir aukinni þjónustu í leikskólum Skagafjarðar, opnaðar voru tvær nýjar deildir í leikskólanum Ársölum og með þeim breytingum er komið til móts við óskir foreldra í Skagafirði um vistun barna frá 12 mánaða aldri. Nefndin samþykkir að vinna enn frekar í áætluninni fram til næsta fundar áður en hún verður afgreidd til síðari umræðu í sveitarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar fræðslunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
11.Landbúnaðarnefnd - 4
Málsnúmer 2210015FVakta málsnúmer
-
Landbúnaðarnefnd - 4 Vegna sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði fyrr á árinu, þá þarf að endurskoða samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í sveitarfélaginu.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Sigrúnu Evu Helgadóttur og Kára Gunnarssyni að fara yfir samþykktina með tilliti til breytinga og leggja drög fyrir næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 4 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. ágúst 2022 frá Kristjáni Knútssyni, Litlu Brekku varðandi lausagöngu búfjár frá Þrastarstöðum.
Landbúnaðarnefnd telur að sveitarfélagið sé ekki málsaðili samkvæmt lögum og beinir því til málsaðila að leysa málið sín á milli. Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 4 Lögð fram gögn frá Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa sveitarfélagsins varðandi girðingu og mögulegar girðingarleiðir í norðanverðri Skógarhlíð ofan Sauðárkróks.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að beina ákvörðun um breytingu á girðingarstæði til umhverfis- og samgöngunefndar, þ.e.a.s. hvort stækka eigi land skógræktar innan girðingarinnar um ca. 5ha. Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 4 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun vegna landbúnaðarmála í málaflokki 13, atvinnumál. Gert er ráð fyrir mikilli aukningu á framlögum til viðhalds girðinga. Aðrir liðir breytast eftir forsendum rammaáætlunar. Gert er ráð fyrir að fjárframlög til landbúnaðarmála verði 27.105 þús.kr. á árinu 2023. Einnig var farið yfir áætluð framlög vegna minka- og refaeyðingar á árinu 2023. Málaflokkurinn tilheyrir umhverfis- og samgöngunefnd en landbúnaðarnefndin hefur haft umsjón með verkefninu. Áætlun vegna minka- og refaeyðingar hljóðar upp á 8.285 þús.kr.
Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun 2023 og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 4 Vegna sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði fyrr á árinu, þá þarf að endurskoða Fjallskilasamþykkt fyrir Skagafjarðarsýslu nr. 717/2021.
Landbúnaðarnefnd stefnir að fjallskiladeildir verði sameinaðar í sveitarfélaginu þar sem mögulegt er og sömuleiðis aflögðum skilaréttum fækkað. Málið verður til umfjöllunar hjá nefndinni áfram. Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 4 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs framhluta Skagafjarðar fyrir árið 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 4 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Seyluhrepps - úthluta, fyrir árið 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 4 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Vestur-Fljóta, fyrir árið 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
12.Skipulagsnefnd - 9
Málsnúmer 2210003FVakta málsnúmer
-
Skipulagsnefnd - 9 Eftir úrvinnslu skipulagsfulltrúa á umsóknum og samskipti við umsækjendur eru 4 umsóknir um 3 einbýlishúsalóðir og eina parhúsalóð til afgreiðslu. Þær voru auglýstar á heimasíðu sveitarfélagsins þann 17. ágúst 2022. Einungis þarf að draga um lóð nr. 32.
Umsóknir bárust um allar lóðirnar sem sótt var um sem fyrsta val, því er ekki útdráttur milli umsækjenda sem sækja um þessar lóðir til vara sem annan kost.
Birkimelur 21-23:
Ein umsókn er um lóðina frá Andra Snæ Tryggvasyni og Dalmari Snæ Marinóssyni. Skipulagsnefnd samþykkir hér með að úthluta þeim lóðinni númer 21-23 við Birkimel.
Enginn var mættur fyrir hönd umsækjanda og er skipulagsfulltrúa því falið að senda tölvupóst á viðkomandi með leiðbeiningarblaði um öflun greiðslumats.
Birkimelur 25:
Ein umsóknir barst sem fyrsta val frá Helgu Sjöfn Pétursdóttur og Hjalta Sigurðssyni. Þá sækja eftirtaldir aðilar um lóðina sem annan kost: Annars vegar Sigurður Óli Ólafsson og Helga Rós Sigfúsdóttir og hins vegar Sigurbjörg Eva Egilsdóttir.
Skipulagsnefnd samþykkir hér með að úthluta Helgu Sjöfn Pétursdóttur og Hjalta Sigurðssyni lóðinni númer 25 við Birkimel.
Enginn var mættur fyrir hönd umsækjanda og er skipulagsfulltrúa því falið að senda tölvupóst á viðkomandi með leiðbeiningarblaði um öflun greiðslumats.
Birkimelur 27:
Ein umsóknir barst sem fyrsta val frá Sigurbjörgu Evu Egilsdóttur. Þá sækja eftirtaldir aðilar um lóðina sem annan kost: Helga Sjöfn Pétursdóttir og Hjalti Sigurðsson.
Skipulagsnefnd samþykkir hér með að úthluta Sigurbjörgu Evu Egilsdóttur lóðinni númer 27 við Birkimel.
Enginn var mættur fyrir hönd umsækjanda og er skipulagsfulltrúa því falið að senda tölvupóst á viðkomandi með leiðbeiningarblaði um öflun greiðslumats.
Birkimelur 32:
Umsóknir sem fyrsta val bárust annars vegar frá Sveini Rúnari Gunnarssyni en hins vegar frá Sigurði Óla Ólafssyni og Helgu Rós Sigfúsdóttur.
Sigfús Ingi Sigfússon víkur af fundinum við útdrátt og afgreiðslu þessa liðar.
Útdreginn umsækjandi er Sigurður Óli Ólafsson og Helga Rós Sigfúsdóttir. Skipulagsnefnd samþykkir hér með að úthluta Sigurði Óla Ólafssyni og Helgu Rós Sigfúsdóttur lóðinni númer 32 við Birkimel.
Er þeim afhent leiðbeiningarblað um öflun greiðslumats.
Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar skipulagnefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 9 Eftir úrvinnslu skipulagsfulltrúa á umsóknum og samskipti við umsækjendur eru 24 umsóknir um 4 parhúsalóðir til afgreiðslu. Þær voru auglýstar á heimasíðu sveitarfélagsins þann 17. ágúst 2022. Draga þarf um allar lóðirnar vegna fjölda umsókna. Umsóknir bárust um allar lóðirnar sem fyrsta val, því er ekki útdráttur milli umsækjenda sem sækja um þessar lóðir til vara sem annan kost.
Nestún 16:
Umsóknir sem fyrsta val bárust frá:
a) Valgarði Einarssyni og Hrafnhildi Skaptadóttur.
b) Herbert Hjálmarssyni.
c) Pétri Erni Jóhannssyni.
Úr pottinum er dregið nafnið Pétur Örn Jóhannsson. Skipulagsnefnd samþykkir hér með að úthluta Pétri Erni Jóhannssyni lóðinni númer 16 við Nestún.
Er þeim afhent leiðbeiningarblað um öflun greiðslumats.
Nestún 18:
Umsókn sem fyrsta val barst frá:
a) Birni Gunnari Karlssyni og Írisi Huldu Jónsdóttur.
b) Berki Guðmundssyni.
c) Önnu Maríu Ómarsdóttur.
d) Ingvari Gýgjari Sigurðssyni og Eyglóu Amelíu Valdimarsdóttur.
e) Valdísi Brá Þorsteinsdóttur og Ingvari Páli Ingvarssyni.
f) Sigurbirni Vopna Björnssyni.
g) Ómari Kjartanssyni.
Úr pottinum er dregið nafnið Anna María Ómarsdóttir. Skipulagsnefnd samþykkir hér með að úthluta Önnu Maríu Ómarsdóttur lóðinni númer 18 við Nestún.
Enginn var mættur fyrir hönd umsækjanda og er skipulagsfulltrúa því falið að senda tölvupóst á viðkomandi með leiðbeiningarblaði um öflun greiðslumats.
Nestún 22:
Umsóknir sem fyrsta val bárust frá:
a) Rakel Söru Björnsdóttur og Róbert Þór Henn.
b) BF-Verk ehf.
c) K-Tak ehf.
Úr pottinum er dregið nafn BF-Verk ehf. Skipulagsnefnd samþykkir hér með að úthluta BF-Verk ehf lóðinni númer 22 við Nestún.
Enginn var mættur fyrir hönd umsækjanda og er skipulagsfulltrúa því falið að senda tölvupóst á viðkomandi með leiðbeiningarblaði um öflun greiðslumats.
Nestún 24:
Umsóknir sem fyrsta val bárust frá:
a) Kristjáni Ásgeirssyni Blöndal og Arnrúnu Báru Finnsdóttur.
b) Þorgrímur G Pálmason og Aðalbjörgu Þorgrímsdóttur.
c) Hólmari Daða Skúlasyni og Karen Lind Skúladóttur.
d) Ólafi Björnssyni og Herði Knútssyni.
e) Sverri Péturssyni.
f) Eiði Baldurssyni og Sólveigu Birtu Eiðsdóttur.
g) Ólafi Stefáni Þorbergssyni.
h) Jóni Svavarssyni.
i) Helga Freyr Margeirssyni.
j) Thelmu Knútsdóttur.
k) Trésmiðjan ÝR ehf.
Úr pottinum er dregið nafn Ólafur Björnsson og Hörður Knútsson. Skipulagsnefnd samþykkir hér með að úthluta Ólafi Björnssyni og Herði Knútssyni lóðinni númer 24 við Nestún.
Enginn var mættur fyrir hönd umsækjanda og er skipulagsfulltrúa því falið að senda tölvupóst á viðkomandi með leiðbeiningarblaði um öflun greiðslumats.
Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar skipulagnefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
13.Skipulagsnefnd - 10
Málsnúmer 2210022FVakta málsnúmer
-
Skipulagsnefnd - 10 Ragnar Guðmundsson hjá Kollgátu arkitektum kynnti fyrir nefndinni endurgerða tillögu að stækkun lóðarinnar við Grenihlíð 21-23 á Sauðárkróki.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fyrirhugaðar framkvæmdir verði grenndarkynntar fyrir eigendum allra íbúða við Grenihlíð og eigendum íbúða 17-19 við Kvistahlíð í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Grenihlíð 21-23 - Umsókn um stækkun lóðar". Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 10 Skipulagsstofnun óskar eftir upplýsingum frá sveitarfélaginu Skagafirði fyrir 1. nóvember næstkomandi hvort hafin er eða áfomuð sé vinna við gerð eða endurskoðun aðalskipulags vegna kostnaðarþátttöku úr Skipulagssjóði.
Skipulagsnefnd staðfestir að hafin er undirbúningsvinna við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps, m.a. vegna sameiningar þessara sveitarfélaga fyrr á þessu ári.
Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar skipulagnefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 10 Anna Bragadóttir frá Eflu verkfræðistofu kynnti drög að deiliskipulagtillögu fyrir frístundabyggð við Reykjarhól í Varmahlíð verknúmer 2320-023, í mælikvarðanum 1:3000.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram með hönnuðum í samræmi við umræður fundarins.
Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar skipulagnefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 10 Elenóra Bára Birkisdóttir og Böðvar Fjölnir Sigurðsson og Brúnastaðir ehf., þinglýstir eigendur Brúnastaða í Tungusveit, (landnr.146157), sækja um leyfi til að stofna 8732 m2 spildu, íbúðarhúsalóð úr landi jarðarinnar og nefna lóðina Blámelur. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur nr. S01 í verki 77760202 útg. 20.09.2022 unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu gerir grein fyrir erindinu.
Ekki er annað landnúmer skráð með sama landheiti í Skagafirði.
Landskipti samræmast aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli.
Landskipti hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki.
Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu
Engin fasteign er á umræddri spildu.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Brúnastöðum, landnr. 146157.
Einnig skrifar undir erindið Friðrik Smári Stefánsson eigandi Brúnastaða 3 L220621 þar sem aðkoma að spildunni er um vegtengingu í landi Brúnastaða 3 og kvöð er um yfirferðarrétt þeirrar jarðar eins og sýnt er á afstöðuuppdrætti.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar skipulagnefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 10 Haukur Bent Sigmarsson fyrir hönd Fljótabakka ehf. óskar eftir því að jarðirnar Hraun I (L146818) og Hraun II (L146824) verði sameinaðar undir nafni Hrauns I.
Landamerki innbyrðis jarðanna Hraun I (L146818) og Hraun II (L146824) eru óskilgreind.
Umsækjandi er þinglýstur eigandi beggja jarða.
Sameiningin hefur ekki áhrif á ytri landamerki jarðanna eða lóðarmörk innan jarða.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt. Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar skipulagnefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 10 Sigþór Smári Borgþórsson og Rósa Sigurbjörg Guðmundsóttir þinglýstir eigendur Goðdala í Vesturdal, Skagafirði (landnr. 146166), óska eftir heimild til að stofna 1500 m2 byggingarreit fyrir útihús á jörðinni skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 73330101 útg. 20.09.2022.
Afstöðuuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið að fenginni umsögn minjavarðar.
Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar skipulagnefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með átta atkvæðum. atkvæðum. Sólborg Borgarsdóttir tók ekki þátt í afgreiðslu og vék af fundi við afgreiðslu málsins. -
Skipulagsnefnd - 10 Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar leggur fram tillögu um breytingu á afmörkun lóðarinnar Laugavegur 19 eins og hún er sýnd á lóðablaði dags. 7. des. 2020 með breytingu dags. 29.04.2021., lóðarblaði áritað 1. júní 2021. Breytingin felur í sér að nyrsti hluti lóðar með hnitpunktum LM05 og LM06 fellur út. Meðfylgjandi er lóðablað Laugavegar 19 í Varmahlíð dags. 7. des. 2020, með breytingu dags. 22.09.2022 sem sýnir breytta afmörkun lóðarinnar. Fyrir breytingu er lóðin 973,7 m² en verður 690 m². Hámarksnýtingarhlutfall lóðar verður 0,44. Frekari skilmálar koma fram á meðfylgjandi lóðablaði.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu um breytingu á afmörkun lóðarinnar.
Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar skipulagnefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 10 Skipulagsfulltrúi hefur fengið til sín og yfirfarið öll umbeðin fylgigögn frá hluteigandi aðilum.
Skipulagsnefnd samþykkir lóðarúthlutanir við Nestún norður frá 9. fundi nefndarinnar og leggur til við sveitarstjórn að staðfesta þær. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Nestún norður - Parhúsalóðir til úthlutunar". Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 10 Fyrir liggur úrskurður í kærumáli nr. 51/2022 vegna deiliskipulags við Birkimel í Varmahlíð um að deiliskipulagið standi. Því fellur sá fyrirvara sem auglýstur var um úthlutun lóða við Birkimel úr gildi.
Skipulagsfulltrúi hefur fengið til sín og yfirfarið öll umbeðin fylgigögn frá hluteigandi aðilum.
Skipulagsnefnd samþykkir lóðarúthlutanir við Birkimel í Varmahlíð frá 9. fundi nefndarinnar og leggur til við sveitarstjórn að staðfesta þær.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Birkimelur í Varmahlíð - Íbúðarlóðir til úthlutunar". Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 10 Ingvar Gýgjar Sigurðarson sækir ásamt Ingvari Páli Ingvarssyni um iðnaðarlóðina Borgarsíðu 7 á Sauðárkróki fyrir geymsluhúsnæði.
Skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjenda.
Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við umfjöllun málsins.
Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar skipulagnefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 10 Reimar Marteinsson fyrir hönd Kaupfélag Skagfirðinga sækir um iðnaðarlóðirnar Borgarflöt 23 og 25.
Skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðunum til umsækjenda.
Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar skipulagnefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 10 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010, 144. mál.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við frumvarpið. Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar skipulagnefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 10 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 6 þann 26.09.2022. Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar skipulagnefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
-
Skipulagsnefnd - 10 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 7 þann 19.10.2022. Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar skipulagnefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
14.Skipulagsnefnd - 11
Málsnúmer 2210028FVakta málsnúmer
-
Skipulagsnefnd - 11 Skipulagsnefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun 2023 og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar skipulagnefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
15.Skipulagsnefnd - 12
Málsnúmer 2210034FVakta málsnúmer
-
Skipulagsnefnd - 12 Farið yfir samantekt á innsendum athugasemdum/ábendingum við auglýst deiliskipulag. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, með minniháttar lagfæringum, Skólasvæði Varmahlíð og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar/samþykktar í samræmi við 42. gr skipulagslaga.
Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Skólamannvirki Varmahlíð - Deiliskipulag". Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 12 Arnar Birgir Ólafsson ásamt Karen Lind Árnadóttir frá Teiknistofu Norðurlands kynntu drög að deiliskipulagi fyrir Sauðárkrókskirkjugarð. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa ásamt hönnuðum að vinna tillöguna áfram í samræmi við umræðu fundarins og kynna hana fyrir sóknarnefnd. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar skipulagnefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
-
Skipulagsnefnd - 12 Arnar Birgir Ólafsson ásamt Karen Lind Árnadóttir frá Teiknistofu Norðurlands kynntu drög að deiliskipulagi fyrir tjaldsvæðið við Sauðárgil. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa ásamt hönnuðum að vinna tillöguna áfram í samræmi við umræðu fundarins.
Álfhildur Leifsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins. Bókun fundar Einar E Einarsson, fulltrúi Framsóknar, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Meirihluti sveitarstjórnar Skagafjarðar telur brýnt að horft verði til framtíðar og lokið verði við deiliskipulag nýs framtíðar tjaldsvæðis á Sauðárkróki. Nauðsynlegt er að slík vinna liggi fyrir þegar kemur að þeim tímapunkti að önnur uppbygging mun hefjast á því miðsvæði sem skilgreint er á Flæðunum á Sauðárkróki í nýju aðalskipulagi Skagafjarðar.
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun svohljóðandi:
Sveitarfélagið er í áralangri viðhaldsskuld víða hvað varðar eignir þess og má þar taka dæmi um ófrágengnar skólalóðir, mygluvanda og leka í skólahúsnæði svo eitthvað sé nefnt. Það er því einkennileg forgangsröðun að leggja áherslu á deiliskipulag tjaldsvæðis við Sauðárgil í því ljósi. Bæði fer dýrmætur tími starfsmanna sveitarfélagsins í þessa vinnu sem og útlagður kostnaður við aðkeypta vinnu. Umrætt deiliskipulag er vissulega vel unnið og væri gaman að geta framkvæmt það en staða sveitarfélagsins er hreinlega ekki þannig að það sé raunhæft. Sé tímabært að nýta Flæðarnar undir annað þá er tjaldsvæði uppi á Nöfum sem mætti betrumbæta án mikils kostnaðar til tímabundinna afnota. Í ljósi þessa þá óskum við bókað að við sitjum hjá.
Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, VG og óháð.
Afgreiðsla 12. fundar skipulagnefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, VG og óháðra óska bókað að þær sitji hjá. -
Skipulagsnefnd - 12 Friðrik Rúnar Friðriksson, þinglýstur eigandi lóðarinnar Lambeyri, landnr. 201897, í Tungusveit, Skagafirði, óskar eftir heimild til að láta vinna deiliskipulag fyrir lóðina á eigin kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Meðfylgjandi er lýsing skipulagsverkefnis útg. 1.0 dags. 21.10.2022, sem unnin er af Stoð ehf. verkfræðistofu. Óskað er eftir samþykki skipulagsnefndar og staðfestingu sveitarstjórnar Skagafjarðar á meðfylgjandi skipulagslýsingu og að hún hljóti meðferð skv. 5.2.4. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna og heimila umsækjanda að vinna deiliskipulagstillögu á eigin kostnað og að Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Lambeyri (201897) - Beiðni um heimild til að vinna deiliskipulag í samræmi við 38. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga". Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 12 Ingólfur F. Guðmundsson hjá Kollgátu ehf. fyrir hönd eigenda jarðarinnar Hrauna í Fljótum óskar eftir leyfi til að hefja framkvæmdir á nýjum vegi og við einn byggingarreit á lóð nr. 9 á grundvelli deiliskipulags sem er í vinnslu.
Leitað var umsagnar minjavarðar, eftirfarandi svar barst 11.10. sl.
„Minjavörður kannaði svæðið á vettvangi þann 4.10. sl. Engar þekktar minjar eru á eða í næsta nágrenni við lóðir 6-11 á Hraunum eins og þær eru sýndar á skipulagsuppdrætti dags. 5.10.2022 og gerir Minjastofnun Íslands ekki athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir, en minnir á að ljúka þarf fornleifaskráningu alls svæðisins áður en gengið er frá deiliskipulagi.“
Skipulagsnefnd samþykkir erindið en bendir á að allar framkvæmdir við byggingarreit eru með öllu óheimilar án aðkomu byggingaryfirvalda.
Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar skipulagnefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 12 Skipulagsfulltrúi fer yfir þau gögn sem send voru út í grenndarkynningu vegna málsins þann 2.11.2022. Athugasemdafresturinn er út 30.11.2022. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar skipulagnefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
-
Skipulagsnefnd - 12 Halldór Bjarnason fh. Stjörnuverk ehf. tilkynnir með tölvupósti dags. 28.10.2022 að fyrirtækið hafi fallið frá fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á lóðinni númer 8 við Borgarteig.
Skipulagsnefnd samþykkir skil á lóðinni og felur skipulagsfulltrúa að koma lóðinni á lista yfir lausar lóðir á heimasíðu sveitarfélagsins.
Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar skipulagnefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 12 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við breytinguna. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar skipulagnefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
16.Umhverfis- og samgöngunefnd - 6
Málsnúmer 2210017FVakta málsnúmer
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 6 Vinna við fjárhagsáætlun fyrir og nýja gjaldskrá fyrir Skagafjarðarhafnir er hafin. Í vinnunni er tekið mið af forsendum rammaáætlunar og einnig er rekstur hafnanna skoðaður sérstaklega.
Ljóst er að talverðar framkvæmdir verða við Skagafjarðarhafnir á næstu árum. Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs í samstarfi við hafnarstjóra að halda áfram vinnunni við fjárhagsáætlunina og skal sú vinna taka mið af framtíðarhorfum og þörfum Skagafjarðarhafna.
Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri og Árni Egilsson skrifstofustjóri Skagafjarðarveitna sátu þennan lið. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 6 Vinna við gerð fjárhagsáætlana og nýja gjaldskrá fyrir umhverfissvið sveitarfélagsins er hafin. Í vinnunni er tekið mið af forsendum rammaáætlunar og einnig er rekstur hverrar deildar skoðaður sérstaklega.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs í samstarfi við starfsmenn umhverfis- og framkvæmdadeilda að halda áfram vinnu við gerð gjaldskrár og fjárhagsáætlunar.
Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri og Árni Egilsson skrifstofustjóri sátu fundinn undir þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 6 Vinna við gerð fjárhagsáætlana málaflokks 10 - umferðar- og samgöngumál fyrir árið 2023 er hafin. Í vinnunni er tekið mið af forsendum rammaáætlunar og rekstri deildarinnar.
Nefndin felur sviðsstjóra að halda áfram vinnu við áætlunina í samstarfi við starfsmenn framkvæmdasviðs.
Ingvar Páll Ingvarsson verkefnastjóri og Árni Egilsson skrifstofustjóri sátu fundinn undir þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 6 Vinna við gerð fjárhagsáætlunar málaflokks 69 - fráveitu fyrir árið 2023 er hafin. Í vinnunni er tekið mið af forsendum rammaáætlunar.
Nefndin felur sviðsstjóra að halda áfram vinnu við áætlunina í samstarfi við starfsmenn framkvæmdasviðs.
Ingvar Páll Ingvarsson verkefnastjóri og Árni Egilsson skrifstofustjóri sátu fundinn undir þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 6 Unnið er að gerð langtímaáætlunar fyrir fráveitur í Skagafirði. Drög að áætlun kynnt nefndarmönnum.
Ingvar Páll Ingvarsson verkefnastjóri og Árni Egilsson skrifstofustjóri sátu fundinn undir þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 6 Föstudaginn 30. september 2022 klukkan 11:00 voru opnuð tilboð í tilboðsverkið "Sorphirða fyrir heimili, stofnanir, gámastöðvar o.fl. í Skagafirði 2023-2028"
Fjögur tilboð bárust í verkið. Íslenska Gámafélagið ehf var með lægsta boð eða upp á 115,9% af kostnaðaráætlun. Einnig komu tilboð frá Kubbur ehf upp á 137%, Terra Umhverfisþjónusta 187,5% og GS Lausnir 212,5% af áætlun.
Valur Valsson verkefnisstjóri hjá Skagfjarðarveitum fór yfir niðurstöðu útboðsins. Hann kynnti hvaða áhrif nýr verksamningur mun hafa á gjaldaliði sem og gjaldskrá. Vegna nýrra laga um sorphirðu, þar sem kveðið er á um að óheimilt er að niðurgreiða kostnað vegna sorphirðu, er ljóst að verulegar hækkanir verða á gjaldskrá. Endurskoða þarf svo gjaldskrána aftur fyrir 1. apríl 2023, en þá tekur væntanlega við nýr samningur um rekstur sorphirðu í Skagafirði.
Í ljósi þess að tilboð lægstbjóðanda er talsvert yfir kostnaðaráætlun (16%) leggur nefndin áherslu á að við samningsgerðina haldi sveitarfélagið sig við ítrustu kröfur sem gerðar eru til væntanlegs verktaka í útboðslýsingu.
Nefndin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðenda með fyrirvara um að samningar náist og vísar málinu til ákvörðunar byggðarráðs.
Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. - 16.7 2210138 Samráð; Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd nr. 60 2013 (losun úrgangs í náttúrunni)Umhverfis- og samgöngunefnd - 6 Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 192/2022, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd nr. 60/2013 (losun úrgangs í náttúrunni)".
Umsagnarfrestur er til og með 26.10.2022.
Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 6 Umhverfisstofnun var falið að endurskoða áætlun um loftgæði á Íslandi 2017-2029 Hreint loft til framtíðar, samkvæmt tilskipun 2008/50/EB um gæði andrúmsloft og hreinna loft í Evrópu. Þessi tilskipun var innleidd hér á landi með lögum nr. 144/2013 um breytingu á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Áætlunin á að gefa út til 12 ára í senn og skal áætlunin gilda fyrir allt landið. Þá skal endurskoða áætlunina á fjögurra ára fresti. Umhverfisstofnun mun vinna tillögu að nýrri áætlun í samvinnu við heilbrigðisnefndir sveitarfélaga, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök atvinnulífsins og aðra haghafa og leggja fyrir ráðherra. Skilafrestur athugasemda er til 28. október næstkomandi.
Málið er á hendi heilbrigðisnefndar Skagafjarðar en er hér sett fram til kynningar.
Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 6 Sunnudaginn 20. nóvember 2022 verður haldinn hér á landi alþjóðlegur minningardagur Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðaslysa. Í ár er ætlunin að halda minningarstund á þyrlupallinum við Landspítalann í Fossvogi. Auk þess verða minningarviðburðir um land allt.
Nefndin hvetur alla sem hafa tök á að taka þátt í minningarviðburðum í tengslum við daginn og vill um leið koma þakklæti til sjálfboðaliða og starfsstétta sem veita hjálp, björgun og aðhlynningu þegar slys á sér stað. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
17.Umhverfis- og samgöngunefnd - 7
Málsnúmer 2210024FVakta málsnúmer
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 7 Tekið er fyrir rekstraryfirlit Skagafjarðarhafna fyrir fyrstu 8 mánuði ársins 2022 ásamt fram lagðri fjárhagsáætlun rekstrarliða fyrir árið 2023.
Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2023 ásamt forsendum rammans til fyrri umræðu í umhverfis- og samgöngunefnd. Farið var yfir fyrstu tillögu að fjárhagsáætlun Skagafjarðarhafna 2023. Áætlunin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna og nefndarmanna. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög að fjárhagsáætlun og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 7 Tekið er fyrir rekstrayfirlit deild 11, umhverfis- garðyrkju og sorpmál fyrir fyrstu 8 mánuði ársins 2022 ásamt fram lagðri fjárhagsáætlun rekstrarliða deildanna fyrir árið 2023.
Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2023 ásamt forsendum rammans til fyrri umræðu í umhverfis- og samgöngunefnd. Farið var yfir fyrstu tillögu að fjárhagsáætlun umhverfis-, garðyrkju-, hreinlætis- og sorpmála 2023. Áætlunin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna og nefndarmanna. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög að fjárhagsáætlun og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 7 Tekið er fyrir rekstraryfirlit fyrir deild 10, umferða og samgöngumál, fyrir fyrstu 8 mánuði ársins 2022 ásamt fram lagðri fjárhagsáætlun rekstrarliða fyrir árið 2023.
Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2023 ásamt forsendum rammans til fyrri umræðu í umhverfis- og samgöngunefnd. Farið var yfir fyrstu tillögu að fjárhagsáætlun umferða- og samgöngumála 2023. Áætlunin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna og nefndarmanna. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög að fjárhagsáætlun og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 7 Tekið er fyrir rekstraryfirlit fráveitu fyrir fyrstu 8 mánuði ársins 2022 ásamt fram lagðri fjárhagsáætlun rekstrarliða fyrir árið 2023.
Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2023 ásamt forsendum rammans til fyrri umræðu í umhverfis- og samgöngunefnd. Farið var yfir fyrstu tillögu að fjárhagsáætlun fráveitu 2023. Áætlunin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna og nefndarmanna. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög að fjárhagsáætlun og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
18.Veitunefnd - 3
Málsnúmer 2210014FVakta málsnúmer
-
Veitunefnd - 3 Útborun holu VH-22 hófst þann 20. september síðastliðinn. Hingað til hefur borun ekki borið árangur en borun verður haldið áfram um sinn. Mikill vöxtur er í byggðinni í Varmahlíð og í sveitunum sem tengjast hitaveitunni í Varmahlíð. Til að mæta aukinni orkuþörf og auka samtímis rekstraröryggi veitunnar er því mjög mikilvægt að árangur náist við þetta verkefni.
Árni Egilsson skrifstofustjóri Skagafjarðarveitna sat fundinn undir þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar veitunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 3 Vinna við gerð fjárhagsáætlana og nýja gjaldskrá fyrir deildir Skagafjarðarveitna er hafin. Í vinnunni er tekið mið af forsendum rammaáætlunar og einnig er rekstur hverrar deildar skoðaður sérstaklega. Áætlanir um langímafjárfestingar og viðhald fyrir kaldavatnsveitur og hitaveitu eru einnig kynntar og verður tekið mið af þeim við ákvörðun á gjaldskrám fyrir báða málaflokka.
Ljóst er að talverðra framkvæmda er þörf á næstu árum hjá Skagafjarðarveitum. Veitunefnd felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs í samstarfi við starfsmenn veitnanna að halda áfram vinnunni við fjárhagsáætlunina og skal sú vinna taka mið af framtíðarhorfum á stækkun og útbreiðslu veitnanna.
Árni Egilsson skrifstofustjóri sat þennan lið.
Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar veitunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 3 Vinna við gerð langtímaáætlunar fyrir hitaveitu í Skagafirði er hafin og er stefnt að því að hún liggi fyrir fyrir lokayfirferð fjárhagsáætlunar. Farið var yfir drög að áætlun og forsendur kynntar nefndarmönnum.
Nefndin fagnar því að þessi vinna er hafin.
Árni Egilsson skrifstofustjóri Skagafjarðarveitna sat fundinn undir þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar veitunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 3 Vinna við gerð langtímaáætlunar fyrir kaldavatnsveitu á veitusvæðum Skagafjarðarveitna í Skagafirði er hafin og er stefnt að því að áætlunin liggi fyrir fyrir lokayfirferð fjárhagsáætlunar. Farið var yfir drög að áætlun og forsendur kynntar nefndarmönnum.
Nefndin fagnar því að þessi vinna er hafin.
Árni Egilsson skrifstofustjóri Skagafjarðarveitna sat fundinn undir þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar veitunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 3 Hækkun neysluvísitölu síðustu tólf mánuði er 9,3% en út frá rekstrarstöðu hitaveitu er lögð fram tillaga um 7,7 % hækkun á gjaldskrá hitaveitu fyrir árið 2023. Hækkunin er til komin vegna fyrirsjáanlegra verðlagsbreytinga og viðhaldsframkvæmda. Við ákvörðun gjaldskrár er einnig tekið mið af langtímaáætlun um fjárfestingar í hitaveitu.
Veitunefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs.
Árni Egilsson skrifstofustjóri sat þennan lið. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar veitunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 3 Allt efni sem búið er að panta í lögnina er komið og er það sett á lager í námu við Fell á Höfðaströnd. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar veitunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 níu atkvæðum.
-
Veitunefnd - 3 Við reglubundið eftirlit starfsmanna heilbrigðiseftirlitsins kom fram E-coli gerla mengun í kaldavatnsveitu Hofsóss. Unnið var að úrlausn mála í nánu samráði við starfsmenn heilbrigðiseftirlitsins og var ákveðið að sjóða skyldi neysluvatnið um skeið. Skagfjarðarveitur harma að þetta ástand hafi skapast og Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri Skagafjarðarveitna upplýsir að verið sé að uppfæra vöktunarbúnað við geislunartæki þannig að svona staða geti ekki komið upp aftur. Einnig er unnið að því að gera ráðstafanir við vatnsbólið sem eiga að varna því að yfirborðsvatn geti komist í veituna.
Farin er af stað vinna við endurbætur á viðbragðsáætlun til að tryggja að upplýsingar berist hratt og örugglega til notenda komi sambærileg staða upp. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar veitunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 3 "Þreskir ehf, sem er félag í eigu bænda sem rækta bygg hér í Skagafirði, starfrækir þurrkstöð í Vallhólma og hefur sú starfsemi farið vaxandi, þar sem æ fleiri bændur sjá hag sinn í að nota heimaræktað bygg í kjarnfóður fyrir kýr og naut.
Um tilraunarverkefni er að ræða í haust en ef vel gengur er áhugi að reyna að nýta heitavatnið í framtíðinni og langar okkur því að athuga hvort ekki væri hægt að semja um eitthvað hagstætt verð á vatninu. Ekki er um ræða heilsársnotkun því þurrkunnin er aðeins í gangi í september og aðeins inn í október ár hvert."
Veitunefnd fagnar því að hugað sé að orkuskiptum við þurrkun á byggi en bendir jafnframt á að hitaveitan í Varmahlíð er illa aflögu fær með orku eins og er. Einnig er bent á að stofnlögn hitaveitunnar að Vallhólma er grönn og gæti þurft að svera hana upp
til að mæta aukinni orkuþörf. Af slíkri framkvæmd verður umtalsverður kostnaður.
Veitunefnd frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir frekari upplýsingum um orkuþörf og umfang verkefnisins.
Árni Egilsson skrifstofustjóri Skagafjarðarveitna sat fundinn undir þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar veitunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 níu atkvæðum.
19.Veitunefnd - 4
Málsnúmer 2210025FVakta málsnúmer
-
Veitunefnd - 4 Tekin eru fyrir rekstraryfirlit fyrir hitaveitu, vatnsveitu og sjóveitu fyrir fyrstu 8 mánuði ársins 2022 ásamt fram lagðri fjárhagsáætlun rekstrarliða fyrir árið 2023.
Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2023 ásamt forsendum rammans til fyrri umræðu í veitunefnd. Farið var yfir fyrstu tillögu að fjárhagsáætlun hitaveitu, vatnsveitu og sjóveitu 2023. Áætlunin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna og nefndarmanna. Veitunefnd samþykkir framlögð drög að fjárhagsáætlun og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar veitunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 níu atkvæðum.
20.Skagafjörður (5716), fjárhagsáætlun 2022, viðauki 3
Málsnúmer 2210180Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga að viðauka 3 við fjárhagsáætlun ársins 2022. Viðaukinn felur í sér verðlagsbreytingar á langtímaskuldum sveitarfélagsins og stofnana þess. Verðlagshækkunin er áætluð 240.611 þús.kr. Einnig er gert ráð fyrir auknu framkvæmdafé til gatnagerðar að fjárhæð 12.000 þkr., til hafnarframkvæmda 36.615 þkr. og borunar eftir heitu vatni í Varmahlíð 30.000 þkr. Viðaukanum verði mætt með aukinni lántöku að fjárhæð 100 mkr.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
21.Sorphreinsun í Skagafirði - útboð 2021 - Efla
Málsnúmer 2011092Vakta málsnúmer
"Lögð fram svohjóðandi bókun 6. fundar umhverfis- og samgöngunefndar: Föstudaginn 30. september 2022 klukkan 11:00 voru opnuð tilboð í tilboðsverkið "Sorphirða fyrir heimili, stofnanir, gámastöðvar o.fl. í Skagafirði 2023-2028" Fjögur tilboð bárust í verkið. Íslenska Gámafélagið ehf var með lægsta boð eða upp á 115,9% af kostnaðaráætlun. Einnig komu tilboð frá Kubbur ehf upp á 137%, Terra Umhverfisþjónusta 187,5% og GS Lausnir 212,5% af áætlun. Nefndin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðenda með fyrirvara um að samningar náist og vísar málinu til ákvörðunar byggðarráðs. Byggðarráð staðfestir ákvörðun umhverfis- og samgöngunefndar og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
22.Innritunarreglur fyrir Tónlistarskóla Skagafjarðar
Málsnúmer 2208292Vakta málsnúmer
"Lagðar fram innritunarreglur fyrir Tónlistarskóla Skagafjarðar. Ekki eru gerðar efnislegar breytingar á reglunum en þær uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi. Vísað frá 7. fundi fræðslunefndar. Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur"
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
23.Reglur um skólaakstur í dreifbýli Skagafjarðar
Málsnúmer 2208298Vakta málsnúmer
"Lagðar fram reglur um skólaakstur í dreifbýli Skagafjarðar. Ekki eru gerðar efnislegar breytingar á reglunum en þær uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi. Vísað frá 7. fundi fræðslunefndar. Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
24.Verklagsreglur vegna barna starfsfólks í leikskólum Skagafjarðar
Málsnúmer 2208299Vakta málsnúmer
Lagðar fram verklagsreglur vegna barna starfsfólks í leikskólum í Skagafirði. Ekki eru gerðar efnislegar breytingar á reglunum en þær uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi. Vísað frá 7. fundi sveitarstjórnar. Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu og samþykktar með níu atkvæðum.
25.Reglur um skólavist fósturbarna í leik- og grunnskólum Skagafjarðar
Málsnúmer 2208297Vakta málsnúmer
"Lagðar fram reglur um skólavist fósturbarna í leik- og grunnskólum Skagafjarðar. Ekki eru gerðar efnislegar breytingar á reglunum en þær uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi. Vísað frá 7. fundi fræðslunefndar. Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu og samþykktar með níu atkvæðum.
26.Reglur um nám starfsmanna í leikskólum
Málsnúmer 2208266Vakta málsnúmer
"Lagðar fram reglur um nám starfsmanna í leikskólum. Ekki eru gerðar efnislegar breytingar á reglunum en þær uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar. Vísað frá 7. fundi fræðslunefndar. Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
27.Gjaldskrá hitaveitu 2023
Málsnúmer 2210076Vakta málsnúmer
"Lögð fram gjaldskrá hitaveitu fyrir árið 2023 sem vísað var til byggðarráðs frá 3. fundi veitustjórnar með svohljóðandi bókun: "Hækkun neysluvísitölu síðustu tólf mánuði er 9,3% en út frá rekstrarstöðu hitaveitu er lögð fram tillaga um 7,7 % hækkun á gjaldskrá hitaveitu fyrir árið 2023. Hækkunin er til komin vegna fyrirsjáanlegra verðlagsbreytinga og viðhaldsframkvæmda. Við ákvörðun gjaldskrár er einnig tekið mið af langtímaáætlun um fjárfestingar í hitaveitu. Veitunefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs." Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
28.Skagafjörður (5716), fjárhagsáætlun 2022, viðauki 4
Málsnúmer 2210264Vakta málsnúmer
"Lögð fram beiðni um viðauka 4 við fjárhagsáætlun ársins 2022. Viðaukinn er gerður vegna leiðréttingar efnahagsliða í áætluninni með tilliti til niðurstöðu ársreiknings 2021 og uppreiknings á lánasafni sveitarfélagsins. Einnig er áætlun vegna Flokku ehf. flutt á milli málaflokka. Byggðarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
29.Beiðni um útkomuspá 2022 og fjárhagsáætlun 2023
Málsnúmer 2210222Vakta málsnúmer
"Lögð fram fjárhagsleg útkomuspá sveitarfélagsins fyrir árið 2022. Byggðarráð samþykkir framlagða útkomuspá með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins."
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir fulltrúar Vg og óháðra, óska bókað að þær sitji hjá.
30.Nefndalaun
Málsnúmer 2210001Vakta málsnúmer
"Lögð fram tillaga um nýja útfærslu á launum fyrir setu í sveitarstjórn og nefndum sveitarfélagsins. Helstu breytingar eru þær að áheyrnarfulltrúar fá sömu nefndarlaun til jafns við aðra nefndarmenn og þóknun fyrir útlagðan kostnað fellur niður en nefndarlaun hækka á móti um sömu upphæð. Upplýsingar um kjörin verða uppfærðar á heimasíðu sveitarfélagsins eftir afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar".
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
31.Innritunarreglur fyrir leikskóla í Skagafirði
Málsnúmer 2208293Vakta málsnúmer
"Reglur um innritun barna í leikskóla í Skagafirði lagðar fram. Reglurnar hafa verið uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi en einnig eru lagðar til efnislegar breytingar sem lúta að tímasetningum innritunar. Reglurnar voru samþykktar á 7. fundi fræðslunefndar þann 18.10. 2022. Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Reglur um innritun barna í leikskóla í Skagafirði bornar upp til afgreiðslu og samþykktar með níu atkvæðum.
32.Reglur um skólasókn í öðru skólahverfi Skagafjarðar
Málsnúmer 2208296Vakta málsnúmer
"Reglur um skólasókn í öðru skólahverfi í Skagafirði lögð fram. Ekki eru gerðar efnislegar breytingar á reglunum en þær uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi. Reglurnar voru samþykktar á 7. fundi fræðslunefndar þann 18.10. 2022. Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Reglur um skólasókn í öðru skólahverfi í Skagafirði bornar upp til afgreiðslu og samþykktar með níu atkvæðum.
33.Greiðsla fyrir byggingarrétt frístundalóða á Steinsstöðum og aðrir skilmálar
Málsnúmer 2211089Vakta málsnúmer
"Skipulagsnefnd sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum hinn 30.06. 2022 að auglýsa til úthlutunar lóðir nr. 4, 5, 6 og 7. Þær voru auglýstar á vef sveitarfélagsins í ágúst og september 2022. Þinglýst yfirlýsing um stofnun lóða frá 11.02. 2022, sbr. þinglýst yfirlýsing um breytingu dags. 21.06. 2022 gilda um stærð og legu lóðanna. Einn sótti um hverja eftirgreindra lóða: nr. 4, 6 og 7 en enginn um lóð nr. 5. Á fundi skipulags- og byggingarnefndar hinn 22.09. 2022 var ákveðið að úthluta þeim lóðum sem sótt var um. Fyrirliggjandi eru drög að svari skipulagsfulltrúa til umsækjendanna sem er ætlað að fela í sér skilmála um lóðirnar, m.a. eftirfarandi: Að hver umsækjendanna greiði sveitarfélaginu 1.000.000 kr. byggingarréttargjald sem felur í sér greiðslu fyrir eiginlegan byggingarrétt, greiðslu vegna vegagerðar og greiðslu fyrir skipulagsvinnu hverrar lóðar. Verður þ.a.l. ekki krafist frekara gjalds af umræddum lóðum vegna þess kostnaðar sem þegar liggur í vegagerðinni. Um greiðslu gjalds vegna síðari gatnagerðar eða viðhalds vegar gildi almennar reglur. Venjuleg byggingarleyfisgjöld og tengigjöld eru skv. gjaldskrám sveitarfélagsins og Skagafjarðarveitna. Vegur um svæðið verði í eigu sveitarfélagsins og veghald á þess herðum (viðhald) þar til annað er ákveðið. Ekki er gert ráð fyrir vetrarþjónustu vegar af hálfu sveitarfélagsins. Rotþrær verði í eigu einstakra lóðarhafa en tæming gegn tæmingargjaldi skv. gjaldskrá sveitarfélagsins. Vatnsöflun verði á vegum Skagafjarðarveitna og verður greitt skv. gjaldskrá. Þar til deiliskipulag hefur verið gert er gert ráð fyrir að lóðarblöð mæli fyrir um skilmála, sem og gildandi aðalskipulag. Til hliðsjónar þá gera ósamþykkt drög að lóðayfirliti og skilmálum um lóðir nr. 1-8 (lögð fyrir fund skipulagsnefndar 30.06. 2022) ráð fyrir að reisa megi allt að 5 hús á hverri lóð, en gætt skuli að hámarksbyggingarmagni, að hámarkshæð geti verið allt að 7 metrar frá gólfi jarðhæðar í þakmæni, þakgerðir séu valfrjálsar, sem og mænisstefna/afstaða húsa. Gera má ráð fyrir að gólfkvótar miðist við legu lands en verði endanlega áðkveðnir í samráði við skipulags- og/eða byggingarfulltrúa. Það er þó skipulagsnefndar/sveitarstjórnar að ákveða um slíkt. Jafnframt gildi úthlutunarreglur sveitarfélagsins fyrir byggingarlóðir. Lóðarleigusamningur verði gerður þegar framkvæmdir eru hafnar í skilningi 12.1. gr. úthlutunarreglna sveitarfélagsins um byggingarlóðir. Þeir verði ótímabundnir og mæli fyrir um ársleigu skv. gjaldskrá sveitarfélagsins, nú 3%. Byggðarráð samþykkir að lóðunum sé úthlutað til umsækjenda sem undirgangast þá skilmála sem að framan getur. Byggðarráð samþykkir jafnframt að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar".
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
34.Héraðsskjalasafn Skagfirðinga - Gjaldskrá 2023
Málsnúmer 2210239Vakta málsnúmer
Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
35.Héraðsbókasafn Skagfirðinga - Gjaldskrá 2023
Málsnúmer 2210238Vakta málsnúmer
Framlög gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
36.Listasafn Skagfirðinga - Gjaldskrá 2023
Málsnúmer 2210244Vakta málsnúmer
Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
37.Grenihlíð 21-23 - Umsókn um stækkun lóðar
Málsnúmer 2209011Vakta málsnúmer
"Ragnar Guðmundsson hjá Kollgátu arkitektum kynnti fyrir nefndinni endurgerða tillögu að stækkun lóðarinnar við Grenihlíð 21-23 á Sauðárkróki. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fyrirhugaðar framkvæmdir verði grenndarkynntar fyrir eigendum allra íbúða við Grenihlíð og eigendum íbúða 17-19 við Kvistahlíð í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins."
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
38.Nestún norður - Parhúsalóðir til úthlutunar
Málsnúmer 2205116Vakta málsnúmer
Skipulagsfulltrúi hefur fengið til sín og yfirfarið öll umbeðin fylgigögn frá hluteigandi aðilum.
Skipulagsnefnd samþykkir lóðarúthlutanir við Nestún norður frá 9. fundi nefndarinnar og leggur til við sveitarstjórn að staðfesta þær.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
39.Birkimelur í Varmahlíð - Íbúðarlóðir til úthlutunar
Málsnúmer 2205117Vakta málsnúmer
Fyrir liggur úrskurður í kærumáli nr. 51/2022 vegna deiliskipulags við Birkimel í Varmahlíð um að deiliskipulagið standi. Því fellur sá fyrirvara sem auglýstur var um úthlutun lóða við Birkimel úr gildi.
Skipulagsfulltrúi hefur fengið til sín og yfirfarið öll umbeðin fylgigögn frá hluteigandi aðilum.
Skipulagsnefnd samþykkir lóðarúthlutanir við Birkimel í Varmahlíð frá 9. fundi nefndarinnar og leggur til við sveitarstjórn að staðfesta þær.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
40.Skólamannvirki Varmahlíð - Deiliskipulag
Málsnúmer 2204042Vakta málsnúmer
"Farið yfir samantekt á innsendum athugasemdum/ábendingum við auglýst deiliskipulag. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, með minniháttar lagfæringum, Skólasvæði Varmahlíð og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar/samþykktar í samræmi við 42. gr skipulagslaga. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma."
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir, með 9 atkvæðum, tillögu að deiliskipulagi, með minniháttar lagfæringum, Skólasvæði Varmahlíð og að senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar/samþykktar í samræmi við 42. gr skipulagslaga. Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma.
41.Lambeyri (201897) - Beiðni um heimild til að vinna deiliskipulag í samræmi við 38. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga.
Málsnúmer 2210243Vakta málsnúmer
"Friðrik Rúnar Friðriksson, þinglýstur eigandi lóðarinnar Lambeyri, landnr. 201897, í Tungusveit, Skagafirði, óskar eftir heimild til að láta vinna deiliskipulag fyrir lóðina á eigin kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Meðfylgjandi er lýsing skipulagsverkefnis útg. 1.0 dags. 21.10.2022, sem unnin er af Stoð ehf. verkfræðistofu. Óskað er eftir samþykki skipulagsnefndar og staðfestingu sveitarstjórnar Skagafjarðar á meðfylgjandi skipulagslýsingu og að hún hljóti meðferð skv. 5.2.4. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna og heimila umsækjanda að vinna deiliskipulagstillögu á eigin kostnað og að Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga."
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir skipulagslýsinguna, með níu atkvæðum, og að heimila umsækjanda að vinna deiliskipulagstillögu á eigin kostnað. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga."
42.Tilnefning í Vatnasvæðanefnd
Málsnúmer 2211094Vakta málsnúmer
Hrefna Jóhannesdóttir var kjörin aðalmaður á fundi sveitarstjórnar þann 27. júní sl.
Tilnefna þarf varamann, auk fulltrúa frá umhverfis- og samgöngunefnd.
Forseti gerir tillögu um Sólborg Borgarsdóttur sem varamann og Sveinn Þ Úlfarsson frá umhverfis- og samgöngunefnd.
Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast þau rétt kjörin.
43.Brekkugata 5 - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 2211153Vakta málsnúmer
Fyrhugaðr framkvæmdir samræmast skipulgsáætlunum á svæðinu og framlagðir uppdrættir uppfylla ákvæði laga og reglugerða.
Þar sem umrætt hús er innan verndarsvæðis í byggð óskar byggingarfulltrúi eftir því við sveitastjórn Skagafjarðar að tekin sé afstaða til umsóknarinnar sbr. 6. gr. laga nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð.
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að fela byggingarfulltrúa að auglýsa hina fyrirhuguðu framkvæmd og skal auglýsingartími vera tvær vikur. Hafi ábendingar/athugasemdir varðandi fyrirhugaða framkvæmd ekki borist á auglýsingartíma er byggingarfulltrúa falin afgreiðsla málsins.
44.Útsvarshlutfall í Skagafirði árið 2023
Málsnúmer 2211107Vakta málsnúmer
"Lögð fram tillaga um að hlutfallstala útsvars í Skagafirði (5716) á árinu 2023 verði 14,52%, sem er óbreytt hlutfall frá árinu 2022.
Byggðarráð samþykkir að útsvarshlutfall ársins 2023 verði 14,52% og vísar til staðfestingar sveitarstjórnar."
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
45.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Skagafjarðar
Málsnúmer 2206198Vakta málsnúmer
Samþykkt um stjórn og fundarsköp Skagafjarðar borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
46.Fjárhagsáætlun Skagafjarðar 2023-2026
Málsnúmer 2208220Vakta málsnúmer
Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023 gera ráð fyrir að rekstrartekjur Skagafjarðar nemi 9.190 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B-hluta, þar af eru rekstrartekjur A hluta áætlaðar 7.795 m.kr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta eru áætluð 8.454 m.kr., þar af A-hluti 7.431 m.kr.
Rekstrarhagnaður A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 734 m.kr. Afskriftir nema 289 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur 489 m.kr. Rekstrarhalli samstæðunnar í heild A- og B-hluta er áætlaður samtals 42 m.kr. Rekstrarhagnaður A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 364 m.kr. Afskriftir nema 155 m.kr. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 378 m.kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs er því áætluð neikvæð um 169 m.kr.
Eignir Skagafjarðar eru áætlaðar í árslok 2023, 14.279 m.kr., þar af eru eignir A-hluta 10.630 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 10.883 m.kr. Þar af hjá A-hluta 9.497 m.kr. Eigið fé er áætlað 3.396 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall 23,78%. Eigið fé A-hluta er áætlað 1.133 m.kr. og eiginfjárhlutfall 10,66%.
Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 272 m.kr. Veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 601 m.kr.
Helstu niðurstöður áætlunar fyrir árin 2024-2026 hvað samstæðuna varðar eru að áætlaðar tekjur 2024 eru 9.522 m.kr., fyrir árið 2025 9.809 m.kr. og fyrir árið 2026 10.138 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar er áætluð jákvæð fyrir árið 2024 um 53 m.kr., fyrir árið 2025 um 126 m.kr. og fyrir árið 2026 um 153 m.kr. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri fyrir árið 2024 verði 617 m.kr., fyrir árið 2025 verði það 612 m.kr. og fyrir árið 2026 verði það 637 m.kr.
Álfhildur Leifsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
VG og óháð hafa litla aðkomu við undirbúning og ákvörðunartöku fjárhagsáætlunar. Þá eigum við ekki við þau gögn sem liggja fyrir núna heldur undirbúning og ákvarðanatöku hvað þau gögn varðar. Eðlilegra verkferli að okkar mati væri að sveitastjórnafulltrúar hittist allir í undirbúningi ákvarðanatöku og forgangsröðun við vinnu ramma fjárhagsáætlunar og eigi þar skoðanaskipti áður en hún er send inn í aðrar nefndir. Þá getum við talað um samvinnu og sameiginlega ábyrgð. Við óskum bókað að við sitjum hjá.
Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, VG og óháð.
Sveinn Úlfarsson kvaddi sér hljóðs, þá Einar E Einarsson og lagði fram eftirfarandi bókun:
Fjárhagsáætlunarvinna sveitarfélaga landsins er ögrandi verkefni þessi misserin. Fyrir utan hefðbundnar áskoranir bætast nú við þættir sem sveitarfélögin hafa lítið vald á eins og viðvarandi skortur á fjárframlögum ríkisins til reksturs málaflokks fatlaðs fólks og mjög hækkandi vaxtastig og aukinn fjármagnskostnaður. Mikilvægt er að við slíkar aðstæður sameinist allir fulltrúar í sveitarstjórn um að leita leiða til hagræðinga í rekstri en séu ekki eingöngu með tillögur til aukinna útgjalda sem auka enn á rekstrarerfiðleika. Sveitarstjórnarfulltrúar sýndu samvinnu í verki þegar heimsfaraldur Covid-19 reið yfir landið og stóðu þá saman að tillögum til að halda uppi atvinnustigi og viðspyrnu í héraðinu. Það sýnir ábyrgð að vinna saman að málum í mótvindi jafnt sem meðvindi.
Jóhanna Ey Harðardóttir tók til máls og lagði fram bókun:
Ramminn fyrir fjárhagsáætlun Skagafjarðar 2023 - 2026 hefur verið lagður fyrir í nefndum sveitarfélagsins en þær forsendur sem gefnar voru við vinnu rammans höfum við ekki fengið aðkomu að og munum við því sitja hjá í fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Skagafjarðar 2023-2026.
Fulltrúar Byggðalistans Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Finster Úlfarsson óska bókað að þau sitji hjá
Sveinn Úlfarsson tók til máls, þá Einar E Einarsson og Gísli Sigurðsson.
Forseti gerir tillögu um að vísa fjárhagsáætlun 2023-2026 til nefnda og síðari umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Fulltrúar Byggðalista, Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Finster Úlfarsson og fulltrúar VG og óháðra, Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, óska bókað að þau sitja hjá.
47.Tímabundin lokun hluta Bjarkarstígs
Málsnúmer 2211182Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir að Bjarkarstíg verði lokað tímabundið frá ca. 26. nóv og framyfir jól á svæðinu sunnan við Sauðárkróksbakarí. Svæðið verður skreytt og það notað sem jólasvæði fyrir fjölskylduna til að koma saman á aðventu og jólum og standa fyrir einhverjum smáum viðburðum. Erindinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
48.Fundagerðir Norðurár bs 2022
Málsnúmer 2201008Vakta málsnúmer
49.Fundagerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022
Málsnúmer 2201003Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 19:00.
Samþykkt samhljóða.