Fara í efni

Skipulagsnefnd - 9

Málsnúmer 2210003F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 6. fundur - 16.11.2022

Fundargerð 9. fundar skipulagsnefndar frá 6. október 2022 lögð fram til afgreiðslu á 6. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 9 Eftir úrvinnslu skipulagsfulltrúa á umsóknum og samskipti við umsækjendur eru 4 umsóknir um 3 einbýlishúsalóðir og eina parhúsalóð til afgreiðslu. Þær voru auglýstar á heimasíðu sveitarfélagsins þann 17. ágúst 2022. Einungis þarf að draga um lóð nr. 32.

    Umsóknir bárust um allar lóðirnar sem sótt var um sem fyrsta val, því er ekki útdráttur milli umsækjenda sem sækja um þessar lóðir til vara sem annan kost.

    Birkimelur 21-23:

    Ein umsókn er um lóðina frá Andra Snæ Tryggvasyni og Dalmari Snæ Marinóssyni. Skipulagsnefnd samþykkir hér með að úthluta þeim lóðinni númer 21-23 við Birkimel.
    Enginn var mættur fyrir hönd umsækjanda og er skipulagsfulltrúa því falið að senda tölvupóst á viðkomandi með leiðbeiningarblaði um öflun greiðslumats.

    Birkimelur 25:
    Ein umsóknir barst sem fyrsta val frá Helgu Sjöfn Pétursdóttur og Hjalta Sigurðssyni. Þá sækja eftirtaldir aðilar um lóðina sem annan kost: Annars vegar Sigurður Óli Ólafsson og Helga Rós Sigfúsdóttir og hins vegar Sigurbjörg Eva Egilsdóttir.

    Skipulagsnefnd samþykkir hér með að úthluta Helgu Sjöfn Pétursdóttur og Hjalta Sigurðssyni lóðinni númer 25 við Birkimel.
    Enginn var mættur fyrir hönd umsækjanda og er skipulagsfulltrúa því falið að senda tölvupóst á viðkomandi með leiðbeiningarblaði um öflun greiðslumats.

    Birkimelur 27:
    Ein umsóknir barst sem fyrsta val frá Sigurbjörgu Evu Egilsdóttur. Þá sækja eftirtaldir aðilar um lóðina sem annan kost: Helga Sjöfn Pétursdóttir og Hjalti Sigurðsson.

    Skipulagsnefnd samþykkir hér með að úthluta Sigurbjörgu Evu Egilsdóttur lóðinni númer 27 við Birkimel.
    Enginn var mættur fyrir hönd umsækjanda og er skipulagsfulltrúa því falið að senda tölvupóst á viðkomandi með leiðbeiningarblaði um öflun greiðslumats.

    Birkimelur 32:
    Umsóknir sem fyrsta val bárust annars vegar frá Sveini Rúnari Gunnarssyni en hins vegar frá Sigurði Óla Ólafssyni og Helgu Rós Sigfúsdóttur.

    Sigfús Ingi Sigfússon víkur af fundinum við útdrátt og afgreiðslu þessa liðar.

    Útdreginn umsækjandi er Sigurður Óli Ólafsson og Helga Rós Sigfúsdóttir. Skipulagsnefnd samþykkir hér með að úthluta Sigurði Óla Ólafssyni og Helgu Rós Sigfúsdóttur lóðinni númer 32 við Birkimel.
    Er þeim afhent leiðbeiningarblað um öflun greiðslumats.



    Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar skipulagnefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 9 Eftir úrvinnslu skipulagsfulltrúa á umsóknum og samskipti við umsækjendur eru 24 umsóknir um 4 parhúsalóðir til afgreiðslu. Þær voru auglýstar á heimasíðu sveitarfélagsins þann 17. ágúst 2022. Draga þarf um allar lóðirnar vegna fjölda umsókna. Umsóknir bárust um allar lóðirnar sem fyrsta val, því er ekki útdráttur milli umsækjenda sem sækja um þessar lóðir til vara sem annan kost.

    Nestún 16:
    Umsóknir sem fyrsta val bárust frá:

    a) Valgarði Einarssyni og Hrafnhildi Skaptadóttur.
    b) Herbert Hjálmarssyni.
    c) Pétri Erni Jóhannssyni.

    Úr pottinum er dregið nafnið Pétur Örn Jóhannsson. Skipulagsnefnd samþykkir hér með að úthluta Pétri Erni Jóhannssyni lóðinni númer 16 við Nestún.
    Er þeim afhent leiðbeiningarblað um öflun greiðslumats.

    Nestún 18:
    Umsókn sem fyrsta val barst frá:

    a) Birni Gunnari Karlssyni og Írisi Huldu Jónsdóttur.
    b) Berki Guðmundssyni.
    c) Önnu Maríu Ómarsdóttur.
    d) Ingvari Gýgjari Sigurðssyni og Eyglóu Amelíu Valdimarsdóttur.
    e) Valdísi Brá Þorsteinsdóttur og Ingvari Páli Ingvarssyni.
    f) Sigurbirni Vopna Björnssyni.
    g) Ómari Kjartanssyni.

    Úr pottinum er dregið nafnið Anna María Ómarsdóttir. Skipulagsnefnd samþykkir hér með að úthluta Önnu Maríu Ómarsdóttur lóðinni númer 18 við Nestún.
    Enginn var mættur fyrir hönd umsækjanda og er skipulagsfulltrúa því falið að senda tölvupóst á viðkomandi með leiðbeiningarblaði um öflun greiðslumats.

    Nestún 22:
    Umsóknir sem fyrsta val bárust frá:

    a) Rakel Söru Björnsdóttur og Róbert Þór Henn.
    b) BF-Verk ehf.
    c) K-Tak ehf.

    Úr pottinum er dregið nafn BF-Verk ehf. Skipulagsnefnd samþykkir hér með að úthluta BF-Verk ehf lóðinni númer 22 við Nestún.

    Enginn var mættur fyrir hönd umsækjanda og er skipulagsfulltrúa því falið að senda tölvupóst á viðkomandi með leiðbeiningarblaði um öflun greiðslumats.

    Nestún 24:
    Umsóknir sem fyrsta val bárust frá:

    a) Kristjáni Ásgeirssyni Blöndal og Arnrúnu Báru Finnsdóttur.
    b) Þorgrímur G Pálmason og Aðalbjörgu Þorgrímsdóttur.
    c) Hólmari Daða Skúlasyni og Karen Lind Skúladóttur.
    d) Ólafi Björnssyni og Herði Knútssyni.
    e) Sverri Péturssyni.
    f) Eiði Baldurssyni og Sólveigu Birtu Eiðsdóttur.
    g) Ólafi Stefáni Þorbergssyni.
    h) Jóni Svavarssyni.
    i) Helga Freyr Margeirssyni.
    j) Thelmu Knútsdóttur.
    k) Trésmiðjan ÝR ehf.

    Úr pottinum er dregið nafn Ólafur Björnsson og Hörður Knútsson. Skipulagsnefnd samþykkir hér með að úthluta Ólafi Björnssyni og Herði Knútssyni lóðinni númer 24 við Nestún.
    Enginn var mættur fyrir hönd umsækjanda og er skipulagsfulltrúa því falið að senda tölvupóst á viðkomandi með leiðbeiningarblaði um öflun greiðslumats.
    Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar skipulagnefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.