Veitunefnd - 3
Málsnúmer 2210014F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 6. fundur - 16.11.2022
Fundargerð 3. fundar veitunefndar frá 13. október 2022 lögð fram til afgreiðslu á 6. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Veitunefnd - 3 Útborun holu VH-22 hófst þann 20. september síðastliðinn. Hingað til hefur borun ekki borið árangur en borun verður haldið áfram um sinn. Mikill vöxtur er í byggðinni í Varmahlíð og í sveitunum sem tengjast hitaveitunni í Varmahlíð. Til að mæta aukinni orkuþörf og auka samtímis rekstraröryggi veitunnar er því mjög mikilvægt að árangur náist við þetta verkefni.
Árni Egilsson skrifstofustjóri Skagafjarðarveitna sat fundinn undir þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar veitunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 3 Vinna við gerð fjárhagsáætlana og nýja gjaldskrá fyrir deildir Skagafjarðarveitna er hafin. Í vinnunni er tekið mið af forsendum rammaáætlunar og einnig er rekstur hverrar deildar skoðaður sérstaklega. Áætlanir um langímafjárfestingar og viðhald fyrir kaldavatnsveitur og hitaveitu eru einnig kynntar og verður tekið mið af þeim við ákvörðun á gjaldskrám fyrir báða málaflokka.
Ljóst er að talverðra framkvæmda er þörf á næstu árum hjá Skagafjarðarveitum. Veitunefnd felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs í samstarfi við starfsmenn veitnanna að halda áfram vinnunni við fjárhagsáætlunina og skal sú vinna taka mið af framtíðarhorfum á stækkun og útbreiðslu veitnanna.
Árni Egilsson skrifstofustjóri sat þennan lið.
Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar veitunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 3 Vinna við gerð langtímaáætlunar fyrir hitaveitu í Skagafirði er hafin og er stefnt að því að hún liggi fyrir fyrir lokayfirferð fjárhagsáætlunar. Farið var yfir drög að áætlun og forsendur kynntar nefndarmönnum.
Nefndin fagnar því að þessi vinna er hafin.
Árni Egilsson skrifstofustjóri Skagafjarðarveitna sat fundinn undir þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar veitunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 3 Vinna við gerð langtímaáætlunar fyrir kaldavatnsveitu á veitusvæðum Skagafjarðarveitna í Skagafirði er hafin og er stefnt að því að áætlunin liggi fyrir fyrir lokayfirferð fjárhagsáætlunar. Farið var yfir drög að áætlun og forsendur kynntar nefndarmönnum.
Nefndin fagnar því að þessi vinna er hafin.
Árni Egilsson skrifstofustjóri Skagafjarðarveitna sat fundinn undir þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar veitunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 3 Hækkun neysluvísitölu síðustu tólf mánuði er 9,3% en út frá rekstrarstöðu hitaveitu er lögð fram tillaga um 7,7 % hækkun á gjaldskrá hitaveitu fyrir árið 2023. Hækkunin er til komin vegna fyrirsjáanlegra verðlagsbreytinga og viðhaldsframkvæmda. Við ákvörðun gjaldskrár er einnig tekið mið af langtímaáætlun um fjárfestingar í hitaveitu.
Veitunefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs.
Árni Egilsson skrifstofustjóri sat þennan lið. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar veitunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 3 Allt efni sem búið er að panta í lögnina er komið og er það sett á lager í námu við Fell á Höfðaströnd. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar veitunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 níu atkvæðum.
-
Veitunefnd - 3 Við reglubundið eftirlit starfsmanna heilbrigðiseftirlitsins kom fram E-coli gerla mengun í kaldavatnsveitu Hofsóss. Unnið var að úrlausn mála í nánu samráði við starfsmenn heilbrigðiseftirlitsins og var ákveðið að sjóða skyldi neysluvatnið um skeið. Skagfjarðarveitur harma að þetta ástand hafi skapast og Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri Skagafjarðarveitna upplýsir að verið sé að uppfæra vöktunarbúnað við geislunartæki þannig að svona staða geti ekki komið upp aftur. Einnig er unnið að því að gera ráðstafanir við vatnsbólið sem eiga að varna því að yfirborðsvatn geti komist í veituna.
Farin er af stað vinna við endurbætur á viðbragðsáætlun til að tryggja að upplýsingar berist hratt og örugglega til notenda komi sambærileg staða upp. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar veitunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 3 "Þreskir ehf, sem er félag í eigu bænda sem rækta bygg hér í Skagafirði, starfrækir þurrkstöð í Vallhólma og hefur sú starfsemi farið vaxandi, þar sem æ fleiri bændur sjá hag sinn í að nota heimaræktað bygg í kjarnfóður fyrir kýr og naut.
Um tilraunarverkefni er að ræða í haust en ef vel gengur er áhugi að reyna að nýta heitavatnið í framtíðinni og langar okkur því að athuga hvort ekki væri hægt að semja um eitthvað hagstætt verð á vatninu. Ekki er um ræða heilsársnotkun því þurrkunnin er aðeins í gangi í september og aðeins inn í október ár hvert."
Veitunefnd fagnar því að hugað sé að orkuskiptum við þurrkun á byggi en bendir jafnframt á að hitaveitan í Varmahlíð er illa aflögu fær með orku eins og er. Einnig er bent á að stofnlögn hitaveitunnar að Vallhólma er grönn og gæti þurft að svera hana upp
til að mæta aukinni orkuþörf. Af slíkri framkvæmd verður umtalsverður kostnaður.
Veitunefnd frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir frekari upplýsingum um orkuþörf og umfang verkefnisins.
Árni Egilsson skrifstofustjóri Skagafjarðarveitna sat fundinn undir þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar veitunefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 níu atkvæðum.