Fara í efni

Vatnsból í Hofsósi, Engihlíð, mengun í október 2022

Málsnúmer 2210023

Vakta málsnúmer

Veitunefnd - 3. fundur - 13.10.2022

Við reglubundið eftirlit starfsmanna heilbrigðiseftirlitsins kom fram E-coli gerla mengun í kaldavatnsveitu Hofsóss. Unnið var að úrlausn mála í nánu samráði við starfsmenn heilbrigðiseftirlitsins og var ákveðið að sjóða skyldi neysluvatnið um skeið. Skagfjarðarveitur harma að þetta ástand hafi skapast og Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri Skagafjarðarveitna upplýsir að verið sé að uppfæra vöktunarbúnað við geislunartæki þannig að svona staða geti ekki komið upp aftur. Einnig er unnið að því að gera ráðstafanir við vatnsbólið sem eiga að varna því að yfirborðsvatn geti komist í veituna.
Farin er af stað vinna við endurbætur á viðbragðsáætlun til að tryggja að upplýsingar berist hratt og örugglega til notenda komi sambærileg staða upp.