Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 20

Málsnúmer 2210032F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 6. fundur - 16.11.2022

Fundargerð 20. fundar byggðarráðs frá 2. nóvember 2022 lögð fram til afgreiðslu á 6. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 20 Hjalti Pálsson, formaður Sögufélags Skagfirðinga, kom til fundarins til viðræðu um málefni Sögufélagsins og uppgjör og frágang vegna ritunar Byggðasögu Skagafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar byggðarráðs staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 20 Hallbjörn Björnsson stjórnarmaður í Siglingaklúbbnum Drangey kom til fundarins til viðræðu um húsnæðismál félagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar byggðarráðs staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 20 Lögð fram beiðni um viðauka 4 við fjárhagsáætlun ársins 2022. Viðaukinn er gerður vegna leiðréttingar efnahagsliða í áætluninni með tilliti til niðurstöðu ársreiknings 2021 og uppreiknings á lánasafni sveitarfélagsins. Einnig er áætlun vegna Flokku ehf. flutt á milli málaflokka.
    Byggðarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Skagafjörður (5716), fjárhagsáætlun 2022, viðauki 4". Samþykkt samhljóða.
  • .4 2210222 Útkomuspá 2022
    Byggðarráð Skagafjarðar - 20 Lögð fram fjárhagsleg útkomuspá sveitarfélagsins fyrir árið 2022.
    Byggðarráð samþykkir framlagða útkomuspá með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Beiðni um útkomuspá 2022 og fjárhagsáætlun 2023". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 20 Lögð fram fjárhagsáætlun 2023-2026 til fyrri umræðu.
    Byggðarráð samþykkir framlagða fjárhagsáætlun með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Fjárhagsáætlun Skagafjarðar 2023-2026". Samþykkt samhljóða.