Fara í efni

Flugklasinn Air 66 - Styrkbeiðni

Málsnúmer 2210040

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 19. fundur - 26.10.2022

Lagt fram bréf dagsett 30. september 2022 til sveitarfélaga á Norðurlandi frá Flugklasanum Air 66N sem hefur frá upphafi verið undir væng Markaðsstofu Norðurlands. Markmið klasans er að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll all árið um kring til framtíðar. Óskað er eftir áframhaldandi stuðningi við verkefnið og farið er fram á 300 kr. framlag á hvern íbúa á ári í þrjú ár (2023-2025). Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og Hjalti Páll Þórarinsson verkefnastjóri flugklasans komu á fund byggðarráðs til að fylgja erindinu eftir.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.