Byggðarráð Skagafjarðar
Dagskrá
1.Flugklasinn Air 66 - Styrkbeiðni
Málsnúmer 2210040Vakta málsnúmer
2.Erindi til byggðarráðs vegna starfsemi Sóta Summits í Fljótum
Málsnúmer 2210209Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. október 2022 frá Sótahnjúki ehf. Óska eigendur fyrirtækisins eftir umræðufundi með byggðarráði vegna áforma um áframhaldandi uppbyggingu ferðaþjónustu að Sólgörðum í Fljótum.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða fulltrúum Sótahnjúks ehf. á fund byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða fulltrúum Sótahnjúks ehf. á fund byggðarráðs.
3.Samningur við Björgunarsveitina Skagfirðingasveit
Málsnúmer 2206288Vakta málsnúmer
Umræður fóru fram um endurnýjun á samningi við Skagfirðingasveit, björgunarsveit.
4.Sorphreinsun í Skagafirði - útboð 2021 - Efla
Málsnúmer 2011092Vakta málsnúmer
Lögð fram svohjóðandi bókun 6. fundar umhverfis- og samgöngunefndar: "Föstudaginn 30. september 2022 klukkan 11:00 voru opnuð tilboð í tilboðsverkið "Sorphirða fyrir heimili, stofnanir, gámastöðvar o.fl. í Skagafirði 2023-2028"
Fjögur tilboð bárust í verkið. Íslenska Gámafélagið ehf var með lægsta boð eða upp á 115,9% af kostnaðaráætlun. Einnig komu tilboð frá Kubbur ehf upp á 137%, Terra Umhverfisþjónusta 187,5% og GS Lausnir 212,5% af áætlun.
Nefndin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðenda með fyrirvara um að samningar náist og vísar málinu til ákvörðunar byggðarráðs."
Byggðarráð staðfestir ákvörðun umhverfis- og samgöngunefndar og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fjögur tilboð bárust í verkið. Íslenska Gámafélagið ehf var með lægsta boð eða upp á 115,9% af kostnaðaráætlun. Einnig komu tilboð frá Kubbur ehf upp á 137%, Terra Umhverfisþjónusta 187,5% og GS Lausnir 212,5% af áætlun.
Nefndin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðenda með fyrirvara um að samningar náist og vísar málinu til ákvörðunar byggðarráðs."
Byggðarráð staðfestir ákvörðun umhverfis- og samgöngunefndar og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
5.Endurskoðun reglna um heilsuræktarstyrk
Málsnúmer 2210241Vakta málsnúmer
Með tölvupósti dagsettum 21. október 2022 óskar framboð Vg og óháðra eftir því að málefnið "Heilsuræktarstyrkur starfsmanna Skagafjarðar" verði tekið fyrir á byggðarráðsfundi og leggja fram eftirfarandi tvær tillögur:
Lagt er til að reglur Heilsuræktarstyrk starfsmanna Skagafjarðar verði endurskoðaðar. Styrkurinn eins og hann er í dag hvetur einungis til eflingar líkamlegrar heilsu starfsmanna. Þessi styrkur ætti að efla bæði líkamlega og andlega sjálfseflingu og vellíðan starfsmanna Skagafjarðar og því leggjum við til að reglur verði endurskoðaðar út frá því sjónarmiði.
Byggðarráð samþykkir að vinna að breytingum á reglum um heilsuræktarstyrk starfsmanna Skagafjarðar í þá veru að hann nái einnig til andlegrar sjálfseflingar. Jafnframt að reglum verði breytt í þá veru að starfsmenn sæki fyrst til stéttarfélags síns um styrk áður en sótt er um til sveitarfélagsins.
Lagt er til að heilsustyrkur starfsmanna Skagafjarðar verði hækkaður úr 15.000 kr. í 30.000 kr. á ári.
Byggðarráð samþykkir að vísa tillögunni til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.
Lagt er til að reglur Heilsuræktarstyrk starfsmanna Skagafjarðar verði endurskoðaðar. Styrkurinn eins og hann er í dag hvetur einungis til eflingar líkamlegrar heilsu starfsmanna. Þessi styrkur ætti að efla bæði líkamlega og andlega sjálfseflingu og vellíðan starfsmanna Skagafjarðar og því leggjum við til að reglur verði endurskoðaðar út frá því sjónarmiði.
Byggðarráð samþykkir að vinna að breytingum á reglum um heilsuræktarstyrk starfsmanna Skagafjarðar í þá veru að hann nái einnig til andlegrar sjálfseflingar. Jafnframt að reglum verði breytt í þá veru að starfsmenn sæki fyrst til stéttarfélags síns um styrk áður en sótt er um til sveitarfélagsins.
Lagt er til að heilsustyrkur starfsmanna Skagafjarðar verði hækkaður úr 15.000 kr. í 30.000 kr. á ári.
Byggðarráð samþykkir að vísa tillögunni til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.
6.Verklagsreglur vegna afsláttar í leikskólum, frístund og daggæslu
Málsnúmer 2202110Vakta málsnúmer
Lagðar fram verklagsreglur vegna afsláttar á dvalargjöldum í leikskólum, frístund og daggæslu í heimahúsum í Skagafirði lögð fram. Ekki eru gerðar efnislegar breytingar á reglunum en þær uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi. Vísað frá 7. fundi fræðslunefndar.
Byggðarráð samþykkir að vísa reglunum aftur til afgreiðslu fræðslunefndar.
Byggðarráð samþykkir að vísa reglunum aftur til afgreiðslu fræðslunefndar.
7.Innritunarreglur fyrir Tónlistarskóla Skagafjarðar
Málsnúmer 2208292Vakta málsnúmer
Lagðar fram innritunarreglur fyrir Tónlistarskóla Skagafjarðar. Ekki eru gerðar efnislegar breytingar á reglunum en þær uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi. Vísað frá 7. fundi fræðslunefndar.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
8.Reglur um skólaakstur í dreifbýli Skagafjarðar
Málsnúmer 2208298Vakta málsnúmer
Lagðar fram reglur um skólaakstur í dreifbýli Skagafjarðar. Ekki eru gerðar efnislegar breytingar á reglunum en þær uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi. Vísað frá 7. fundi fræðslunefndar.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
9.Verklagsreglur vegna barna starfsfólks í leikskólum Skagafjarðar
Málsnúmer 2208299Vakta málsnúmer
Lagðar fram verklagsreglur vegna barna starfsfólks í leikskólum í Skagafirði. Ekki eru gerðar efnislegar breytingar á reglunum en þær uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi. Vísað frá 7. fundi sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
10.Reglur um skólavist fósturbarna í leik- og grunnskólum Skagafjarðar
Málsnúmer 2208297Vakta málsnúmer
Lagðar fram reglur um skólavist fósturbarna í leik- og grunnskólum Skagafjarðar. Ekki eru gerðar efnislegar breytingar á reglunum en þær uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi. Vísað frá 7. fundi fræðslunefndar.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
11.Reglur um nám starfsmanna í leikskólum
Málsnúmer 2208266Vakta málsnúmer
Lagðar fram reglur um nám starfsmanna í leikskólum. Ekki eru gerðar efnislegar breytingar á reglunum en þær uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar. Vísað frá 7. fundi fræðslunefndar.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
12.Gjaldskrá hitaveitu 2023
Málsnúmer 2210076Vakta málsnúmer
Lögð fram gjaldskrá hitaveitu fyrir árið 2023 sem vísað var til byggðarráðs frá 3. fundi veitustjórnar með svohljóðandi bókun: "Hækkun neysluvísitölu síðustu tólf mánuði er 9,3% en út frá rekstrarstöðu hitaveitu er lögð fram tillaga um 7,7 % hækkun á gjaldskrá hitaveitu fyrir árið 2023. Hækkunin er til komin vegna fyrirsjáanlegra verðlagsbreytinga og viðhaldsframkvæmda. Við ákvörðun gjaldskrár er einnig tekið mið af langtímaáætlun um fjárfestingar í hitaveitu. Veitunefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
13.Samráð; Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (orkuskipti)
Málsnúmer 2210232Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. október 2022 þar sem matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 199/2022, "Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 (orkuskipti)". Umsagnarfrestur er til og með 04.11.2022.
14.Samráð; Greinagerð um stöðu vinnu við gerð sjávarútvegsstefnu
Málsnúmer 2210235Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 21. október 2022 þar sem matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 201/2022, "Greinagerð um stöðu vinnu við gerð sjávarútvegsstefnu". Umsagnarfrestur er til og með 20.11.2022.
15.Málefni bensínstöðvar N1 á Hofsósi
Málsnúmer 2002003Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar skýrslur frá Verkís fyrir tímabilið júlí-september 2022, vegna vöktunar á rokgjörnum lífrænum efnum á því svæði sem hreinsunaraðgerðir hafa náð yfir vegna eldsneytisleka úr neðanjarðargeymi N1 ehf. við Kaupfélag Skagfirðinga, að Suðurbraut 9 á Hofsósi.
16.Ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2022
Málsnúmer 2210234Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands, dagsett 18. október 2022 þar sem tilkynnt er um ágóðahlutagreiðslu ársins 2022 til sveitarfélagsins að fjárhæð 1.678.000 kr.
Fundi slitið - kl. 16:12.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.