Fara í efni

Hitaveita í Vallhólma, Þreskir ehf, beiðni um afslátt frá gjaldskrá.

Málsnúmer 2210084

Vakta málsnúmer

Veitunefnd - 3. fundur - 13.10.2022

"Þreskir ehf, sem er félag í eigu bænda sem rækta bygg hér í Skagafirði, starfrækir þurrkstöð í Vallhólma og hefur sú starfsemi farið vaxandi, þar sem æ fleiri bændur sjá hag sinn í að nota heimaræktað bygg í kjarnfóður fyrir kýr og naut.
Um tilraunarverkefni er að ræða í haust en ef vel gengur er áhugi að reyna að nýta heitavatnið í framtíðinni og langar okkur því að athuga hvort ekki væri hægt að semja um eitthvað hagstætt verð á vatninu. Ekki er um ræða heilsársnotkun því þurrkunnin er aðeins í gangi í september og aðeins inn í október ár hvert."

Veitunefnd fagnar því að hugað sé að orkuskiptum við þurrkun á byggi en bendir jafnframt á að hitaveitan í Varmahlíð er illa aflögu fær með orku eins og er. Einnig er bent á að stofnlögn hitaveitunnar að Vallhólma er grönn og gæti þurft að svera hana upp
til að mæta aukinni orkuþörf. Af slíkri framkvæmd verður umtalsverður kostnaður.

Veitunefnd frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir frekari upplýsingum um orkuþörf og umfang verkefnisins.

Árni Egilsson skrifstofustjóri Skagafjarðarveitna sat fundinn undir þessum lið.