Fara í efni

Gjaldskrá brunavarna 2023

Málsnúmer 2210101

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd - 8. fundur - 24.11.2022

Svavar A. Birgisson slökkviliðsstjóri leggur til að gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar hækki um 7,7% vegna þeirra liða sem snúa að efniskaupum frá birgjum. Lagt er til að launaliður, þar sem um er að ræða útselda vinnu sem og tækjaleiga hækki um 5,5%. Hækkanir þessar gilda jafnt fyrir almenna gjaldskrá brunavarna sem og gjaldskrá slökkvitækjaþjónustu.

Svavar A. Birgisson slökkviliðsstjóri fór yfir starfsemi og stöðu Brunavarna Skagafjarðar.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til Byggðarráðs.

Svavar A. Birgisson slökkviliðsstjóri sat þennan lið.

Byggðarráð Skagafjarðar - 25. fundur - 07.12.2022

Lögð fram eftirfarandi bókun 8. fundar umhverfis- og samgöngunefndar þann 24. nóvember 2022: "Svavar A. Birgisson slökkviliðsstjóri leggur til að gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar hækki um 7,7% vegna þeirra liða sem snúa að efniskaupum frá birgjum. Lagt er til að launaliður, þar sem um er að ræða útselda vinnu sem og tækjaleiga hækki um 5,5%. Hækkanir þessar gilda jafnt fyrir almenna gjaldskrá brunavarna sem og gjaldskrá slökkvitækjaþjónustu. Svavar A. Birgisson slökkviliðsstjóri fór yfir starfsemi og stöðu Brunavarna Skagafjarðar. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til Byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 7. fundur - 14.12.2022

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram eftirfarandi bókun 8. fundar umhverfis- og samgöngunefndar þann 24. nóvember 2022: "Svavar A. Birgisson slökkviliðsstjóri leggur til að gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar hækki um 7,7% vegna þeirra liða sem snúa að efniskaupum frá birgjum. Lagt er til að launaliður, þar sem um er að ræða útselda vinnu sem og tækjaleiga hækki um 5,5%. Hækkanir þessar gilda jafnt fyrir almenna gjaldskrá brunavarna sem og gjaldskrá slökkvitækjaþjónustu. Svavar A. Birgisson slökkviliðsstjóri fór yfir starfsemi og stöðu Brunavarna Skagafjarðar. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til Byggðarráðs." Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.