Fara í efni

Gjaldskrá hunda- og kattahalds 2023

Málsnúmer 2210102

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd - 8. fundur - 24.11.2022

Lagt er til að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald hækki um 7,7% frá og með 1. janúar 2023.

Umhverfis- og samgöngunefnd ákveður að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 9. fundur - 01.12.2022

Lagt er til að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald hækki um 7,7% frá og með 1. janúar 2023. Bætt var í 5. gr. að hjálparhundar fyrir fatlaða einstaklinga eru undanskildir leyfisgjöldum. Innifalið í leyfisgjaldi er hundahreinsunargjald, trygging, örmerking auk umsýslugjalda sveitarfélagsins.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til byggðarráðs.

Byggðarráð Skagafjarðar - 25. fundur - 07.12.2022

Lögð fram gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Skagafirði fyrir árið 2023,sem vísað var til byggðarráðs frá 9. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 1. desember 2022.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 7. fundur - 14.12.2022

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Skagafirði fyrir árið 2023, sem vísað var til byggðarráðs frá 9. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 1. desember 2022. Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Gjaldskrá hunda- og kattahalds 2023 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.