Fara í efni

Endurskoðun reglna um heilsuræktarstyrk

Málsnúmer 2210241

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 19. fundur - 26.10.2022

Með tölvupósti dagsettum 21. október 2022 óskar framboð Vg og óháðra eftir því að málefnið "Heilsuræktarstyrkur starfsmanna Skagafjarðar" verði tekið fyrir á byggðarráðsfundi og leggja fram eftirfarandi tvær tillögur:

Lagt er til að reglur Heilsuræktarstyrk starfsmanna Skagafjarðar verði endurskoðaðar. Styrkurinn eins og hann er í dag hvetur einungis til eflingar líkamlegrar heilsu starfsmanna. Þessi styrkur ætti að efla bæði líkamlega og andlega sjálfseflingu og vellíðan starfsmanna Skagafjarðar og því leggjum við til að reglur verði endurskoðaðar út frá því sjónarmiði.
Byggðarráð samþykkir að vinna að breytingum á reglum um heilsuræktarstyrk starfsmanna Skagafjarðar í þá veru að hann nái einnig til andlegrar sjálfseflingar. Jafnframt að reglum verði breytt í þá veru að starfsmenn sæki fyrst til stéttarfélags síns um styrk áður en sótt er um til sveitarfélagsins.

Lagt er til að heilsustyrkur starfsmanna Skagafjarðar verði hækkaður úr 15.000 kr. í 30.000 kr. á ári.
Byggðarráð samþykkir að vísa tillögunni til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.