Samþykkt um búfjárhald
Málsnúmer 2210256
Vakta málsnúmerLandbúnaðarnefnd - 5. fundur - 17.11.2022
Lögð fram drög að breytingum á samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Skagafirði. Drögin rædd og samþykkt að taka þau fyrir á næsta fundi landbúnaðarnefndar.
Landbúnaðarnefnd - 6. fundur - 09.01.2023
Málið áður á 5. fundi landbúnaðarnefndar þann 17. nóvember 2022. Lögð fram drög að breytingum á samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Skagafirði. Málið rætt, áfram í skoðun.
Landbúnaðarnefnd - 10. fundur - 05.07.2023
Málið áður á dagskrá 5. og 6. fundar landbúnaðarnefndar. Lögð fram drög að breytingum á samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Skagafirði.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að gera breytingar á samþykktinni í samræmi við umræður á fundinum og leggja aftur fyrir næsta fund nefndarinnar.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að gera breytingar á samþykktinni í samræmi við umræður á fundinum og leggja aftur fyrir næsta fund nefndarinnar.
Landbúnaðarnefnd - 11. fundur - 12.09.2023
Samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Skagafirði, nr. 1264 frá 2015, hefur verið til umræðu í landbúnaðarnefnd um nokkurt skeið. Lögð fram drög að nýrri og yfirfarinni samþykkt.
Landbúnaðarnefnd samþykkir samþykktina og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs.
Landbúnaðarnefnd samþykkir samþykktina og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs.
Byggðarráð Skagafjarðar - 62. fundur - 19.09.2023
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.
Byggðarráð Skagafjarðar - 64. fundur - 04.10.2023
Samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Skagafirði, nr. 1264 frá 2015, hefur verið til umræðu í landbúnaðarnefnd um nokkurt skeið. Landbúnaðarnefnd samþykkti á 11. fundi sínum þann 12. september 2023 breytingar á samþykktinni og vísaði henni til afgreiðslu byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir framlagða samþykkt með áorðnum breytingum á 7. og 8. grein og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir framlagða samþykkt með áorðnum breytingum á 7. og 8. grein og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Skagafjarðar - 18. fundur - 25.10.2023
Vísað frá 64. fundi byggðarráðs frá 4. október sl. þannig bókað:
"Samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Skagafirði, nr. 1264 frá 2015, hefur verið til umræðu í landbúnaðarnefnd um nokkurt skeið. Landbúnaðarnefnd samþykkti á 11. fundi sínum þann 12. september 2023 breytingar á samþykktinni og vísaði henni til afgreiðslu byggðarráðs. Byggðarráð samþykkir framlagða samþykkt með áorðnum breytingum á 7. og 8. grein og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
"Samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Skagafirði, nr. 1264 frá 2015, hefur verið til umræðu í landbúnaðarnefnd um nokkurt skeið. Landbúnaðarnefnd samþykkti á 11. fundi sínum þann 12. september 2023 breytingar á samþykktinni og vísaði henni til afgreiðslu byggðarráðs. Byggðarráð samþykkir framlagða samþykkt með áorðnum breytingum á 7. og 8. grein og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.