Fara í efni

Samþykkt um búfjárhald

Málsnúmer 2210256

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd - 5. fundur - 17.11.2022

Lögð fram drög að breytingum á samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Skagafirði. Drögin rædd og samþykkt að taka þau fyrir á næsta fundi landbúnaðarnefndar.

Landbúnaðarnefnd - 6. fundur - 09.01.2023

Málið áður á 5. fundi landbúnaðarnefndar þann 17. nóvember 2022. Lögð fram drög að breytingum á samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Skagafirði. Málið rætt, áfram í skoðun.

Landbúnaðarnefnd - 10. fundur - 05.07.2023

Málið áður á dagskrá 5. og 6. fundar landbúnaðarnefndar. Lögð fram drög að breytingum á samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Skagafirði.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að gera breytingar á samþykktinni í samræmi við umræður á fundinum og leggja aftur fyrir næsta fund nefndarinnar.

Landbúnaðarnefnd - 11. fundur - 12.09.2023

Samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Skagafirði, nr. 1264 frá 2015, hefur verið til umræðu í landbúnaðarnefnd um nokkurt skeið. Lögð fram drög að nýrri og yfirfarinni samþykkt.
Landbúnaðarnefnd samþykkir samþykktina og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs.

Byggðarráð Skagafjarðar - 62. fundur - 19.09.2023

Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.

Byggðarráð Skagafjarðar - 64. fundur - 04.10.2023

Samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Skagafirði, nr. 1264 frá 2015, hefur verið til umræðu í landbúnaðarnefnd um nokkurt skeið. Landbúnaðarnefnd samþykkti á 11. fundi sínum þann 12. september 2023 breytingar á samþykktinni og vísaði henni til afgreiðslu byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir framlagða samþykkt með áorðnum breytingum á 7. og 8. grein og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 18. fundur - 25.10.2023

Vísað frá 64. fundi byggðarráðs frá 4. október sl. þannig bókað:
"Samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Skagafirði, nr. 1264 frá 2015, hefur verið til umræðu í landbúnaðarnefnd um nokkurt skeið. Landbúnaðarnefnd samþykkti á 11. fundi sínum þann 12. september 2023 breytingar á samþykktinni og vísaði henni til afgreiðslu byggðarráðs. Byggðarráð samþykkir framlagða samþykkt með áorðnum breytingum á 7. og 8. grein og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.