Mörg fyrirtæki innan vébanda Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS eða samtökin) hafa á undanförnum misserum undirritað stefnu um samfélagslega ábyrgð. Stefnan grundvallast á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og tekur til ófjárhagslegra þátta í starfsemi fyrirtækjanna, meðal annars áhrifa á umhverfið og loftslagsmál. Meðal þess sem fyrirtækin undirgangast með stefnunni er að efla fræðslu um endurvinnslu veiðarfæra og sjá sjálf til þess að úrelt veiðarfæri séu hreinsuð, flokkuð og send til endurvinnslu. Sem liður í framangreindri samfélagsstefnu hafa samtökin, í samstarfi við íslenskar veiðarfæragerðir, tekið í notkun nýtt og endurbætt skilakerfi veiðarfæra. Til þess að stuðla að sem bestum skilum og endurvinnslu hafa samtökin jafnframt óskað eftir góðri samvinnu við Hafnasamband Íslands við að vísa efnum á viðeigandi móttökustöðvar um land allt. Á nýlegum fundi SFS og Hafnasambandsins til að ræða framkvæmd skilakerfisins og samvinnu var jafnframt rætt um óhirt og munaðarlaus veiðarfæri við tilteknar hafnir um landið.
Sem liður í framangreindri samfélagsstefnu hafa samtökin, í samstarfi við íslenskar veiðarfæragerðir, tekið í notkun nýtt og endurbætt skilakerfi veiðarfæra. Til þess að stuðla að sem bestum skilum og endurvinnslu hafa samtökin jafnframt óskað eftir góðri samvinnu við Hafnasamband Íslands við að vísa efnum á viðeigandi móttökustöðvar um land allt. Á nýlegum fundi SFS og Hafnasambandsins til að ræða framkvæmd skilakerfisins og samvinnu var jafnframt rætt um óhirt og munaðarlaus veiðarfæri við tilteknar hafnir um landið.
Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri sat þennan lið.