Ingólfur F. Guðmundsson hjá Kollgátu ehf. fyrir hönd eigenda jarðarinnar Hrauna í Fljótum óskar eftir leyfi til að hefja framkvæmdir á nýjum vegi og við einn byggingarreit á lóð nr. 9 á grundvelli deiliskipulags sem er í vinnslu. Leitað var umsagnar minjavarðar, eftirfarandi svar barst 11.10. sl. „Minjavörður kannaði svæðið á vettvangi þann 4.10. sl. Engar þekktar minjar eru á eða í næsta nágrenni við lóðir 6-11 á Hraunum eins og þær eru sýndar á skipulagsuppdrætti dags. 5.10.2022 og gerir Minjastofnun Íslands ekki athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir, en minnir á að ljúka þarf fornleifaskráningu alls svæðisins áður en gengið er frá deiliskipulagi.“
Skipulagsnefnd samþykkir erindið en bendir á að allar framkvæmdir við byggingarreit eru með öllu óheimilar án aðkomu byggingaryfirvalda.
Leitað var umsagnar minjavarðar, eftirfarandi svar barst 11.10. sl.
„Minjavörður kannaði svæðið á vettvangi þann 4.10. sl. Engar þekktar minjar eru á eða í næsta nágrenni við lóðir 6-11 á Hraunum eins og þær eru sýndar á skipulagsuppdrætti dags. 5.10.2022 og gerir Minjastofnun Íslands ekki athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir, en minnir á að ljúka þarf fornleifaskráningu alls svæðisins áður en gengið er frá deiliskipulagi.“
Skipulagsnefnd samþykkir erindið en bendir á að allar framkvæmdir við byggingarreit eru með öllu óheimilar án aðkomu byggingaryfirvalda.