Skipulagsnefnd
Dagskrá
1.Skólamannvirki Varmahlíð - Deiliskipulag
Málsnúmer 2204042Vakta málsnúmer
2.Sauðárkrókskirkjugarður - Deiliskipulag
Málsnúmer 2204124Vakta málsnúmer
Arnar Birgir Ólafsson ásamt Karen Lind Árnadóttir frá Teiknistofu Norðurlands kynntu drög að deiliskipulagi fyrir Sauðárkrókskirkjugarð. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa ásamt hönnuðum að vinna tillöguna áfram í samræmi við umræðu fundarins og kynna hana fyrir sóknarnefnd.
3.Sauðárkrókur - Deiliskipulag tjaldstæði - Sauðárgil
Málsnúmer 2203234Vakta málsnúmer
Arnar Birgir Ólafsson ásamt Karen Lind Árnadóttir frá Teiknistofu Norðurlands kynntu drög að deiliskipulagi fyrir tjaldsvæðið við Sauðárgil. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa ásamt hönnuðum að vinna tillöguna áfram í samræmi við umræðu fundarins.
Álfhildur Leifsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
Álfhildur Leifsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
4.Lambeyri (201897) - Beiðni um heimild til að vinna deiliskipulag í samræmi við 38. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga.
Málsnúmer 2210243Vakta málsnúmer
Friðrik Rúnar Friðriksson, þinglýstur eigandi lóðarinnar Lambeyri, landnr. 201897, í Tungusveit, Skagafirði, óskar eftir heimild til að láta vinna deiliskipulag fyrir lóðina á eigin kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Meðfylgjandi er lýsing skipulagsverkefnis útg. 1.0 dags. 21.10.2022, sem unnin er af Stoð ehf. verkfræðistofu. Óskað er eftir samþykki skipulagsnefndar og staðfestingu sveitarstjórnar Skagafjarðar á meðfylgjandi skipulagslýsingu og að hún hljóti meðferð skv. 5.2.4. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna og heimila umsækjanda að vinna deiliskipulagstillögu á eigin kostnað og að Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
Meðfylgjandi er lýsing skipulagsverkefnis útg. 1.0 dags. 21.10.2022, sem unnin er af Stoð ehf. verkfræðistofu. Óskað er eftir samþykki skipulagsnefndar og staðfestingu sveitarstjórnar Skagafjarðar á meðfylgjandi skipulagslýsingu og að hún hljóti meðferð skv. 5.2.4. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna og heimila umsækjanda að vinna deiliskipulagstillögu á eigin kostnað og að Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
5.Hraun í Fljótum - Umsókn um framkvæmdarleyfi og byggingarreit
Málsnúmer 2210284Vakta málsnúmer
Ingólfur F. Guðmundsson hjá Kollgátu ehf. fyrir hönd eigenda jarðarinnar Hrauna í Fljótum óskar eftir leyfi til að hefja framkvæmdir á nýjum vegi og við einn byggingarreit á lóð nr. 9 á grundvelli deiliskipulags sem er í vinnslu.
Leitað var umsagnar minjavarðar, eftirfarandi svar barst 11.10. sl.
„Minjavörður kannaði svæðið á vettvangi þann 4.10. sl. Engar þekktar minjar eru á eða í næsta nágrenni við lóðir 6-11 á Hraunum eins og þær eru sýndar á skipulagsuppdrætti dags. 5.10.2022 og gerir Minjastofnun Íslands ekki athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir, en minnir á að ljúka þarf fornleifaskráningu alls svæðisins áður en gengið er frá deiliskipulagi.“
Skipulagsnefnd samþykkir erindið en bendir á að allar framkvæmdir við byggingarreit eru með öllu óheimilar án aðkomu byggingaryfirvalda.
Leitað var umsagnar minjavarðar, eftirfarandi svar barst 11.10. sl.
„Minjavörður kannaði svæðið á vettvangi þann 4.10. sl. Engar þekktar minjar eru á eða í næsta nágrenni við lóðir 6-11 á Hraunum eins og þær eru sýndar á skipulagsuppdrætti dags. 5.10.2022 og gerir Minjastofnun Íslands ekki athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir, en minnir á að ljúka þarf fornleifaskráningu alls svæðisins áður en gengið er frá deiliskipulagi.“
Skipulagsnefnd samþykkir erindið en bendir á að allar framkvæmdir við byggingarreit eru með öllu óheimilar án aðkomu byggingaryfirvalda.
6.Sólgarðar lóð L221774, Sólgarðaskóli - Umsókn um byggingarleyfi og breytta notkun.
Málsnúmer 2105191Vakta málsnúmer
Skipulagsfulltrúi fer yfir þau gögn sem send voru út í grenndarkynningu vegna málsins þann 2.11.2022. Athugasemdafresturinn er út 30.11.2022.
7.Borgarteigur 8 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2101157Vakta málsnúmer
Halldór Bjarnason fh. Stjörnuverk ehf. tilkynnir með tölvupósti dags. 28.10.2022 að fyrirtækið hafi fallið frá fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á lóðinni númer 8 við Borgarteig.
Skipulagsnefnd samþykkir skil á lóðinni og felur skipulagsfulltrúa að koma lóðinni á lista yfir lausar lóðir á heimasíðu sveitarfélagsins.
Skipulagsnefnd samþykkir skil á lóðinni og felur skipulagsfulltrúa að koma lóðinni á lista yfir lausar lóðir á heimasíðu sveitarfélagsins.
8.Samráð; Drög að frumvarpi til laga um breytingu á skipulagslögum
Málsnúmer 2210248Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við breytinguna.
Fundi slitið - kl. 12:00.
Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma.