Fara í efni

Sólgarðar (146780) - Sólgarðar umsókn um stofnun landspildu

Málsnúmer 2210291

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 13. fundur - 24.11.2022

Óskar Páll Óskarsson f.h. Ríkissjóðs Íslands, kt. 540269-6459, þinglýsts eiganda viðskipta- og þjónustulóðarinnar Sólgarðar, landnúmer 146780, í Fljótum, Skagafirði, óska eftir heimild til að stofna 1.800 m² íbúðarhúsalóð úr landi jarðarinnar, sem „Sólgarðar 2“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 56196001 útg. 28. okt. 2022. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Landheiti útskiptrar íbúðarhúsalóðar vísar til upprunalóðar með næsta lausa staðgreini.
Innan afmörkunar útskiptrar spildu er matshluti 04 sem er 121,3 m² einbýlishús, byggt árið 1979. Húsið er í eigu Skagafjarðar. Matshluti þessi skal fylgja landskiptum og áritar húseigandi erindið til samþykkis.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Sólgarðar, L146780, er ekki skráð lögbýli skv. lögbýlaskrá 2021.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.